„Pirrar mig mest hvernig Englendingar töpuðu leiknum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2018 13:00 Sumarmessan á Stöð 2 Sport hófst skömmu eftir að framlengingunni lauk í undanúrslitaleik Englands og Króatíu í gærkvöldi og það leyndi sér ekki með hvoru liðinu þeir Hjörvar Hafliðason og Jóhannes Karl Guðjónsson héldu. Benedikt Valsson, umsjónarmaður Sumarmessunnar, spurði þá félaga út í fyrstu viðbrögð við úrslitunum en Króatía vann 2-1 endurkomusigur þar sem sigurmarkið kom þegar ellefu mínútur voru eftir framlengingunni. „Mikið svekkelski því mig dreymdi um að sjá England komast alla leið í úrslitaleikinn. Ég var það vitlaus að ég var farinn að trúa því líka að þeir væru að fara með fótboltann heim til Englands aftur. Ég er svekktur og pirraður yfir því að Króatar séu komnir í þennan úrslitaleik,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson. „Ég er mjög ósáttur en við verðum samt að hrósa Króötunum. Þetta eru geggjaðir karakterar. Þeir lenda undir í sextán liða, átta liða og undanúrslitunum því þeir skora aldrei fyrsta markið í þessum viðureignum. Koma sér samt alltaf áfram. Það eru stórir karakterar í þessu króatíska landsliði,“ sagði Hjörvar Hafliðason „Ég hélt að þeir væru búnir á því fyrir leikinn í kvöld. Það er ómannlegt ef þeir hafa fulla orku og geta tekið 120 mínútur á móti Frökkunum,“ sagði Hjörvar. Næstu mótherjar króata eru einmitt Frakkar í úrslitaleiknum á sunnudaginn. „Ég myndi halda að Frakkar væru með bestu íþróttamennina á HM. Hreinn styrkur, hraði og kraftur,“ sagði Hjörvar. „Það sem pirrar mig mest er hvernig Englendingar töpuðu leiknum. Króatar voru nokkuð góðir og höfðu yfirburði í seinni hálfleiknum. Í sambandi við þessi mörk sem Englendingar eru að fá á sig þá er það ófyrirgefanlegt að mínu mati. Það pirrar mig virkilega að Englendingar skuli ná forystunni í svona mikilvægum leik en ná ekki að klára það,“ sagði Jóhannes Karl og bætti við: „Mig langar að segja að það væri gaman að sjá þá í þessum úrslitaleik en ég hlakka ekkert til að sjá þá í þessum úrslitaleik,“ sagði Jóhannes Karl. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira
Sumarmessan á Stöð 2 Sport hófst skömmu eftir að framlengingunni lauk í undanúrslitaleik Englands og Króatíu í gærkvöldi og það leyndi sér ekki með hvoru liðinu þeir Hjörvar Hafliðason og Jóhannes Karl Guðjónsson héldu. Benedikt Valsson, umsjónarmaður Sumarmessunnar, spurði þá félaga út í fyrstu viðbrögð við úrslitunum en Króatía vann 2-1 endurkomusigur þar sem sigurmarkið kom þegar ellefu mínútur voru eftir framlengingunni. „Mikið svekkelski því mig dreymdi um að sjá England komast alla leið í úrslitaleikinn. Ég var það vitlaus að ég var farinn að trúa því líka að þeir væru að fara með fótboltann heim til Englands aftur. Ég er svekktur og pirraður yfir því að Króatar séu komnir í þennan úrslitaleik,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson. „Ég er mjög ósáttur en við verðum samt að hrósa Króötunum. Þetta eru geggjaðir karakterar. Þeir lenda undir í sextán liða, átta liða og undanúrslitunum því þeir skora aldrei fyrsta markið í þessum viðureignum. Koma sér samt alltaf áfram. Það eru stórir karakterar í þessu króatíska landsliði,“ sagði Hjörvar Hafliðason „Ég hélt að þeir væru búnir á því fyrir leikinn í kvöld. Það er ómannlegt ef þeir hafa fulla orku og geta tekið 120 mínútur á móti Frökkunum,“ sagði Hjörvar. Næstu mótherjar króata eru einmitt Frakkar í úrslitaleiknum á sunnudaginn. „Ég myndi halda að Frakkar væru með bestu íþróttamennina á HM. Hreinn styrkur, hraði og kraftur,“ sagði Hjörvar. „Það sem pirrar mig mest er hvernig Englendingar töpuðu leiknum. Króatar voru nokkuð góðir og höfðu yfirburði í seinni hálfleiknum. Í sambandi við þessi mörk sem Englendingar eru að fá á sig þá er það ófyrirgefanlegt að mínu mati. Það pirrar mig virkilega að Englendingar skuli ná forystunni í svona mikilvægum leik en ná ekki að klára það,“ sagði Jóhannes Karl og bætti við: „Mig langar að segja að það væri gaman að sjá þá í þessum úrslitaleik en ég hlakka ekkert til að sjá þá í þessum úrslitaleik,“ sagði Jóhannes Karl. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira