Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KA 1-2 | Norðanmenn unnu eftir dramatík suður með sjó Smári Jökull Jónsson á Grindavíkurvelli skrifar 12. júlí 2018 21:00 vísir/bára KA vann sætan sigur á Grindavík í 10.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Sigurmarkið kom á 90.mínútu leiksins en leikurinn var fjörugur og umdeild atvik á báða bóga. Það var nóg um að vera í fyrri hálfleik og áður en Alexander Veigar Þórarinsson skoraði á 7.mínútu voru KA menn búnir að skapa í tvígang hættu við mark heimamanna. Gestirnir voru sterkari aðilinn og fengu töluvert af færum en heimamenn voru hættulegir sömuleiðis og fengu sín færi. Á 31.mínútu jafnaði Ásgeir Sigurgeirsson síðan metin með skallamarki og staðan í hálfleik var 1-1. Strax í upphafi síðari hálfleiks skoraði síðan Elfar Árni Aðalsteinsson fyrir KA eftir hræðileg mistök Kristijan Jajalo í marki heimamanna. Þegar heimamenn voru að hefja leik á ný á miðjunni dæmdi hins vegar Helgi Mikael Jónsson skyndilega rangstöðu eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðardómara sinn. Leikmenn vissu varla hvað var í gangi en rúm mínúta leið frá því markið var skorað þar til Helgi Mikael dæmdi. KA hafði yfirhöndina í seinni hálfleik en sköpuðu sér ekki eins mörg færi og í fyrri hálfleik. Á 72.mínútu fékk Marinó Axel Helgason síðan sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Milan Joksimovic. Það var harður dómur því Marinó Axel fór í boltann fyrst og verðskuldaði ekki spjaldið. KA pressaði vel í lokin og það skilaði árangri í uppbótartíma. Ýmir Már Geirsson skoraði þá með góðu skoti eftir frábæran undirbúning Elfars Árna. KA-menn fögnuðu ógurlega enda fyrsti útisigur þeirra í sumar staðreynd en Grindvíkingar sátu eftir með sárt ennið.Af hverju vann KA?Þeir sköpuðu sér nóg af færum til að vinna sem þeir fóru ekki nóg vel með. Rauða spjaldið sem Grindavík fékk hjálpaði Norðanmönnum vissulega en sigurmarkið í lokin var nokkuð verðskuldað. KA-liðið virkaði nokkuð heilsteypt í dag og það er mikilvægt fyrir þá að Guðmann Þórisson sé mættur aftur í vörnina. Það verður þó að teljast líklegt að þeir bæti við sig sóknarmanni í félagaskiptaglugganum því færanýtingin í dag var ekki nógu góð.Þessir stóðu upp úr:Hallgrímur Mar Steingrímsson og Daníel Hafsteinsson áttu fínan leik í liði KA og Guðmann var fínn í vörninni. Ásgeir skilaði sínu og skoraði gott mark. Hjá Grindavík var markaskorarinn Alexander Veigar öflugur og er að finna sitt gamla form á ný. Aron Jóhannsson var ágætur en Grindavík vantar tilfinnanlega markaskorara í sitt lið en til dæmis lék miðjumaðurinn Rene Joensen í fremstu víglínu í dag.Hvað gekk illa?Eins og áður segir gekk KA illa að nýta þau færi sem þeir fengu. Þeir þurfa einnig að fá meira út úr lykilmanninum Steinþóri Frey Þorsteinssyni sem átti ekki sérstakan leik í dag. En það verður að minnast á Helga Mikael dómara og Gylfa Tryggvason aðstoðardómara og óskiljanlega ákvörðun þeirra að dæma mark Elfars Árna af. Eftir því sem ég hef séð þá var þetta einfaldlega röng ákvörðun og KA-menn hefðu haft ríka ástæðu til að kvarta hefðu þeir ekki náð inn sigurmarkinu í lokin.Hvað gerist næst?KA á næst heimaleik gegn Fylki og geta þá náð í sinn þriðja sigurleik í röð. Liðið lítur betur og betur út með hverri umferðinni sem líður og fara að gera harða atlögðu að Evrópusæti með þessu áframhaldi. Grindavík fær nágranna sína í Keflavík í heimsókn í næstu umferð og fá þá kærkomið tækifæri til að rétta hlut sinn eftir dapurt gengi undanfarið, en þeir hafa tapað þremur leikjum í röð í Pepsi-deildinni með markatölunni 7-2. Óli Stefán: Fyrir mér fór hann beint í boltannÓli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur var svekktur eftir tapið gegn KA í dag.Vísir/Andri Marínó„Þetta er afskaplega súrt og sem betur fer gerum við mjög lítið af þessu, ég held að þetta hafi gerst síðast þegar við vorum í Inkasso-deildinni. Þetta er vond tilfinning og strákarnir lögðu ofboðslega mikið í þetta og sérstaklega þegar við vorum orðnir einum færri,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir tap gegn KA á heimavelli í Pepsi-deildinni í kvöld en sigurmark gestanna kom á 90.mínútu leiksins. KA var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik þar sem bæði lið sköpuðu sér færi en gestirnir ívið fleiri. „KA spilaði mjög vel í dag og við áttum í fullu tré við þá. Þetta var jafn leikur, skemmtilegur, opinn og vel tekist á eins og alltaf á milli þessara liða. Það eru oft litlu hlutirnir sem skera úr um sigurvegara í þessum leikjum,“ sagði Óli Stefán og ræddi svo rauða spjaldið sem Grindvíkingar fengu í seinni hálfleik. „Þetta svíður svolítið, ég á eftir að skoða betur með rauða spjaldið sem Marinó fær. Fyrir mér fór hann beinustu leið fyrst í boltann. Þetta er annar leikurinn í röð sem við fáum á okkur vafasamt rautt spjald og við megum ekkert við því. Þetta telur og er dýrt. Þegar í enda leiks er komið þá kom þetta illa við okkur.“ Tufa: Verðum með fimm sjónvörp klár á AkureyrarvelliSrdjan Tufegdzic, þjálfari KA.visir/stefán„Ég er mjög ánægður. Að koma hérna á útivöll á móti liði sem ég virði mikið og Óla Stefán vin minn, taka þrjú stig og sýna svona frammistöðu þá verð ég að vera mjög ánægður með mína stráka,“ sagði Srdjan Tufegdzic eftir sætan sigur hans manna í KA gegn Grindvíkingum í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti á útivelli hjá KA í sumar og Tufa sagði það sérstaklega sætt. „Þegar þú ert að spila á útivelli þarftu að leggja meira á þig og sýna meiri ástríðu en við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Mínir strákar svöruðu þessu í dag og ég er mjög stoltur af þeim.“ „Við erum manni fleiri og mér fannst við vera með yfirhöndina í seinni hálfleik og ég var að bíða eftir sigurmarkinu. Stundum kemur það í lokin og við erum ekkert að kvarta yfir því,“ en sigurmark KA kom á 90.mínútu og var það varamaðurinn Ýmir Már Geirsson sem skoraði það. Í upphafi síðari hálfleiks fór af stað sérstök atburðarás. KA skoraði mark sem dómarar leiksins dæmdu svo af töluvert síðar þegar Grindvíkingar voru að búa sig undir að hefja leik á miðju. Hvað fannst Tufa um það atvik? „Ég held að ég geti ekki útskýrt það. Það eina sem ég veit er að við ætlum að kaupa fimm sjónvörp og hafa þau klár á Akureyrarvelli í næsta leik. Ég fagnaði svo mikið að ég tók ekki eftir að markið var dæmt af. Ég spurði Pétur (Guðmundsson, fjórði dómari leiksins) hvað væri í gangi og hann sagði að þeir hefðu rætt saman en ég hef aldrei upplifað svona lagað á ævinni.“ Félagaskiptaglugginn opnar á næstu dögum og það mátti heyra á Tufa að það væri allt eins líklegt að KA-menn myndu bæta við hópinn. „Við ætlum að sjá til. Það voru áætlanir fyrir mót að bæta við leikmanni en það gerðist ekki. Ég er með góðan hóp, við höfum verið í basli vegna meiðsla og leikbanna. Þeir menn eru að koma til baka og í dag var það bara Hallgrímur Jónasson sem var ekki með. Ef við höldum áfram svona er ég mjög bjartsýnn á framhaldið.“ Gunnar: Klikkum á grunnatriðumGunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur.vísir/daníelGunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur, var vitaskuld svekktur eftir að hans menn lutu í gras gegn KA á heimavelli í dag. Sigurmark KA kom á 90.mínútu leiksins. „Ég er rosalega vonsvikinn. Við getum sjálfum okkur um kennt og við klikkum á grunnatriðum. Við fáum á okkur mark úr föstu leikatriði sem við höfum ekki gert í sumar. Það er einn helsti styrkleiki KA og það var farið mjög vel yfir það fyrir leikinn og því eru það mikil vonbrigði á fá á sig þannig mark. Við fáum líka færi til að klára leikinn þannig að ég er rosalega svekktur.“ Grindvíkingar léku einum færri frá 72.mínútu þegar Marinó Axel Helgason fékk sitt annað gula spjald fyrir brot. Gunnari fannst það vafasamur dómur. „Hann fer vissulega af krafti inn í tæklinguna en hann tekur boltann og mér fannst þetta harður dómur þar sem ég stóð á vellinum. Ég ætla ekki að koma með neina sleggjudóma því ég þarf að sjá þetta aftur.“ Grindvíkingar voru að tapa sínum þriðja leik í röð og eru að fjarlægjast toppliðin með hverri umferðinni sem líður. „Við erum að klikka á grunnatriðum. Við erum að fylgja leikáætlun en það eru einstaklingsmistök sem eru að drepa okkur. Menn eru auðvitað orðnir þreyttir undir lokin en þá er mikilvægt að menn haldi einbeitingu og mér finnst það vera að klikka. Leiðin út úr því er aðeins að núllstilla okkur og vinna svo þaðan,“ sagði Gunnar að lokum. Hallgrímur Mar: Hlýtur að gefa okkur byr undir báða vængiHallgrímur Mar Steingrímsson.vísir/bára„Þetta var ógeðslega sætt. Ég er svo feginn að ég get varla lýst því. Líka eftir að markið var tekið af okkur sem ég veit ekki af hverju var og loksins féll þetta með okkur í sumar,“ sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson leikmaður KA eftir sigurinn í Grindavík í kvöld. Leikur KA-liðsins hefur verið á uppleið undanfarið og þetta var annar sigurleikur liðsins í röð. „Það voru tveir leikir á undan þessum þar sem við sýndum mjög góða liðsframmistöðu. Á móti Blikum vorum við einum færri og fannst við eiga meira skilið og sérstaklega fram að rauða spjaldinu. Sigur í síðasta leik og svo í dag og það hlýtur að gefa okkur byr undir báða vængi,“ bætti Hallgrímur við en KA fór upp í 6.sætið með sigrinum. Pepsi Max-deild karla
KA vann sætan sigur á Grindavík í 10.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Sigurmarkið kom á 90.mínútu leiksins en leikurinn var fjörugur og umdeild atvik á báða bóga. Það var nóg um að vera í fyrri hálfleik og áður en Alexander Veigar Þórarinsson skoraði á 7.mínútu voru KA menn búnir að skapa í tvígang hættu við mark heimamanna. Gestirnir voru sterkari aðilinn og fengu töluvert af færum en heimamenn voru hættulegir sömuleiðis og fengu sín færi. Á 31.mínútu jafnaði Ásgeir Sigurgeirsson síðan metin með skallamarki og staðan í hálfleik var 1-1. Strax í upphafi síðari hálfleiks skoraði síðan Elfar Árni Aðalsteinsson fyrir KA eftir hræðileg mistök Kristijan Jajalo í marki heimamanna. Þegar heimamenn voru að hefja leik á ný á miðjunni dæmdi hins vegar Helgi Mikael Jónsson skyndilega rangstöðu eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðardómara sinn. Leikmenn vissu varla hvað var í gangi en rúm mínúta leið frá því markið var skorað þar til Helgi Mikael dæmdi. KA hafði yfirhöndina í seinni hálfleik en sköpuðu sér ekki eins mörg færi og í fyrri hálfleik. Á 72.mínútu fékk Marinó Axel Helgason síðan sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Milan Joksimovic. Það var harður dómur því Marinó Axel fór í boltann fyrst og verðskuldaði ekki spjaldið. KA pressaði vel í lokin og það skilaði árangri í uppbótartíma. Ýmir Már Geirsson skoraði þá með góðu skoti eftir frábæran undirbúning Elfars Árna. KA-menn fögnuðu ógurlega enda fyrsti útisigur þeirra í sumar staðreynd en Grindvíkingar sátu eftir með sárt ennið.Af hverju vann KA?Þeir sköpuðu sér nóg af færum til að vinna sem þeir fóru ekki nóg vel með. Rauða spjaldið sem Grindavík fékk hjálpaði Norðanmönnum vissulega en sigurmarkið í lokin var nokkuð verðskuldað. KA-liðið virkaði nokkuð heilsteypt í dag og það er mikilvægt fyrir þá að Guðmann Þórisson sé mættur aftur í vörnina. Það verður þó að teljast líklegt að þeir bæti við sig sóknarmanni í félagaskiptaglugganum því færanýtingin í dag var ekki nógu góð.Þessir stóðu upp úr:Hallgrímur Mar Steingrímsson og Daníel Hafsteinsson áttu fínan leik í liði KA og Guðmann var fínn í vörninni. Ásgeir skilaði sínu og skoraði gott mark. Hjá Grindavík var markaskorarinn Alexander Veigar öflugur og er að finna sitt gamla form á ný. Aron Jóhannsson var ágætur en Grindavík vantar tilfinnanlega markaskorara í sitt lið en til dæmis lék miðjumaðurinn Rene Joensen í fremstu víglínu í dag.Hvað gekk illa?Eins og áður segir gekk KA illa að nýta þau færi sem þeir fengu. Þeir þurfa einnig að fá meira út úr lykilmanninum Steinþóri Frey Þorsteinssyni sem átti ekki sérstakan leik í dag. En það verður að minnast á Helga Mikael dómara og Gylfa Tryggvason aðstoðardómara og óskiljanlega ákvörðun þeirra að dæma mark Elfars Árna af. Eftir því sem ég hef séð þá var þetta einfaldlega röng ákvörðun og KA-menn hefðu haft ríka ástæðu til að kvarta hefðu þeir ekki náð inn sigurmarkinu í lokin.Hvað gerist næst?KA á næst heimaleik gegn Fylki og geta þá náð í sinn þriðja sigurleik í röð. Liðið lítur betur og betur út með hverri umferðinni sem líður og fara að gera harða atlögðu að Evrópusæti með þessu áframhaldi. Grindavík fær nágranna sína í Keflavík í heimsókn í næstu umferð og fá þá kærkomið tækifæri til að rétta hlut sinn eftir dapurt gengi undanfarið, en þeir hafa tapað þremur leikjum í röð í Pepsi-deildinni með markatölunni 7-2. Óli Stefán: Fyrir mér fór hann beint í boltannÓli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur var svekktur eftir tapið gegn KA í dag.Vísir/Andri Marínó„Þetta er afskaplega súrt og sem betur fer gerum við mjög lítið af þessu, ég held að þetta hafi gerst síðast þegar við vorum í Inkasso-deildinni. Þetta er vond tilfinning og strákarnir lögðu ofboðslega mikið í þetta og sérstaklega þegar við vorum orðnir einum færri,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir tap gegn KA á heimavelli í Pepsi-deildinni í kvöld en sigurmark gestanna kom á 90.mínútu leiksins. KA var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik þar sem bæði lið sköpuðu sér færi en gestirnir ívið fleiri. „KA spilaði mjög vel í dag og við áttum í fullu tré við þá. Þetta var jafn leikur, skemmtilegur, opinn og vel tekist á eins og alltaf á milli þessara liða. Það eru oft litlu hlutirnir sem skera úr um sigurvegara í þessum leikjum,“ sagði Óli Stefán og ræddi svo rauða spjaldið sem Grindvíkingar fengu í seinni hálfleik. „Þetta svíður svolítið, ég á eftir að skoða betur með rauða spjaldið sem Marinó fær. Fyrir mér fór hann beinustu leið fyrst í boltann. Þetta er annar leikurinn í röð sem við fáum á okkur vafasamt rautt spjald og við megum ekkert við því. Þetta telur og er dýrt. Þegar í enda leiks er komið þá kom þetta illa við okkur.“ Tufa: Verðum með fimm sjónvörp klár á AkureyrarvelliSrdjan Tufegdzic, þjálfari KA.visir/stefán„Ég er mjög ánægður. Að koma hérna á útivöll á móti liði sem ég virði mikið og Óla Stefán vin minn, taka þrjú stig og sýna svona frammistöðu þá verð ég að vera mjög ánægður með mína stráka,“ sagði Srdjan Tufegdzic eftir sætan sigur hans manna í KA gegn Grindvíkingum í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti á útivelli hjá KA í sumar og Tufa sagði það sérstaklega sætt. „Þegar þú ert að spila á útivelli þarftu að leggja meira á þig og sýna meiri ástríðu en við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Mínir strákar svöruðu þessu í dag og ég er mjög stoltur af þeim.“ „Við erum manni fleiri og mér fannst við vera með yfirhöndina í seinni hálfleik og ég var að bíða eftir sigurmarkinu. Stundum kemur það í lokin og við erum ekkert að kvarta yfir því,“ en sigurmark KA kom á 90.mínútu og var það varamaðurinn Ýmir Már Geirsson sem skoraði það. Í upphafi síðari hálfleiks fór af stað sérstök atburðarás. KA skoraði mark sem dómarar leiksins dæmdu svo af töluvert síðar þegar Grindvíkingar voru að búa sig undir að hefja leik á miðju. Hvað fannst Tufa um það atvik? „Ég held að ég geti ekki útskýrt það. Það eina sem ég veit er að við ætlum að kaupa fimm sjónvörp og hafa þau klár á Akureyrarvelli í næsta leik. Ég fagnaði svo mikið að ég tók ekki eftir að markið var dæmt af. Ég spurði Pétur (Guðmundsson, fjórði dómari leiksins) hvað væri í gangi og hann sagði að þeir hefðu rætt saman en ég hef aldrei upplifað svona lagað á ævinni.“ Félagaskiptaglugginn opnar á næstu dögum og það mátti heyra á Tufa að það væri allt eins líklegt að KA-menn myndu bæta við hópinn. „Við ætlum að sjá til. Það voru áætlanir fyrir mót að bæta við leikmanni en það gerðist ekki. Ég er með góðan hóp, við höfum verið í basli vegna meiðsla og leikbanna. Þeir menn eru að koma til baka og í dag var það bara Hallgrímur Jónasson sem var ekki með. Ef við höldum áfram svona er ég mjög bjartsýnn á framhaldið.“ Gunnar: Klikkum á grunnatriðumGunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur.vísir/daníelGunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur, var vitaskuld svekktur eftir að hans menn lutu í gras gegn KA á heimavelli í dag. Sigurmark KA kom á 90.mínútu leiksins. „Ég er rosalega vonsvikinn. Við getum sjálfum okkur um kennt og við klikkum á grunnatriðum. Við fáum á okkur mark úr föstu leikatriði sem við höfum ekki gert í sumar. Það er einn helsti styrkleiki KA og það var farið mjög vel yfir það fyrir leikinn og því eru það mikil vonbrigði á fá á sig þannig mark. Við fáum líka færi til að klára leikinn þannig að ég er rosalega svekktur.“ Grindvíkingar léku einum færri frá 72.mínútu þegar Marinó Axel Helgason fékk sitt annað gula spjald fyrir brot. Gunnari fannst það vafasamur dómur. „Hann fer vissulega af krafti inn í tæklinguna en hann tekur boltann og mér fannst þetta harður dómur þar sem ég stóð á vellinum. Ég ætla ekki að koma með neina sleggjudóma því ég þarf að sjá þetta aftur.“ Grindvíkingar voru að tapa sínum þriðja leik í röð og eru að fjarlægjast toppliðin með hverri umferðinni sem líður. „Við erum að klikka á grunnatriðum. Við erum að fylgja leikáætlun en það eru einstaklingsmistök sem eru að drepa okkur. Menn eru auðvitað orðnir þreyttir undir lokin en þá er mikilvægt að menn haldi einbeitingu og mér finnst það vera að klikka. Leiðin út úr því er aðeins að núllstilla okkur og vinna svo þaðan,“ sagði Gunnar að lokum. Hallgrímur Mar: Hlýtur að gefa okkur byr undir báða vængiHallgrímur Mar Steingrímsson.vísir/bára„Þetta var ógeðslega sætt. Ég er svo feginn að ég get varla lýst því. Líka eftir að markið var tekið af okkur sem ég veit ekki af hverju var og loksins féll þetta með okkur í sumar,“ sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson leikmaður KA eftir sigurinn í Grindavík í kvöld. Leikur KA-liðsins hefur verið á uppleið undanfarið og þetta var annar sigurleikur liðsins í röð. „Það voru tveir leikir á undan þessum þar sem við sýndum mjög góða liðsframmistöðu. Á móti Blikum vorum við einum færri og fannst við eiga meira skilið og sérstaklega fram að rauða spjaldinu. Sigur í síðasta leik og svo í dag og það hlýtur að gefa okkur byr undir báða vængi,“ bætti Hallgrímur við en KA fór upp í 6.sætið með sigrinum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti