Í myndbandinu má sjá söngvara sveitarinnar, Tyler Joseph, hoppa í kringum varðeld og óhugnalega rauðhettu (jafnvel djáknann á Myrká?) ríða um á hvítum hesti.
Þó svo að myndbandið hafi aðeins verið í birtingu í tæplega sólarhring hefur það nú þegar fengið næstum 5 milljón áhorf. Sveitin á fjölmennan aðdáendahóp sem hefur tekið myndbandinu fagnandi.
Í umræðum um myndbandið á samfélagsmiðlinum Reddit eiga aðdáendurnir vart orð yfir fegurð Íslands. „Ég er svo kátur með að þeir hafi tekið upp myndbandið þarna. Ísland er eins og annar heimur. Ég mun fara þangað aftur eins fljótt og ég get,“ segir einn Íslandsvinurinn.
Myndbandið er fullt af alls konar myndmáli sem aðeins hörðustu aðdáendur Twenty One Pilots þekkja, en vefmiðillinn PopBuzz hefur tekið saman öll „duldu skilaboðin“ sem finna má í myndbandinu - sem sjá má hér að neðan.