Erlent

Segir Trump „ólýðræðislegasta forseta“ Bandaríkjanna

Kjartan Kjartansson skrifar
Albright var sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar og síðar utanríkisráðherra Bills Clinton.
Albright var sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar og síðar utanríkisráðherra Bills Clinton. Vísir/EPA
Madeleine Albright, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist ekki telja að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé fasisti. Hann sé hins vegar „ólýðræðislegasti forseti í samtímasögu Bandaríkjanna“.

Í viðtali við BBC í gær sagði Albright, sem sat í ríkisstjórn demókratans Bills Clinton frá 1997 til 2001, að hún teldi Trump ekki falla undir skilgreiningu á fasista þar sem fasistar væru þeir sem beittu ofbeldi til þess að ná sínu fram. Hún sagðist þó hafa áhyggjur af afstöðu Trump til tjáningarfrelsisins.

„Ég held ekki að hann sé fasisti. Ég held hins vegar að hann sé ólýðræðislegasti forseti samtímasögu Bandaríkjanna. Og það veldur mér áhyggjum,“ sagði Albright í viðtalinu.

Henni þætti ekki auðvelt að gagnrýna forseta Bandaríkjanna á erlendri grundu en hún væri áhyggjufull.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×