„Pirrar mig mest hvernig Englendingar töpuðu leiknum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2018 13:00 Sumarmessan á Stöð 2 Sport hófst skömmu eftir að framlengingunni lauk í undanúrslitaleik Englands og Króatíu í gærkvöldi og það leyndi sér ekki með hvoru liðinu þeir Hjörvar Hafliðason og Jóhannes Karl Guðjónsson héldu. Benedikt Valsson, umsjónarmaður Sumarmessunnar, spurði þá félaga út í fyrstu viðbrögð við úrslitunum en Króatía vann 2-1 endurkomusigur þar sem sigurmarkið kom þegar ellefu mínútur voru eftir framlengingunni. „Mikið svekkelski því mig dreymdi um að sjá England komast alla leið í úrslitaleikinn. Ég var það vitlaus að ég var farinn að trúa því líka að þeir væru að fara með fótboltann heim til Englands aftur. Ég er svekktur og pirraður yfir því að Króatar séu komnir í þennan úrslitaleik,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson. „Ég er mjög ósáttur en við verðum samt að hrósa Króötunum. Þetta eru geggjaðir karakterar. Þeir lenda undir í sextán liða, átta liða og undanúrslitunum því þeir skora aldrei fyrsta markið í þessum viðureignum. Koma sér samt alltaf áfram. Það eru stórir karakterar í þessu króatíska landsliði,“ sagði Hjörvar Hafliðason „Ég hélt að þeir væru búnir á því fyrir leikinn í kvöld. Það er ómannlegt ef þeir hafa fulla orku og geta tekið 120 mínútur á móti Frökkunum,“ sagði Hjörvar. Næstu mótherjar króata eru einmitt Frakkar í úrslitaleiknum á sunnudaginn. „Ég myndi halda að Frakkar væru með bestu íþróttamennina á HM. Hreinn styrkur, hraði og kraftur,“ sagði Hjörvar. „Það sem pirrar mig mest er hvernig Englendingar töpuðu leiknum. Króatar voru nokkuð góðir og höfðu yfirburði í seinni hálfleiknum. Í sambandi við þessi mörk sem Englendingar eru að fá á sig þá er það ófyrirgefanlegt að mínu mati. Það pirrar mig virkilega að Englendingar skuli ná forystunni í svona mikilvægum leik en ná ekki að klára það,“ sagði Jóhannes Karl og bætti við: „Mig langar að segja að það væri gaman að sjá þá í þessum úrslitaleik en ég hlakka ekkert til að sjá þá í þessum úrslitaleik,“ sagði Jóhannes Karl. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Sjá meira
Sumarmessan á Stöð 2 Sport hófst skömmu eftir að framlengingunni lauk í undanúrslitaleik Englands og Króatíu í gærkvöldi og það leyndi sér ekki með hvoru liðinu þeir Hjörvar Hafliðason og Jóhannes Karl Guðjónsson héldu. Benedikt Valsson, umsjónarmaður Sumarmessunnar, spurði þá félaga út í fyrstu viðbrögð við úrslitunum en Króatía vann 2-1 endurkomusigur þar sem sigurmarkið kom þegar ellefu mínútur voru eftir framlengingunni. „Mikið svekkelski því mig dreymdi um að sjá England komast alla leið í úrslitaleikinn. Ég var það vitlaus að ég var farinn að trúa því líka að þeir væru að fara með fótboltann heim til Englands aftur. Ég er svekktur og pirraður yfir því að Króatar séu komnir í þennan úrslitaleik,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson. „Ég er mjög ósáttur en við verðum samt að hrósa Króötunum. Þetta eru geggjaðir karakterar. Þeir lenda undir í sextán liða, átta liða og undanúrslitunum því þeir skora aldrei fyrsta markið í þessum viðureignum. Koma sér samt alltaf áfram. Það eru stórir karakterar í þessu króatíska landsliði,“ sagði Hjörvar Hafliðason „Ég hélt að þeir væru búnir á því fyrir leikinn í kvöld. Það er ómannlegt ef þeir hafa fulla orku og geta tekið 120 mínútur á móti Frökkunum,“ sagði Hjörvar. Næstu mótherjar króata eru einmitt Frakkar í úrslitaleiknum á sunnudaginn. „Ég myndi halda að Frakkar væru með bestu íþróttamennina á HM. Hreinn styrkur, hraði og kraftur,“ sagði Hjörvar. „Það sem pirrar mig mest er hvernig Englendingar töpuðu leiknum. Króatar voru nokkuð góðir og höfðu yfirburði í seinni hálfleiknum. Í sambandi við þessi mörk sem Englendingar eru að fá á sig þá er það ófyrirgefanlegt að mínu mati. Það pirrar mig virkilega að Englendingar skuli ná forystunni í svona mikilvægum leik en ná ekki að klára það,“ sagði Jóhannes Karl og bætti við: „Mig langar að segja að það væri gaman að sjá þá í þessum úrslitaleik en ég hlakka ekkert til að sjá þá í þessum úrslitaleik,“ sagði Jóhannes Karl. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Sjá meira