Kommúnistar koma inn úr kuldanum Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2018 08:54 Forsætisráðherra Tékklands, Andrej Babiš, í þinginu í gær þegar tekist var á um vantrausttillöguna. Vísir/epa Tékkneskir kommúnistar eru komnir með nokkra putta á stjórnartaumana eftir að þeir vörðu ríkisstjórn landsins vantrausti í gær. Kommúnistar voru við völd í Tékkóslóvakíu í 41 ár, við gríðarlega misjafnar undirtektir. Blásið hefur um forsætisráðherra landsins, milljarðamæringinn Andrej Babiš, og hafa tékknesk stjórnmál raun verið í lamasessi undanfarna 9 mánuði. Erfitt hefur verið að mynda ríkisstjórn og hafa bráðabirgðastjórnir verið myndaðar til þess eins að sprengja þær aftur. Babiš, sem sór á dögunum embættiseið í annað sinn á örfáum mánuðum, hefur verið sakaður um að hafa nýtt 2 milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu til að byggja upp efnaverksmiðju í eigin nafni. Í ljós ásakananna báru stjórnarandstæðingar upp vantrauststillögu á tékkneska þinginu en, sem fyrr segir, ákváðu 15 þingmenn kommúnistaflokksins að verja stjórn Babiš falli. Það gerðu þeir í skiptum fyrir loforð um að kirkjujarðir yrðu aftur skattlagðar og að horft yrði til þeirra við úthlutun hinna ýmsu embætta. Það er þó ekki bara hið óvenjulega hjónaband milljarðamærings og kommúnista sem stendur í fólki. Tékkum er mörgum ferskt í minni hvernig kommúnistar stýrðu Tékkóslóvakíu með harðri hendi í rúmlega fjóra áratugi - eða allt fram til falls Sovétríkjanna árið 1989. Óttast því margir að sambærilegt stjórnarfar sé handan við hornið, í ljósi þess að kommúnistar virðast vera komnir inn úr kuldanum. Fjölmenn mótmæli fóru fram fyrir utan þinghúsið í Prag þar sem fundað var fram á nótt, ekki síst vegna stuðnings kommúnistana sem þó taka ekki formlega sæti í ríkisstjórn. Stjórnmálaskýrendur segja að það verði spennandi að fylgjast með því hvort stjórnarsamstarfið muni ganga upp en kommúnistar hafa oft gagnrýnt Babiš harðlega á síðustu mánuðum. Til að mynda urðu þeir æfir þegar tékknesk stjórnvöld ákváðu að senda þrjá rússneska erindreka aftur til Moskvu í kjölfar eiturefnaárarinnar í Salisbury fyrr á þessu ári. Þar að auki er Babiš einlægur stuðningsmaður Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins ásamt því að horfa til vesturs eftir innblæstri - en ekki til Kremlar eins og kommúnistar hafa gert svo áratugum skiptir. Tékkland Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Tékkneskir kommúnistar eru komnir með nokkra putta á stjórnartaumana eftir að þeir vörðu ríkisstjórn landsins vantrausti í gær. Kommúnistar voru við völd í Tékkóslóvakíu í 41 ár, við gríðarlega misjafnar undirtektir. Blásið hefur um forsætisráðherra landsins, milljarðamæringinn Andrej Babiš, og hafa tékknesk stjórnmál raun verið í lamasessi undanfarna 9 mánuði. Erfitt hefur verið að mynda ríkisstjórn og hafa bráðabirgðastjórnir verið myndaðar til þess eins að sprengja þær aftur. Babiš, sem sór á dögunum embættiseið í annað sinn á örfáum mánuðum, hefur verið sakaður um að hafa nýtt 2 milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu til að byggja upp efnaverksmiðju í eigin nafni. Í ljós ásakananna báru stjórnarandstæðingar upp vantrauststillögu á tékkneska þinginu en, sem fyrr segir, ákváðu 15 þingmenn kommúnistaflokksins að verja stjórn Babiš falli. Það gerðu þeir í skiptum fyrir loforð um að kirkjujarðir yrðu aftur skattlagðar og að horft yrði til þeirra við úthlutun hinna ýmsu embætta. Það er þó ekki bara hið óvenjulega hjónaband milljarðamærings og kommúnista sem stendur í fólki. Tékkum er mörgum ferskt í minni hvernig kommúnistar stýrðu Tékkóslóvakíu með harðri hendi í rúmlega fjóra áratugi - eða allt fram til falls Sovétríkjanna árið 1989. Óttast því margir að sambærilegt stjórnarfar sé handan við hornið, í ljósi þess að kommúnistar virðast vera komnir inn úr kuldanum. Fjölmenn mótmæli fóru fram fyrir utan þinghúsið í Prag þar sem fundað var fram á nótt, ekki síst vegna stuðnings kommúnistana sem þó taka ekki formlega sæti í ríkisstjórn. Stjórnmálaskýrendur segja að það verði spennandi að fylgjast með því hvort stjórnarsamstarfið muni ganga upp en kommúnistar hafa oft gagnrýnt Babiš harðlega á síðustu mánuðum. Til að mynda urðu þeir æfir þegar tékknesk stjórnvöld ákváðu að senda þrjá rússneska erindreka aftur til Moskvu í kjölfar eiturefnaárarinnar í Salisbury fyrr á þessu ári. Þar að auki er Babiš einlægur stuðningsmaður Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins ásamt því að horfa til vesturs eftir innblæstri - en ekki til Kremlar eins og kommúnistar hafa gert svo áratugum skiptir.
Tékkland Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira