Zinedine Zidane með risatilboð í höndunum: 25 milljarðar fyrir fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2018 10:30 Zinedine Zidane og Luka Modric með bikarinn með stóru eyrun. Real Madrid vann Meistaradeildina öll ár Zidane með liðið. Vísir/Getty Zinedine Zidane hætti óvænt með spænska liðið Real Madrid í vor en þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því að fá ekki nýtt starf í fótboltanum. Katar heldur næstu heimsmeistarakeppni í fóboltanum árið 2022 og þar á bæ eru menn ekki aðeins að byggja nýja leikvanga og bæta aðstöðu fyrir keppendur og áhorfendur. Stefnan hefur einnig verið sett á það að mæta til leiks með frambærilegt fótboltalið. Þýska blaðið Bild hefur heimildir fyrir því að knattspyrnusamband Katar hafi boðið Zinedine Zidane risasamning fyrir að gerast þjálfari landsliðs Katar. Samkvæmt fréttinni hjá Bild þá á Zinedine Zidane að fá 200 milljónir evra fyrir fjögur ár eða meira en 25 milljarða íslenskra króna. Katar er eins og er í 98. sæti á styrkleikalista FIFA og hefur aldrei áður komist í úrslitakeppni HM. Þeir fá „gefins“ sæti sem gestgjafar á næstu HM og þurfa því ekki að hafa áhyggjur af því að komast þangað. 25 milljarðar á 48 mánuðum gera meira en 520 milljónir í mánaðarlaun sem eru engin sultarlaun. Sem dæmi eru það tvöfalt meira en umdeild ofurlaun Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Fyrsta alvöru þjálfarastarf Zinedine Zidane var hjá Real Madrid þar sem hann vann níu titla á aðeins tveimur og hálfu ári. Þar stóð hæst að vinna Meistaradeildina þrjú ár í röð fyrstur þjálfara í sögunni. Það hefur ekki komið nein ein skýring á því af hverju Zidane hætti með lið Real Madrid en einhverjar sögusagnir voru um að hann væri að fara að taka við franska landsliðinu. Didier Deschamps er þjálfari Frakka og einum leik frá því að gera liðið að heimsmeisturum. Deschamps er líka með samning út EM 2020 og Noel Le Graet, forseti franska sambandsins, hefur gefið það út að hann haldi áfram með liðið eftir HM. Frakkar eiga heldur ekki möguleika að bjóða Zinedine Zidane nema brotabrot af þessum ofurlaunum Katarbúa ætli þeir sér að skipta um landsliðsþjálfara. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Fleiri fréttir „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Sjá meira
Zinedine Zidane hætti óvænt með spænska liðið Real Madrid í vor en þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því að fá ekki nýtt starf í fótboltanum. Katar heldur næstu heimsmeistarakeppni í fóboltanum árið 2022 og þar á bæ eru menn ekki aðeins að byggja nýja leikvanga og bæta aðstöðu fyrir keppendur og áhorfendur. Stefnan hefur einnig verið sett á það að mæta til leiks með frambærilegt fótboltalið. Þýska blaðið Bild hefur heimildir fyrir því að knattspyrnusamband Katar hafi boðið Zinedine Zidane risasamning fyrir að gerast þjálfari landsliðs Katar. Samkvæmt fréttinni hjá Bild þá á Zinedine Zidane að fá 200 milljónir evra fyrir fjögur ár eða meira en 25 milljarða íslenskra króna. Katar er eins og er í 98. sæti á styrkleikalista FIFA og hefur aldrei áður komist í úrslitakeppni HM. Þeir fá „gefins“ sæti sem gestgjafar á næstu HM og þurfa því ekki að hafa áhyggjur af því að komast þangað. 25 milljarðar á 48 mánuðum gera meira en 520 milljónir í mánaðarlaun sem eru engin sultarlaun. Sem dæmi eru það tvöfalt meira en umdeild ofurlaun Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Fyrsta alvöru þjálfarastarf Zinedine Zidane var hjá Real Madrid þar sem hann vann níu titla á aðeins tveimur og hálfu ári. Þar stóð hæst að vinna Meistaradeildina þrjú ár í röð fyrstur þjálfara í sögunni. Það hefur ekki komið nein ein skýring á því af hverju Zidane hætti með lið Real Madrid en einhverjar sögusagnir voru um að hann væri að fara að taka við franska landsliðinu. Didier Deschamps er þjálfari Frakka og einum leik frá því að gera liðið að heimsmeisturum. Deschamps er líka með samning út EM 2020 og Noel Le Graet, forseti franska sambandsins, hefur gefið það út að hann haldi áfram með liðið eftir HM. Frakkar eiga heldur ekki möguleika að bjóða Zinedine Zidane nema brotabrot af þessum ofurlaunum Katarbúa ætli þeir sér að skipta um landsliðsþjálfara.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Fleiri fréttir „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Sjá meira