Ronaldo og Messi þurfa að fara að afhenda Mbappé lyklana að veldinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2018 16:45 Kylian Mbappé skoraði í gær. vísir/getty Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, bestu fótboltamenn heims undanfarinn áratug, þurfa brátt að sætta sig við að arftaki þeirra er að taka við en það er Frakkinn Kylian Mbappé. Þetta sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, í myndveri ITV í Rússlandi í gær þar sem að úrslitaleikur HM 2018 var gerður upp. Frakkar unnu Króata, 4-2, og urðu meistarar í annað sinn. „Hann er miklu þroskaðari sem fótboltamaður en aldurinn gefur til kynna,“ sagði Ferdinand en Mbappé varð í gærkvöldi fyrsti táningurinn sem skorar í úrslitaleik HM síðan að Pelé gerði það fyrir Brasilíu í Svíþjóð árið 1958.Only the second teenager to have scored a goal in a #WorldCupFinal! Welcome to the club, @KMbappe - it's great to have some company! // O segundo adolescente a marcar um gol em uma final de #CopaDoMundo! Bem-vindo ao clube, Kylian - é ótimo ter a sua companhia! https://t.co/g8b2gLTy7B — Pelé (@Pele) July 15, 2018 „Hann er gaurinn sem á eftir að standa upp á sviði og taka á móti Gullboltanum á næstu árum. Það er alveg klárt. Ég vona að mínir gömlu félagar í Manchester United séu á eftir honum,“ sagði Ferdinand. Jürgen Klinsmann, fyrrverandi heimsmeistari með Þýskalandi, sagði Mbappé líta út fyrir að hafa verið í franska landsliðinu í áratug. „Hann á eftir að verða svo miklu betri. Hann er líka að hrista vel upp í markaðnum. Nú er Ronaldo að fara til Juventus og Neymar er orðaður við önnur lið. Maður sér bara ekki hvar þetta endar hjá þessum strák,“ sagði Jürgen Klinsmann. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mbappé: Ég verð áfram hjá PSG Kylian Mbappe kveðst ekki vera á förum frá Frakklandsmeisturum PSG 16. júlí 2018 08:00 Modric besti leikmaður HM í Rússlandi Luka Modric fékk gullboltann á HM í Rússlandi, verðlaunin fyrir besta leikmann keppninnar. Kylian Mbappe var valinn besti ungi leikmaðurinn og Harry Kane varð markahrókur keppninnar. 15. júlí 2018 17:34 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Sjá meira
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, bestu fótboltamenn heims undanfarinn áratug, þurfa brátt að sætta sig við að arftaki þeirra er að taka við en það er Frakkinn Kylian Mbappé. Þetta sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, í myndveri ITV í Rússlandi í gær þar sem að úrslitaleikur HM 2018 var gerður upp. Frakkar unnu Króata, 4-2, og urðu meistarar í annað sinn. „Hann er miklu þroskaðari sem fótboltamaður en aldurinn gefur til kynna,“ sagði Ferdinand en Mbappé varð í gærkvöldi fyrsti táningurinn sem skorar í úrslitaleik HM síðan að Pelé gerði það fyrir Brasilíu í Svíþjóð árið 1958.Only the second teenager to have scored a goal in a #WorldCupFinal! Welcome to the club, @KMbappe - it's great to have some company! // O segundo adolescente a marcar um gol em uma final de #CopaDoMundo! Bem-vindo ao clube, Kylian - é ótimo ter a sua companhia! https://t.co/g8b2gLTy7B — Pelé (@Pele) July 15, 2018 „Hann er gaurinn sem á eftir að standa upp á sviði og taka á móti Gullboltanum á næstu árum. Það er alveg klárt. Ég vona að mínir gömlu félagar í Manchester United séu á eftir honum,“ sagði Ferdinand. Jürgen Klinsmann, fyrrverandi heimsmeistari með Þýskalandi, sagði Mbappé líta út fyrir að hafa verið í franska landsliðinu í áratug. „Hann á eftir að verða svo miklu betri. Hann er líka að hrista vel upp í markaðnum. Nú er Ronaldo að fara til Juventus og Neymar er orðaður við önnur lið. Maður sér bara ekki hvar þetta endar hjá þessum strák,“ sagði Jürgen Klinsmann.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mbappé: Ég verð áfram hjá PSG Kylian Mbappe kveðst ekki vera á förum frá Frakklandsmeisturum PSG 16. júlí 2018 08:00 Modric besti leikmaður HM í Rússlandi Luka Modric fékk gullboltann á HM í Rússlandi, verðlaunin fyrir besta leikmann keppninnar. Kylian Mbappe var valinn besti ungi leikmaðurinn og Harry Kane varð markahrókur keppninnar. 15. júlí 2018 17:34 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Sjá meira
Mbappé: Ég verð áfram hjá PSG Kylian Mbappe kveðst ekki vera á förum frá Frakklandsmeisturum PSG 16. júlí 2018 08:00
Modric besti leikmaður HM í Rússlandi Luka Modric fékk gullboltann á HM í Rússlandi, verðlaunin fyrir besta leikmann keppninnar. Kylian Mbappe var valinn besti ungi leikmaðurinn og Harry Kane varð markahrókur keppninnar. 15. júlí 2018 17:34