Spyrillinn og Bündchen fara um víðan völl og þegar skammt er á liðið á sjallið er hún spurð hver sé magnaðasti staður þar sem hún hefur setið fyrir ljósmyndara. Hún svarar spurningunni á þann veg að það séu Iguazu-fossar á landamærum Argentínu og Brasilíu.
Í kjölfarið fær hún svo spurninguna hvar hafi verið mesta áskorunin að sitja fyrir. Gisele er fljót til svars: „Þegar ég var á Íslandi og sat fyrir innan um raunverulega ísjaka en ég var sjálf á gerviísjaka þar sem ég sneri mér í hringi og var klædd hlýralausum kjól. Guði sé lof að ég datt ekki!“ segir Bündchen.
Sjá má innslagið að neðan, en hún svarar Íslandsspurningunni þegar um tvær mínútur og 20 sekúndur eru liðnar.