Knattspyrnan oft haft áhrif á afmælisfögnuð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júlí 2018 15:15 Skúli Jón Friðgeirsson segir kærustu sína, Jennifer Berg, þurfa að sjá um afmæliskökuna fyrir liðsfélagana í KR. Fréttablaðið/Þórsteinn Varnarmaðurinn Skúli Jón Friðgeirsson er þrítugur í dag. Hann heldur upp á afmælið inni vellinum þegar KR mætir Grindavík. Að stórafmælið hitti á leikdag hefur áhrif á það hvað hægt er að gera í tilefni dagsins. Skúli Jón vonar að gleðin verði með KR í liði. „Við eigum leik heima þarna um kvöldið svo það verður ekki gert mikið á sjálfan afmælisdaginn. Mögulega verður eitthvað gert um kvöldið ef leikurinn fer eins og hann á að fara,“ segir Skúli Jón. Lið Skúla, Knattspyrnufélag Reykjavíkur, tekur í kvöld á móti Grindavík í Frostaskjóli í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Fyrir leik eru liðin jöfn með tuttugu stig í fjórða og fimmta sæti en fimm stig eru í Stjörnuna og Breiðablik í öðru og þriðja sæti. Sú staðreynd að stórafmælið hitti á leikdag hefur nokkur áhrif á það hvað hægt er að gera í tilefni dagsins. Í gær var Skúli með boð fyrir sína nánustu en óvíst er hvenær haldið verður upp á afmælið með pompi og prakt. Rútínan á leikdag mun haldast sú sama og því fátt planað á afmælisdaginn sjálfan sem ekki tengist undirbúningi fyrir leikinn. „Það hefur oft verið þannig að ég hef ekki getað haldið upp á daginn. Annars vegar hittir þetta oft á leik, eða mjög nálægt leikjum, og hins vegar út af verslunarmannahelginni. Oft voru leikir á mánudag eða þriðjudag og þá gat maður ekki farið úr bænum. Allir aðrir, bæði vinir og fjölskylda, höfðu hins vegar stungið af út á land. Þannig maður var oft nánast einn eftir hérna,“ segir Skúli og hlær. Tilfinningin sem fylgir því að verða þrítugur segir Skúli að sé ágæt. Sennilega muni fátt breytast við nýjan áratug en það fylgi því alltaf smá fiðringur að fá nýja tölu. „Ég held að síðast hafi verið haldið upp á afmælið fyrir fimm árum. Þá átti ég leik snemma um daginn og kærastan mín var búin að skipuleggja óvænta afmælisveislu um kvöldið,“ segir Skúli. Hjá KR er sú hefð að þegar leikmaður á afmæli þarf hann að bjóða liðsfélögunum upp á köku. Sá bakstur lendir sennilega á kærustu Skúla, hinni sænsku Jennifer Berg, en að sögn varnarmannsins er hún mikill matgæðingur og unir sér einna best við að elda góðan mat. Þau kynntust þegar Skúli var atvinnumaður með Elfsborg í Svíþjóð. „Það verður ekki aukapressa á liðsfélagana að vinna leikinn í kvöld svo ég geti fengið það í afmælisgjöf. Það verður vonandi bara meiri gleði hjá okkur og oft þegar gleðin er með manni í liði þá smitar það út frá sér og hlutirnir fara vel. Við stefnum á það á í kvöld,“ segir Skúli. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Varnarmaðurinn Skúli Jón Friðgeirsson er þrítugur í dag. Hann heldur upp á afmælið inni vellinum þegar KR mætir Grindavík. Að stórafmælið hitti á leikdag hefur áhrif á það hvað hægt er að gera í tilefni dagsins. Skúli Jón vonar að gleðin verði með KR í liði. „Við eigum leik heima þarna um kvöldið svo það verður ekki gert mikið á sjálfan afmælisdaginn. Mögulega verður eitthvað gert um kvöldið ef leikurinn fer eins og hann á að fara,“ segir Skúli Jón. Lið Skúla, Knattspyrnufélag Reykjavíkur, tekur í kvöld á móti Grindavík í Frostaskjóli í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Fyrir leik eru liðin jöfn með tuttugu stig í fjórða og fimmta sæti en fimm stig eru í Stjörnuna og Breiðablik í öðru og þriðja sæti. Sú staðreynd að stórafmælið hitti á leikdag hefur nokkur áhrif á það hvað hægt er að gera í tilefni dagsins. Í gær var Skúli með boð fyrir sína nánustu en óvíst er hvenær haldið verður upp á afmælið með pompi og prakt. Rútínan á leikdag mun haldast sú sama og því fátt planað á afmælisdaginn sjálfan sem ekki tengist undirbúningi fyrir leikinn. „Það hefur oft verið þannig að ég hef ekki getað haldið upp á daginn. Annars vegar hittir þetta oft á leik, eða mjög nálægt leikjum, og hins vegar út af verslunarmannahelginni. Oft voru leikir á mánudag eða þriðjudag og þá gat maður ekki farið úr bænum. Allir aðrir, bæði vinir og fjölskylda, höfðu hins vegar stungið af út á land. Þannig maður var oft nánast einn eftir hérna,“ segir Skúli og hlær. Tilfinningin sem fylgir því að verða þrítugur segir Skúli að sé ágæt. Sennilega muni fátt breytast við nýjan áratug en það fylgi því alltaf smá fiðringur að fá nýja tölu. „Ég held að síðast hafi verið haldið upp á afmælið fyrir fimm árum. Þá átti ég leik snemma um daginn og kærastan mín var búin að skipuleggja óvænta afmælisveislu um kvöldið,“ segir Skúli. Hjá KR er sú hefð að þegar leikmaður á afmæli þarf hann að bjóða liðsfélögunum upp á köku. Sá bakstur lendir sennilega á kærustu Skúla, hinni sænsku Jennifer Berg, en að sögn varnarmannsins er hún mikill matgæðingur og unir sér einna best við að elda góðan mat. Þau kynntust þegar Skúli var atvinnumaður með Elfsborg í Svíþjóð. „Það verður ekki aukapressa á liðsfélagana að vinna leikinn í kvöld svo ég geti fengið það í afmælisgjöf. Það verður vonandi bara meiri gleði hjá okkur og oft þegar gleðin er með manni í liði þá smitar það út frá sér og hlutirnir fara vel. Við stefnum á það á í kvöld,“ segir Skúli.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira