Fimm keppendur sem voru á leið á CrossFit-leikana féllu á lyfjaprófi Birgir Olgeirsson skrifar 17. júlí 2018 21:59 Greint var frá þessu á vef heimsleikanna í gær en þar var birtur listi yfir keppendur sem höfðu tekið þátt í undankeppnum heimsleikanna og fallið á lyfjaprófi eftir þær. Vísir/Getty Fimm keppendur, sem höfðu unnið sér inn þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit, hafa verið úrskurðaðir í keppnisbann fyrir að falla á lyfjaprófi.Greint var frá þessu á vef heimsleikanna í gær en þar var birtur listi yfir keppendur sem höfðu tekið þátt í undankeppnum heimsleikanna og fallið á lyfjaprófi eftir þær. Af þeim voru tveir keppendur sem tóku þátt í einstaklingskeppni og höfðu unnið sér inn sæti á heimsleikunum, Um varð að ræða þau Emily Abbot frá Kanada og Andrey Ganin frá Rússlandi en bæði urðu þau uppvís að því að nota ólögleg frammistöðu bætandi efni og voru úrskurðuð í fjögurra ára keppnisbann. Þrír keppendur til viðbótar sem voru hluti af liðum sem höfðu unnið sér inn þáttökurétt á heimsleikunum, Dean Shaw, Laura Hosier og Maria Ceballos, féllu einnig á lyfjaprófi. Voru þau öll dæmd í fjögurra ára keppnisbann og liðum þeirra meinuð þátttaka á heimsleikunum.Áfrýjunarferli nokkurra til viðbótar enn í gangi Alls féllu fjórtán þátttakendur í undankeppnunum á lyfjaprófi en tekið er fram á vef heimsleikanna að þeir hafi allir fengið þriggja sólarhringa frest til að áfrýja eftir að í ljós kom að þeir hefðu fallið á lyfjaprófi. Tekið er fram á vef heimsleikanna að áfrýjunarferli nokkurra keppenda til viðbótar sé enn í gangi. CrossFit er í samstarfi við fyrirtækið Drug Free Sport sem sér um lyfjapróf á keppendum. Drug Free Sport er einnig í samstarfi við bandarísku íþróttasamböndin NFL, NBA, MLB og NCAA, ásamt 300 öðrum íþróttasamböndum. Á vef heimsleikanna er tekið fram að rannsóknarstofa, sem vottuð er af Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni, sjái um að greina blóð- og þvagsýni sem keppendur á heimsleikunum í CrossFit veita.Ellefu féllu í fyrra Í fyrra féllu ellefu keppendur, sem tóku þátt á mótum tengdum CrossFit-leikunum, á lyfjaprófi, en fimm árið 2016. Fjórir féllu árið 2015 og tveir árið 2014.Í fyrra hafnaði Ástralinn Ricky Garard í þriðja sæti á heimsleikunum í Madison í Bandaríkjunum. Hann var sviptur verðlaununum og dæmdur í fjögurra ára keppnisbann eftir að upp komst að hann hafði notað stera.Greint var frá því í gær að kærasta Annie Mistar Þórisdóttur, Dananum Fredrik Ægidius, hefði verið formlega boðið að taka þátt á heimsleikunum í Crossfit. Fredrik endaði í sjötta sæti í undankeppni leikanna í Evrópu í Berlín í maí síðastliðnum. Fimm efstu sætin þar gáfu sæti á heimsleikunum.Svo fór að sá sem endaði í fjórða sæti, Rússinn Andrey Ganin, féll á lyfjaprófi og hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann frá Crossfit-keppnum. Reyndust testósterón-gildi í blóði hans of há sem þýddi að hann missti sæti sitt á leikunum og var Fredrik boðið hans sæti í staðinn.Til mikils að vinna Fjöldi Íslendinga keppir á heimsleikunum í ár en þeir eru fyrrnefnd Annie Mist ásamt Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur, Eik Gylfadóttur og Björgvini Karli Guðmundssyni. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison dagana 1. til 5. ágúst næstkomandi.Til mikils er að vinna en keppandi sem vinnur CrossFit-leikanna fær að launum 300 þúsund dollara, eða tæplega 32 milljónir króna. Annað sætið gefur 100 þúsund dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, þriðja sætið 75 þúsund dollara, eða tæplega 8 milljónir króna og fjórða sætið 50 þúsund dollara, eða rúmlega 5 milljónir króna. CrossFit Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Fimm keppendur, sem höfðu unnið sér inn þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit, hafa verið úrskurðaðir í keppnisbann fyrir að falla á lyfjaprófi.Greint var frá þessu á vef heimsleikanna í gær en þar var birtur listi yfir keppendur sem höfðu tekið þátt í undankeppnum heimsleikanna og fallið á lyfjaprófi eftir þær. Af þeim voru tveir keppendur sem tóku þátt í einstaklingskeppni og höfðu unnið sér inn sæti á heimsleikunum, Um varð að ræða þau Emily Abbot frá Kanada og Andrey Ganin frá Rússlandi en bæði urðu þau uppvís að því að nota ólögleg frammistöðu bætandi efni og voru úrskurðuð í fjögurra ára keppnisbann. Þrír keppendur til viðbótar sem voru hluti af liðum sem höfðu unnið sér inn þáttökurétt á heimsleikunum, Dean Shaw, Laura Hosier og Maria Ceballos, féllu einnig á lyfjaprófi. Voru þau öll dæmd í fjögurra ára keppnisbann og liðum þeirra meinuð þátttaka á heimsleikunum.Áfrýjunarferli nokkurra til viðbótar enn í gangi Alls féllu fjórtán þátttakendur í undankeppnunum á lyfjaprófi en tekið er fram á vef heimsleikanna að þeir hafi allir fengið þriggja sólarhringa frest til að áfrýja eftir að í ljós kom að þeir hefðu fallið á lyfjaprófi. Tekið er fram á vef heimsleikanna að áfrýjunarferli nokkurra keppenda til viðbótar sé enn í gangi. CrossFit er í samstarfi við fyrirtækið Drug Free Sport sem sér um lyfjapróf á keppendum. Drug Free Sport er einnig í samstarfi við bandarísku íþróttasamböndin NFL, NBA, MLB og NCAA, ásamt 300 öðrum íþróttasamböndum. Á vef heimsleikanna er tekið fram að rannsóknarstofa, sem vottuð er af Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni, sjái um að greina blóð- og þvagsýni sem keppendur á heimsleikunum í CrossFit veita.Ellefu féllu í fyrra Í fyrra féllu ellefu keppendur, sem tóku þátt á mótum tengdum CrossFit-leikunum, á lyfjaprófi, en fimm árið 2016. Fjórir féllu árið 2015 og tveir árið 2014.Í fyrra hafnaði Ástralinn Ricky Garard í þriðja sæti á heimsleikunum í Madison í Bandaríkjunum. Hann var sviptur verðlaununum og dæmdur í fjögurra ára keppnisbann eftir að upp komst að hann hafði notað stera.Greint var frá því í gær að kærasta Annie Mistar Þórisdóttur, Dananum Fredrik Ægidius, hefði verið formlega boðið að taka þátt á heimsleikunum í Crossfit. Fredrik endaði í sjötta sæti í undankeppni leikanna í Evrópu í Berlín í maí síðastliðnum. Fimm efstu sætin þar gáfu sæti á heimsleikunum.Svo fór að sá sem endaði í fjórða sæti, Rússinn Andrey Ganin, féll á lyfjaprófi og hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann frá Crossfit-keppnum. Reyndust testósterón-gildi í blóði hans of há sem þýddi að hann missti sæti sitt á leikunum og var Fredrik boðið hans sæti í staðinn.Til mikils að vinna Fjöldi Íslendinga keppir á heimsleikunum í ár en þeir eru fyrrnefnd Annie Mist ásamt Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur, Eik Gylfadóttur og Björgvini Karli Guðmundssyni. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison dagana 1. til 5. ágúst næstkomandi.Til mikils er að vinna en keppandi sem vinnur CrossFit-leikanna fær að launum 300 þúsund dollara, eða tæplega 32 milljónir króna. Annað sætið gefur 100 þúsund dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, þriðja sætið 75 þúsund dollara, eða tæplega 8 milljónir króna og fjórða sætið 50 þúsund dollara, eða rúmlega 5 milljónir króna.
CrossFit Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira