Kærasta Annie Mistar boðið á heimsleikana eftir að keppandi féll á lyfjaprófi Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2018 22:53 Annie Mist Thorisdóttir. Vísir Crossfit-drottningin Annie Mist Thorisdóttir greindi frá því í gær að kærasta hennar, Dananum Fredrik Ægidius, hefði verið formlega boðið að taka þátt á heimsleikunum í Crossfit sem fara fram í borginni Madison í Wisconsin-fylki Bandaríkjanna í ágúst næstkomandi. Annie réð sér vart úr kæti þegar hún tilkynnti þetta á samfélagsmiðlinum Instagram í gærkvöldi og sagði þau skötuhjúin fá að keppa aftur á sama tíma á heimsleikunum. Annie hefur unnið heimsleikana í tvígang, 2011 og 2012, og varð um leið fyrsta konan til að gera það.Hún og Fredrik kepptu saman á Crossfit-leikunum árið 2017. Fredrik endaði í sjötta sæti í undankeppni leikanna í Evrópu í Berlín í maí síðastliðnum. Fimm efstu sætin þar gáfu sæti á heimsleikunum.Svo fór að sá sem endaði í fjórða sæti, Rússinn Andrey Ganin, féll á lyfjaprófi og hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann frá Crossfit-keppnum. Reyndust testósterón-gildi í blóði hans of há sem þýddi að hann missti sæti sitt á leikunum og var Fredrik boðið hans sæti í staðinn. Íslendingurinn Björgvin Karl Guðmundsson endaði í fimmta sæti á Evrópuleikunum og fékk því sæti á heimsleikunum.Katrín Tanja Davíðsdóttir verður á meðal keppenda á heimsleikunum í ágúst.Instagram/KatrintanjaÁsamt Fredrik, Annie og Björgvins munu Íslendingarnir Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Eik Gylfadóttir keppa á heimsleikunum.Í júní síðastliðnum tilkynnti alþjóða CrossFit-sambandið að þrír keppendur hefðu verið dæmdir í fjögurra ára keppnisbann fyrir notkun á frammistöðubætandi efnum, en öll kepptu þau í undankeppnum fyrir heimsleikana. Í fyrra hafnaði Ástralinn Ricky Garard í þriðja sæti á heimsleikunum í Madison. Hann var sviptur verðlaununum og dæmdur í fjögurra ára keppnisbann eftir að upp komst að hann hafði notað stera. Fjallað var um mál Ricky Garard í heimildarmyndinni The Redeemed and the Dominant: Fittest on Earth sem fjallar um heimsleikanna árið 2017 þar sem Annie Mist hafnaði til að mynda í þriðja sæti. Þar eru þessar fregnir bornar undir þá sem standa fremst í CrossFit-heiminum í dag. Þar á meðal CrossFit-meistarann Mat Fraser sem hafði minna en ekkert álit á fólki sem notar frammistöðubætandi efni sem eru á bannlista. Fregnirnar voru einnig bornar undir Söru Sigmundsdóttur og Katrínu Tönju. Í myndinni segir Katrín Tanja að hún gæti aldrei hugsað sér að standa á verðlaunapalli vitandi að hún hefði viljandi notað ólögleg frammistöðubætandi efni. „Gæti ég verið stolt af því? Vil ég vinna þannig?,“ spyr Katrín Tanja í myndinni. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison dagana 1. til 5. ágúst næstkomandi.Til mikils er að vinna en keppandi sem vinnur CrossFit-leikanna fær að launum 300 þúsund dollara, eða tæplega 32 milljónir króna. Annað sætið gefur 100 þúsund dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, þriðja sætið 75 þúsund dollara, eða tæplega 8 milljónir króna og fjórða sætið 50 þúsund dollara, eða rúmlega 5 milljónir króna. CrossFit Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá meira
Crossfit-drottningin Annie Mist Thorisdóttir greindi frá því í gær að kærasta hennar, Dananum Fredrik Ægidius, hefði verið formlega boðið að taka þátt á heimsleikunum í Crossfit sem fara fram í borginni Madison í Wisconsin-fylki Bandaríkjanna í ágúst næstkomandi. Annie réð sér vart úr kæti þegar hún tilkynnti þetta á samfélagsmiðlinum Instagram í gærkvöldi og sagði þau skötuhjúin fá að keppa aftur á sama tíma á heimsleikunum. Annie hefur unnið heimsleikana í tvígang, 2011 og 2012, og varð um leið fyrsta konan til að gera það.Hún og Fredrik kepptu saman á Crossfit-leikunum árið 2017. Fredrik endaði í sjötta sæti í undankeppni leikanna í Evrópu í Berlín í maí síðastliðnum. Fimm efstu sætin þar gáfu sæti á heimsleikunum.Svo fór að sá sem endaði í fjórða sæti, Rússinn Andrey Ganin, féll á lyfjaprófi og hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann frá Crossfit-keppnum. Reyndust testósterón-gildi í blóði hans of há sem þýddi að hann missti sæti sitt á leikunum og var Fredrik boðið hans sæti í staðinn. Íslendingurinn Björgvin Karl Guðmundsson endaði í fimmta sæti á Evrópuleikunum og fékk því sæti á heimsleikunum.Katrín Tanja Davíðsdóttir verður á meðal keppenda á heimsleikunum í ágúst.Instagram/KatrintanjaÁsamt Fredrik, Annie og Björgvins munu Íslendingarnir Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Eik Gylfadóttir keppa á heimsleikunum.Í júní síðastliðnum tilkynnti alþjóða CrossFit-sambandið að þrír keppendur hefðu verið dæmdir í fjögurra ára keppnisbann fyrir notkun á frammistöðubætandi efnum, en öll kepptu þau í undankeppnum fyrir heimsleikana. Í fyrra hafnaði Ástralinn Ricky Garard í þriðja sæti á heimsleikunum í Madison. Hann var sviptur verðlaununum og dæmdur í fjögurra ára keppnisbann eftir að upp komst að hann hafði notað stera. Fjallað var um mál Ricky Garard í heimildarmyndinni The Redeemed and the Dominant: Fittest on Earth sem fjallar um heimsleikanna árið 2017 þar sem Annie Mist hafnaði til að mynda í þriðja sæti. Þar eru þessar fregnir bornar undir þá sem standa fremst í CrossFit-heiminum í dag. Þar á meðal CrossFit-meistarann Mat Fraser sem hafði minna en ekkert álit á fólki sem notar frammistöðubætandi efni sem eru á bannlista. Fregnirnar voru einnig bornar undir Söru Sigmundsdóttur og Katrínu Tönju. Í myndinni segir Katrín Tanja að hún gæti aldrei hugsað sér að standa á verðlaunapalli vitandi að hún hefði viljandi notað ólögleg frammistöðubætandi efni. „Gæti ég verið stolt af því? Vil ég vinna þannig?,“ spyr Katrín Tanja í myndinni. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison dagana 1. til 5. ágúst næstkomandi.Til mikils er að vinna en keppandi sem vinnur CrossFit-leikanna fær að launum 300 þúsund dollara, eða tæplega 32 milljónir króna. Annað sætið gefur 100 þúsund dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, þriðja sætið 75 þúsund dollara, eða tæplega 8 milljónir króna og fjórða sætið 50 þúsund dollara, eða rúmlega 5 milljónir króna.
CrossFit Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá meira