Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 12. júlí 2018 15:00 Laxveiðin það sem af er sumri er afskaplega góð. Hér er mynd af laxi eftir löndun úr Norðurá. Mynd: Norðurá lodge FB Vikulegar tölur frá Landssambandi Veiðifélaga úr laxveiðiánum kom í gærkvöldi og það er ekki annað að sjá en að það sé mjög góður gangur í veiðinni. Þverá og Kjarrá eru aflahæstar með 1186 laxa en þar er rífandi veiði og veiðimenn sem koma úr ánni tala um að hafa ekki séð jafn stórar göngur síðan 2015. Það er alveg ljóst að áin fer yfir 2.000 laxa og bara nokkuð líklegt að þriðja þúsundið sé markmið. Norðurlandið virðist ekki alveg vera komið inn ennþá ef undanskilin er Miðfjarðará en þar hafa veiðst 515 laxar en hennar besti tími er framundan og þá eru mörg bestu hollinn að skila 150-200 löxum á land. Leigutakar í ánum á vesturlandi og þá sérstaklega í Borgarfirðinum bera sig vel enda eru kraftmiklar göngur í árnar og stórstreymt á sunnudaginn. Spútnikk veiðisvæðið er þó sem fyrr Urriðafoss í Þjórsá en þar hafa veiðst 718 laxar á aðeins fjórar stangir og það er ólíklegt að betri veiði á stöng verði á landinu í sumar. Topp fimm aflahæstu árnar eru sem segir: 1. Þverá og Kjarrá 1.186 laxar 2. Norðurá 834 laxar 3. Urriðafoss 718 laxar 4. Miðfjarðará 515 laxar 5. Haffjarðará 487 laxar Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Mest lesið Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Frábært í Elliðánum en veiðiþjófar stálust í Fossinn Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Veiðin í Jöklu mun betri en í fyrra Veiði
Vikulegar tölur frá Landssambandi Veiðifélaga úr laxveiðiánum kom í gærkvöldi og það er ekki annað að sjá en að það sé mjög góður gangur í veiðinni. Þverá og Kjarrá eru aflahæstar með 1186 laxa en þar er rífandi veiði og veiðimenn sem koma úr ánni tala um að hafa ekki séð jafn stórar göngur síðan 2015. Það er alveg ljóst að áin fer yfir 2.000 laxa og bara nokkuð líklegt að þriðja þúsundið sé markmið. Norðurlandið virðist ekki alveg vera komið inn ennþá ef undanskilin er Miðfjarðará en þar hafa veiðst 515 laxar en hennar besti tími er framundan og þá eru mörg bestu hollinn að skila 150-200 löxum á land. Leigutakar í ánum á vesturlandi og þá sérstaklega í Borgarfirðinum bera sig vel enda eru kraftmiklar göngur í árnar og stórstreymt á sunnudaginn. Spútnikk veiðisvæðið er þó sem fyrr Urriðafoss í Þjórsá en þar hafa veiðst 718 laxar á aðeins fjórar stangir og það er ólíklegt að betri veiði á stöng verði á landinu í sumar. Topp fimm aflahæstu árnar eru sem segir: 1. Þverá og Kjarrá 1.186 laxar 2. Norðurá 834 laxar 3. Urriðafoss 718 laxar 4. Miðfjarðará 515 laxar 5. Haffjarðará 487 laxar Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Mest lesið Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Frábært í Elliðánum en veiðiþjófar stálust í Fossinn Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Veiðin í Jöklu mun betri en í fyrra Veiði