Fengu útkall í miðri vítaspyrnukeppni og misstu af sigurspyrnunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2018 15:30 Ivan Rakitic leggur af stað í síðustu spyrnuna. Vísir/Getty Króatíska þjóðin safnast örugglega fyrir framan sjónvarpstækin í kvöld þegar Króatar mæta Englendingum í undanúrslitaleik HM í fótbolta í Rússlandi. Króatar eru komnir alla leið í undanúrslitin á HM þökk sé sterkum taugum leikmanna liðsins í vítakeppnum. Króatar unnu nefnilega bæði Dani og Rússa í vítaspyrnukeppni. Króatar hafa reyndar klikkað á þremur vítaspyrnum en það kom ekki að sök. Þeir unnu Dani 3-2 og Rússana 4-3. Í báðum tilfellum var það Ivan Rakitic sem skoraði úr síðustu vítaspyrnu Króata og skaut liðið áfram í næstu umferð. Það gátu þó ekki allir séð Ivan Rakitic tryggja sigurinn á móti Rússum. Nú hefur verið gert opinbert skemmtilegt myndband frá slökkviliðsmönnum í Króatíu. Slökkviliðsmennirnir eru miklir stuðningsmenn króatíska landsliðsins og fylgdust því spenntir með vítakeppninni á stöðinni, nær allir klæddir í treyju landsliðsins. Slökkviliðsmennirnir voru hinsvegar líka á vaktinni og þeir fengu síðan útkall í miðri vítaspyrnukeppni eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.These Croatian firefighters were about to watch Ivan Rakitic send them into a #WorldCup semi-final... and then duty called pic.twitter.com/2np9ezHsJs — Indy Football (@IndyFootball) July 11, 2018 Það var ekkert hik á mönnum þegar kallið kom og þá skipti engu þótt að þeir væru örfáum sekúndum frá því að sjá úrslitin ráðast. Það urðu þó nokkrir þeirra eftir sem fögnuðu vel og gátu síðan væntanlega látið félaga sína vita í talstöðinni að króatíska landsliðið væri komið í undanúrslit HM í fyrsta sinn í tuttugu ár. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Króatíska þjóðin safnast örugglega fyrir framan sjónvarpstækin í kvöld þegar Króatar mæta Englendingum í undanúrslitaleik HM í fótbolta í Rússlandi. Króatar eru komnir alla leið í undanúrslitin á HM þökk sé sterkum taugum leikmanna liðsins í vítakeppnum. Króatar unnu nefnilega bæði Dani og Rússa í vítaspyrnukeppni. Króatar hafa reyndar klikkað á þremur vítaspyrnum en það kom ekki að sök. Þeir unnu Dani 3-2 og Rússana 4-3. Í báðum tilfellum var það Ivan Rakitic sem skoraði úr síðustu vítaspyrnu Króata og skaut liðið áfram í næstu umferð. Það gátu þó ekki allir séð Ivan Rakitic tryggja sigurinn á móti Rússum. Nú hefur verið gert opinbert skemmtilegt myndband frá slökkviliðsmönnum í Króatíu. Slökkviliðsmennirnir eru miklir stuðningsmenn króatíska landsliðsins og fylgdust því spenntir með vítakeppninni á stöðinni, nær allir klæddir í treyju landsliðsins. Slökkviliðsmennirnir voru hinsvegar líka á vaktinni og þeir fengu síðan útkall í miðri vítaspyrnukeppni eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.These Croatian firefighters were about to watch Ivan Rakitic send them into a #WorldCup semi-final... and then duty called pic.twitter.com/2np9ezHsJs — Indy Football (@IndyFootball) July 11, 2018 Það var ekkert hik á mönnum þegar kallið kom og þá skipti engu þótt að þeir væru örfáum sekúndum frá því að sjá úrslitin ráðast. Það urðu þó nokkrir þeirra eftir sem fögnuðu vel og gátu síðan væntanlega látið félaga sína vita í talstöðinni að króatíska landsliðið væri komið í undanúrslit HM í fyrsta sinn í tuttugu ár.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira