Ópin reyndust vera frygðarstunur Benedikt Bóas skrifar 12. júlí 2018 06:00 Parið skemmti sér trúlega vel þó að nágrönnunum hafi ekki verið skemmt. Fannst hljóðin heldur há og mikil. „Maðurinn var bara að stunda kynlíf,“ segir stjórnarmaður í íþróttafélagi hér á landi en stjórn félagsins boðaði leikmanninn á fund því ótrúlegur hávaði barst úr íbúð hans, yfirleitt seint að kveldi. Stunur og dynkir. Óttuðust stjórnarmenn jafnvel að leikmaðurinn hefði gerst sekur um heimilisofbeldi en það var einn stór misskilningur. Hávaðinn og lætin voru slík við iðju mannsins og konu að nágrönnum hans stóð ekki á sama. Létu þeir stjórnarmenn félagsins vita og báðu þá um að taka á málinu. Leikmaðurinn er vel metinn innan félagsins og kom þetta flatt upp stjórnarmennina. Þeir boðuðu leikmanninn á fund þar sem farið var yfir málin og kvartanir gagnvart honum. Leikmaðurinn kom af fjöllum þar sem ekkert ofbeldi hafi átt sér stað. Eftir örlitlar útskýringar kom hið sanna í ljós. Rúmið lamdist fast í vegginn, stunurnar voru háværar og úthaldið var slíkt hjá leikmanninum að nágrannarnir trúðu vart sínum eigin eyrum. „Ég var aðeins að stunda kynlíf,“ sagði leikmaðurinn á fundinum samkvæmt stjórnarmanninum og gátu stjórnarmenn lítið annað en brosað út í annað. Honum var því sleppt með áminningu gegn loforði um að festa rúmið og minnka stunurnar – til að fullnægja kröfum nágrannanna.Kynlíf stoppaði tennisleik Tennisköppum og áhorfendum brá heldur í brún í Sarasota í Flórída í fyrra þegar háværar stunur ómuðu yfir tennisvöll þar sem þeir Frances Tiafoe og Mitchell Krueger öttu kappi. Í fyrstu hélt lýsandi viðureignarinnar að einhver á áhorfendapöllunum hefði verið að horfa á klám í síma sínum, en í ljós kom að óhljóðin komu úr nærliggjandi íbúð. Tiafoe var að fara að gefa á Krueger þegar hljóðin heyrðust fyrst og stöðvaði hann leikinn um stund með bros á vör. Áhorfendur hlógu og leikurinn hélt áfram, bæði á vellinum og inni í svefnherberginu því skömmu síðar heyrðust hljóðin aftur. Kallaði Tiafoe þá: „Þetta getur ekki verið svona gott,“ við mikinn fögnuð áhorfenda. Birtist í Fréttablaðinu Kynlíf Tengdar fréttir Háværar samfarir trufluðu tennisleik Í fyrstu hélt lýsandi viðreignarinnar að einhver í áhorfendapöllunum hefði verið að horfa á klám í síma sínum. 22. apríl 2017 13:13 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Sjá meira
„Maðurinn var bara að stunda kynlíf,“ segir stjórnarmaður í íþróttafélagi hér á landi en stjórn félagsins boðaði leikmanninn á fund því ótrúlegur hávaði barst úr íbúð hans, yfirleitt seint að kveldi. Stunur og dynkir. Óttuðust stjórnarmenn jafnvel að leikmaðurinn hefði gerst sekur um heimilisofbeldi en það var einn stór misskilningur. Hávaðinn og lætin voru slík við iðju mannsins og konu að nágrönnum hans stóð ekki á sama. Létu þeir stjórnarmenn félagsins vita og báðu þá um að taka á málinu. Leikmaðurinn er vel metinn innan félagsins og kom þetta flatt upp stjórnarmennina. Þeir boðuðu leikmanninn á fund þar sem farið var yfir málin og kvartanir gagnvart honum. Leikmaðurinn kom af fjöllum þar sem ekkert ofbeldi hafi átt sér stað. Eftir örlitlar útskýringar kom hið sanna í ljós. Rúmið lamdist fast í vegginn, stunurnar voru háværar og úthaldið var slíkt hjá leikmanninum að nágrannarnir trúðu vart sínum eigin eyrum. „Ég var aðeins að stunda kynlíf,“ sagði leikmaðurinn á fundinum samkvæmt stjórnarmanninum og gátu stjórnarmenn lítið annað en brosað út í annað. Honum var því sleppt með áminningu gegn loforði um að festa rúmið og minnka stunurnar – til að fullnægja kröfum nágrannanna.Kynlíf stoppaði tennisleik Tennisköppum og áhorfendum brá heldur í brún í Sarasota í Flórída í fyrra þegar háværar stunur ómuðu yfir tennisvöll þar sem þeir Frances Tiafoe og Mitchell Krueger öttu kappi. Í fyrstu hélt lýsandi viðureignarinnar að einhver á áhorfendapöllunum hefði verið að horfa á klám í síma sínum, en í ljós kom að óhljóðin komu úr nærliggjandi íbúð. Tiafoe var að fara að gefa á Krueger þegar hljóðin heyrðust fyrst og stöðvaði hann leikinn um stund með bros á vör. Áhorfendur hlógu og leikurinn hélt áfram, bæði á vellinum og inni í svefnherberginu því skömmu síðar heyrðust hljóðin aftur. Kallaði Tiafoe þá: „Þetta getur ekki verið svona gott,“ við mikinn fögnuð áhorfenda.
Birtist í Fréttablaðinu Kynlíf Tengdar fréttir Háværar samfarir trufluðu tennisleik Í fyrstu hélt lýsandi viðreignarinnar að einhver í áhorfendapöllunum hefði verið að horfa á klám í síma sínum. 22. apríl 2017 13:13 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Sjá meira
Háværar samfarir trufluðu tennisleik Í fyrstu hélt lýsandi viðreignarinnar að einhver í áhorfendapöllunum hefði verið að horfa á klám í síma sínum. 22. apríl 2017 13:13