Ellefu ára píanósnillingur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. júlí 2018 06:00 "Ég reyni að æfa mig á hverjum degi, helst þrjár klukkustundir,“ segir Ásta. Fréttablaðið/Þórsteinn Hin ellefu ára gamla Ásta Dóra Finnsdóttir leikur píanókonsert nr. 1 eftir Mendelssohn á lokatónleikum Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu laugardaginn 14. júlí klukkan 17.00. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir snilli sína í píanóleik og unnið til verðlauna í píanókeppnum í Póllandi, Englandi og Belgíu. Ásta byrjaði tæplega fimm ára gömul að læra á píanó. „Pabbi minn setti mig í tónlistarskóla til að prófa og þegar ég fór í píanónám elskaði ég píanó,“ segir hún. „Ég er ekki mikið að leika mér með dúkkur, ef ég kæmi á stað þar sem væru dúkkur og píanó myndi ég ganga að píanóinu.“Ekki mikið stress Ásta, sem hefur stundað nám hjá Kristni Erni Kristinssyni í Allegro Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík, hefur þessa dagana sótt námskeið hjá Alþjóðlegu tónlistarakademíunni í Hörpu. „Ég reyni að æfa mig á hverjum degi, helst þrjár klukkustundir. Um daginn kom ég heim klukkan hálf átta eftir námskeið í Hörpu og fór að æfa mig og klukkan var næstum tíu þegar ég var búin,“ segir hún. Hún er vön því að spila opinberlega og segist ekki finna mikið fyrir stressi. „Ég er kannski smástressuð þegar ég er að byrja að spila en þegar ég er komin inn í lagið þá er ég búin að venjast því og er ekki lengur stressuð,“ segir hún. Spilað fyrir forsetann Hún spilaði á Bessastöðum í tengslum við alþjóðlega EPTA-ráðstefnu sem haldin var hér á landi í september 2016 og meðal áheyrenda voru, auk forseta Íslands, margir erlendir píanókennarar. „Það var bara gaman. Ég spilaði nokturnu eftir Chopin. Þegar ég fór að píanóinu var fólk að horfa á mig og ég var aðeins stressuð af því það eru erfiðir tónstigar í laginu og ég þurfti að spila mjög hátt. Ég náði því alveg og gerði eiginlega engin mistök. Ég var mjög glöð því ég vissi að ég spilaði vel og það var það sem mig langaði til að gera.“ Hún spilaði einnig á hundrað ára afmæli Viðskiptaráðs í Háskólabíói þar sem áheyrendur voru 800 og forsetinn var meðal gesta. „Hann kom til mín og sagði: Ég man eftir þér. Ég var mjög hissa að hann skyldi muna eftir mér,“ segir Ásta. Engar sérstakar fyrirmyndir Hún segist ekki eiga neinar sérstakar fyrirmyndir í píanóheiminum: „Ég elska að hlusta á góða píanóleikara en ég er ekki mikið að líta upp til þeirra.“ Uppáhaldsverkin eru svo breytileg hverju sinni: „Á síðasta ári þurfti ég að spila Schumann-kvintett og ég elskaði það og sagði að það væri uppáhaldsverkið mitt. Núna er ég að æfa sónötu eftir Grieg og sagði: Þetta er uppáhaldsverkið mitt.“ Spurð um uppáhaldstónskáld segir hún: „Þetta er erfitt. Má ég segja þrjá?“ Það má hún að sjálfsögðu og nefnir þá Grieg, Chopin og Mendelssohn.Píanókonsertinn sem Ásta Dóra ætlar að spila má heyra hér að neðan. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira
Hin ellefu ára gamla Ásta Dóra Finnsdóttir leikur píanókonsert nr. 1 eftir Mendelssohn á lokatónleikum Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu laugardaginn 14. júlí klukkan 17.00. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir snilli sína í píanóleik og unnið til verðlauna í píanókeppnum í Póllandi, Englandi og Belgíu. Ásta byrjaði tæplega fimm ára gömul að læra á píanó. „Pabbi minn setti mig í tónlistarskóla til að prófa og þegar ég fór í píanónám elskaði ég píanó,“ segir hún. „Ég er ekki mikið að leika mér með dúkkur, ef ég kæmi á stað þar sem væru dúkkur og píanó myndi ég ganga að píanóinu.“Ekki mikið stress Ásta, sem hefur stundað nám hjá Kristni Erni Kristinssyni í Allegro Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík, hefur þessa dagana sótt námskeið hjá Alþjóðlegu tónlistarakademíunni í Hörpu. „Ég reyni að æfa mig á hverjum degi, helst þrjár klukkustundir. Um daginn kom ég heim klukkan hálf átta eftir námskeið í Hörpu og fór að æfa mig og klukkan var næstum tíu þegar ég var búin,“ segir hún. Hún er vön því að spila opinberlega og segist ekki finna mikið fyrir stressi. „Ég er kannski smástressuð þegar ég er að byrja að spila en þegar ég er komin inn í lagið þá er ég búin að venjast því og er ekki lengur stressuð,“ segir hún. Spilað fyrir forsetann Hún spilaði á Bessastöðum í tengslum við alþjóðlega EPTA-ráðstefnu sem haldin var hér á landi í september 2016 og meðal áheyrenda voru, auk forseta Íslands, margir erlendir píanókennarar. „Það var bara gaman. Ég spilaði nokturnu eftir Chopin. Þegar ég fór að píanóinu var fólk að horfa á mig og ég var aðeins stressuð af því það eru erfiðir tónstigar í laginu og ég þurfti að spila mjög hátt. Ég náði því alveg og gerði eiginlega engin mistök. Ég var mjög glöð því ég vissi að ég spilaði vel og það var það sem mig langaði til að gera.“ Hún spilaði einnig á hundrað ára afmæli Viðskiptaráðs í Háskólabíói þar sem áheyrendur voru 800 og forsetinn var meðal gesta. „Hann kom til mín og sagði: Ég man eftir þér. Ég var mjög hissa að hann skyldi muna eftir mér,“ segir Ásta. Engar sérstakar fyrirmyndir Hún segist ekki eiga neinar sérstakar fyrirmyndir í píanóheiminum: „Ég elska að hlusta á góða píanóleikara en ég er ekki mikið að líta upp til þeirra.“ Uppáhaldsverkin eru svo breytileg hverju sinni: „Á síðasta ári þurfti ég að spila Schumann-kvintett og ég elskaði það og sagði að það væri uppáhaldsverkið mitt. Núna er ég að æfa sónötu eftir Grieg og sagði: Þetta er uppáhaldsverkið mitt.“ Spurð um uppáhaldstónskáld segir hún: „Þetta er erfitt. Má ég segja þrjá?“ Það má hún að sjálfsögðu og nefnir þá Grieg, Chopin og Mendelssohn.Píanókonsertinn sem Ásta Dóra ætlar að spila má heyra hér að neðan.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira