Íslenskur unglingur vann stórmót í frisbígolfi: „Það var allan tímann planið að vinna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2018 14:11 Blær á verðlaunapallinum um liðna helgi. Hann segist alltaf hafa stefnt að því að vinna. Mynd/René Westenberg Blær Örn Ásgeirsson, fimmtán ára íslenskur frisbígolfari, gerði sér lítið fyrir og sigraði Opna breska meistaramótið í frisbígolfi, eða „folfi“, sem haldið var nú í júlí. Blær skákaði þar nokkrum heimsmeisturum í sportinu og er að vonum stoltur af sigrinum. Folf hefur notið vaxandi vinsælda síðustu ár á Íslandi, og í heiminum öllum, en íþróttin minnir um margt á golf. Í stað golfkúlna notast iðkendur þó við frisbídiska sem þeir reyna að hitta í þar til gerðar körfur.Var að tapa með fimm höggum eftir fyrsta hring Blær lagði af stað í frisbígolfför nú í júní og tók fyrst þátt í stóru móti sem haldið var í Finnlandi, þar sem gekk „ágætlega“ að hans sögn. Hann hélt því næst til Bretlands á Opna breska meistaramótið í frisbígolfi, með áðurnefndum árangri. Níutíu manns kepptu á mótinu sem haldið var í fertugasta skipti. „Eftir fyrsta hring var ég að tapa mótinu með fimm höggum og var í 20. sæti. Svo á öðrum hring náði ég að spila besta hring dagsins ásamt þremur öðrum og náði að vinna mig upp í 2. sætið, þar sem ég var eftir fyrsta daginn,“ segir Blær í samtali við Vísi. „Á þriðja hring á sunnudeginum náði ég að spila besta hring mótsins með sjö undir pari og eftir þann hring var ég að vinna mótið með fjórum höggum. Þá voru bara níu holur eftir til úrslita, þar sem ég spilaði öruggt.“ Blær lauk mótinu á ellefu höggum undir pari, sex höggum á undan næsta manni.Blær í miðju kasti.Mynd/Steve Hurrell Photography 2018Stefndi alltaf á sigur Blær keppti í opnum flokki karla á mótinu en ekki sérstökum ungmennaflokki. Hann bar því sigurorð af heimsmeisturum í sportinu. Þá segist hann alltaf hafa stefnt á sigur þrátt fyrir að hann ætti erfiða keppni fyrir höndum. „Það var allan tímann planið að vinna. Ég var til dæmis alveg klár á því að ég ætlaði að vinna eftir fyrsta hring þegar ég var langt eftir á, ég var ákveðinn í því að það væri enn þá möguleiki,“ segir Blær. Blær hefur æft frisbígolf í um þrjú og hálft ár en æfingar fara að mestu fram utandyra. Hann segir nokkuð marga spila folf á Íslandi enda fari íþróttin ört stækkandi hér á landi, sem og á alþjóðavísu. Þá hlaut Blær verðlaun fyrir sigur á mótinu og var leystur út með gommu af frisbídiskum. „Já, ég fékk British Open-skjöld en þetta var fertugasta mótið. Svo fékk ég einhverja steinstyttu líka. Það eru peningaverðlaun á mótinu en af því að ég keppi í barnaflokki á Evrópumótinu í ágúst þá gat ég ekki tekið við peningnum, þannig að ég fékk fullt af frisbídiskum í staðinn.“ Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira
Blær Örn Ásgeirsson, fimmtán ára íslenskur frisbígolfari, gerði sér lítið fyrir og sigraði Opna breska meistaramótið í frisbígolfi, eða „folfi“, sem haldið var nú í júlí. Blær skákaði þar nokkrum heimsmeisturum í sportinu og er að vonum stoltur af sigrinum. Folf hefur notið vaxandi vinsælda síðustu ár á Íslandi, og í heiminum öllum, en íþróttin minnir um margt á golf. Í stað golfkúlna notast iðkendur þó við frisbídiska sem þeir reyna að hitta í þar til gerðar körfur.Var að tapa með fimm höggum eftir fyrsta hring Blær lagði af stað í frisbígolfför nú í júní og tók fyrst þátt í stóru móti sem haldið var í Finnlandi, þar sem gekk „ágætlega“ að hans sögn. Hann hélt því næst til Bretlands á Opna breska meistaramótið í frisbígolfi, með áðurnefndum árangri. Níutíu manns kepptu á mótinu sem haldið var í fertugasta skipti. „Eftir fyrsta hring var ég að tapa mótinu með fimm höggum og var í 20. sæti. Svo á öðrum hring náði ég að spila besta hring dagsins ásamt þremur öðrum og náði að vinna mig upp í 2. sætið, þar sem ég var eftir fyrsta daginn,“ segir Blær í samtali við Vísi. „Á þriðja hring á sunnudeginum náði ég að spila besta hring mótsins með sjö undir pari og eftir þann hring var ég að vinna mótið með fjórum höggum. Þá voru bara níu holur eftir til úrslita, þar sem ég spilaði öruggt.“ Blær lauk mótinu á ellefu höggum undir pari, sex höggum á undan næsta manni.Blær í miðju kasti.Mynd/Steve Hurrell Photography 2018Stefndi alltaf á sigur Blær keppti í opnum flokki karla á mótinu en ekki sérstökum ungmennaflokki. Hann bar því sigurorð af heimsmeisturum í sportinu. Þá segist hann alltaf hafa stefnt á sigur þrátt fyrir að hann ætti erfiða keppni fyrir höndum. „Það var allan tímann planið að vinna. Ég var til dæmis alveg klár á því að ég ætlaði að vinna eftir fyrsta hring þegar ég var langt eftir á, ég var ákveðinn í því að það væri enn þá möguleiki,“ segir Blær. Blær hefur æft frisbígolf í um þrjú og hálft ár en æfingar fara að mestu fram utandyra. Hann segir nokkuð marga spila folf á Íslandi enda fari íþróttin ört stækkandi hér á landi, sem og á alþjóðavísu. Þá hlaut Blær verðlaun fyrir sigur á mótinu og var leystur út með gommu af frisbídiskum. „Já, ég fékk British Open-skjöld en þetta var fertugasta mótið. Svo fékk ég einhverja steinstyttu líka. Það eru peningaverðlaun á mótinu en af því að ég keppi í barnaflokki á Evrópumótinu í ágúst þá gat ég ekki tekið við peningnum, þannig að ég fékk fullt af frisbídiskum í staðinn.“
Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira