Breiðablik hefur selt Elías Rafn Ólafsson til ríkjandi meistarana í Danmörku, FC Midtjylland, en Blikar sendu út tilkynningu þess efnis í kvöld.
Elias er ungur og efnilegur markvörður sem er fæddur árið 2000. Hann hefur verið viðloðandi meistaraflokk Breiðablik þrátt fyrir ungan aldur en var í láni hjá FH á síðustu leiktíð.
Þar spilaði hann með öðrum flokki félagsins og æfði með meistaraflokki FH en hann á þrjá landsleiki fyrir undir sautján ára landslið Íslands.
Elías fór á síðasta ári á reynslu til félagsins. Hann fór með liðinu til Abu Dhabi á síðasta ári og æfði með liðinu. Þar hefur hann heillað forráðamenn liðsins.
„Blikar óska Elíasi til hamingju með þennan áfanga og um leið velfarnaðar á nýjum slóðum. Það verður gaman að fylgjast með okkar manni hjá dönsku meisturunum,” segir í tilkynningu frá Blikum.
Elías Rafn skrifar undir hjá dönsku meisturunum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn