Ísraelskar sprengjur féllu við almenningsgarð í Gaza Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. júlí 2018 08:06 Palestínumenn reyna að bjarga særðum á vettvangi árásanna í gær Vísir/Getty Að minnsta kosti tveir unglingspiltar, 15 og 16 ára gamlir, létu lífið í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza svæðið í gærþ. Árásirnar voru þær umfangsmestu sem Ísraelsmenn hafa gert frá því Gaza var að stórum hluta lagt í rúst árið 2014. Fjórtán særðust í árásunum, þar á meðal börn sem voru að leik í almenningsgarði sem er oftast fullur af fólki um helgar. Ísraelskar þotur vörpuðu sprengjum á torg fyrir framan garðinn. Maram Humaid, blaðamaður á Gaza ströndinni, segir að sérstaklega margir hafi verið í garðinum vegna góðs veðurs um helgina. Ísraelski herinn segist hafa látið íbúa í næsta nágrenni við almenningsgarðinn vita að loftárás væri á leiðinni skömmu áður en sprengjurnar féllu. Hins vegar kemur reglulega fyrir að gert sé símaat þar sem Palestínumönnum er tilkynnt um árásir sem aldrei koma til að fá þá til að rýma byggingar af óþörfu. Það gerir að verkum að ekki er alltaf tekið mark á slíkum tilkynningum þegar þær berast. Eftir loftárásir Ísraels skutu liðsmenn Hamas nokkrum litlum eldflaugum á loft yfir landamærin en þær hæfðu ekkert. Fyrr um daginn hafði eldflaug frá Hamas hæft bænahús í Ísrael með þeim afleiðingum af fjórir særðust lítillega. Ísraelsk stjórnvöld telja að allt að 90 eldflaugum hafi verið skotið frá Gaza í gær en þær eru óstýrðar og valda yfirleitt litlu sem engu tjóni. Í gærkvöld var samið um tímabundið vopnahlé fyrir tilstilli stjórnvalda í Egyptalandi. Bæði Hamas og ísraelsk stjórnvöld hafa hins vegar verið vígreif í yfirlýsingum sínum undanfarið og óvíst hvort vopnahléið heldur í dag. Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Ísraelskar herþotur gerðu loftárásir á Gaza-svæðinu Þetta er ein stærsta hernaðaraðgerð af hálfu Ísrael frá árinu 2014 þegar stríð geisaði á milli landsins og Hamas-samtakanna. 14. júlí 2018 20:08 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Að minnsta kosti tveir unglingspiltar, 15 og 16 ára gamlir, létu lífið í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza svæðið í gærþ. Árásirnar voru þær umfangsmestu sem Ísraelsmenn hafa gert frá því Gaza var að stórum hluta lagt í rúst árið 2014. Fjórtán særðust í árásunum, þar á meðal börn sem voru að leik í almenningsgarði sem er oftast fullur af fólki um helgar. Ísraelskar þotur vörpuðu sprengjum á torg fyrir framan garðinn. Maram Humaid, blaðamaður á Gaza ströndinni, segir að sérstaklega margir hafi verið í garðinum vegna góðs veðurs um helgina. Ísraelski herinn segist hafa látið íbúa í næsta nágrenni við almenningsgarðinn vita að loftárás væri á leiðinni skömmu áður en sprengjurnar féllu. Hins vegar kemur reglulega fyrir að gert sé símaat þar sem Palestínumönnum er tilkynnt um árásir sem aldrei koma til að fá þá til að rýma byggingar af óþörfu. Það gerir að verkum að ekki er alltaf tekið mark á slíkum tilkynningum þegar þær berast. Eftir loftárásir Ísraels skutu liðsmenn Hamas nokkrum litlum eldflaugum á loft yfir landamærin en þær hæfðu ekkert. Fyrr um daginn hafði eldflaug frá Hamas hæft bænahús í Ísrael með þeim afleiðingum af fjórir særðust lítillega. Ísraelsk stjórnvöld telja að allt að 90 eldflaugum hafi verið skotið frá Gaza í gær en þær eru óstýrðar og valda yfirleitt litlu sem engu tjóni. Í gærkvöld var samið um tímabundið vopnahlé fyrir tilstilli stjórnvalda í Egyptalandi. Bæði Hamas og ísraelsk stjórnvöld hafa hins vegar verið vígreif í yfirlýsingum sínum undanfarið og óvíst hvort vopnahléið heldur í dag.
Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Ísraelskar herþotur gerðu loftárásir á Gaza-svæðinu Þetta er ein stærsta hernaðaraðgerð af hálfu Ísrael frá árinu 2014 þegar stríð geisaði á milli landsins og Hamas-samtakanna. 14. júlí 2018 20:08 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Ísraelskar herþotur gerðu loftárásir á Gaza-svæðinu Þetta er ein stærsta hernaðaraðgerð af hálfu Ísrael frá árinu 2014 þegar stríð geisaði á milli landsins og Hamas-samtakanna. 14. júlí 2018 20:08