Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Karl Lúðvíksson skrifar 14. júlí 2018 10:00 Mynd: SVFR Hamfaraflóðið sem lokaði farvegi efri hluta Hítarár fór varla framhjá neinum og það voru margir sem spáðu hörmungum í veiðinni í sumar. Það hefur þó farið betur en á horfðist því eins og bent hefur verið á var laxinn rétt farinn að ganga í ána þegar flóðið varð og þrátt fyrir mikið og litað vatn er lax að ganga sem á ekkert að koma á óvart. Holl sem er við veiðar núna var komið með eitthvað yfir 20 laxa en aðeins hefur verið veitt frá Húshyl og niður en skýringin þar liggur helst í því að vegna vatnsmagns og lágs hitastigs á ánni gengur laxinn afar hægt upp en það er heldur engin nýlunda í Hítará. Eins og hefur verið rætt gæti orðið 20% fækkun í laxastofninum í ánni sökum þess að mikilvæg hrygningarsvæði fóru undir skriðuna en það hefur líka verið bent á að þó það gæti tekið nokkuar ár eða áratug gæti nýji farvegurinn sem áinn er að finna sér verið afar hentugur fyrir seiði sem og hið nýja lón sem verður til fyrir ofan skriðuna. Einn ágætur leiðsögumaður sem hefur veitt og verið við leiðsögn við Hítará í fjölda ára sagði að það væri óþarfi að skrifa minningargrein þó sjúklingurinn sé veikur og það eru líklega orð að sönnu. Árfarvegir breytast sem og landslag við árnar en málið er að náttúran finnur alltaf leið. Heildarveiðin í Hítará var komin í 156 laxa síðasta miðvikudag. Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði
Hamfaraflóðið sem lokaði farvegi efri hluta Hítarár fór varla framhjá neinum og það voru margir sem spáðu hörmungum í veiðinni í sumar. Það hefur þó farið betur en á horfðist því eins og bent hefur verið á var laxinn rétt farinn að ganga í ána þegar flóðið varð og þrátt fyrir mikið og litað vatn er lax að ganga sem á ekkert að koma á óvart. Holl sem er við veiðar núna var komið með eitthvað yfir 20 laxa en aðeins hefur verið veitt frá Húshyl og niður en skýringin þar liggur helst í því að vegna vatnsmagns og lágs hitastigs á ánni gengur laxinn afar hægt upp en það er heldur engin nýlunda í Hítará. Eins og hefur verið rætt gæti orðið 20% fækkun í laxastofninum í ánni sökum þess að mikilvæg hrygningarsvæði fóru undir skriðuna en það hefur líka verið bent á að þó það gæti tekið nokkuar ár eða áratug gæti nýji farvegurinn sem áinn er að finna sér verið afar hentugur fyrir seiði sem og hið nýja lón sem verður til fyrir ofan skriðuna. Einn ágætur leiðsögumaður sem hefur veitt og verið við leiðsögn við Hítará í fjölda ára sagði að það væri óþarfi að skrifa minningargrein þó sjúklingurinn sé veikur og það eru líklega orð að sönnu. Árfarvegir breytast sem og landslag við árnar en málið er að náttúran finnur alltaf leið. Heildarveiðin í Hítará var komin í 156 laxa síðasta miðvikudag.
Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði