Lífið

Bassaleikari Elvis og Bob Dylan með tónleika til styrktar Krabbameinsfélaginu

Atli Ísleifsson skrifar
Jerry Scheff spilaði með Elvis Presley um árabil.
Jerry Scheff spilaði með Elvis Presley um árabil.
Bandaríski bassaleikarinn Jerry Scheff og félagar hans í The Cadillac Band, munu ásamt fleiri tónlistarmönnum koma fram á rokktónleikum til styrktar Krabbameinsfélaginu í Gamla Bíó næstkomandi sunnudagskvöld.

Scheff á langan feril að baki þar sem hann hefur spilað undir hjá goðsögnum á borð við Elvis Presley, Bob Dylan, Elvis Costello og fleirum. Á tónleikunum mun Scheff einnig ræða við áhorfendur og segja þeim frá samstarfinu með Presley á sjöunda og áttunda áratugnum.

Scheff gekk til liðs við sveit Presley árið 1969 og spilaði undir á rúmlega sjö hundruð tónleikum hans á árunum 1969 til 1977, meðal annars á síðustu tónleikum Presley í Indianapolis sumarið 1977. Þá spilaði hann undir á fjölda platna.

Ferill Scheff er merkilegur í meira lagi því auk Presley, Costello og Dylan hefur hann spilað með hverri stórstjörnunni á fætur annarri, meðal annars John Denver, The Monkees, The Doors, The Everly Brothers, Sammy Davis Jr, Nancy Sinatra og Neil Diamond.

Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, og Jerry Scheff í nýlegri heimsókn Scheff til Íslands.Mynd/Håkan Juholt
Auk Scheff koma fram á tónleikunum hinn breski Terry Wayne, Bjarni Ara, Friðrik Ómar, Eggert Jóhannsson og Svíarnir Svíarnir Janne Lucas Persson, Ove Pilebo, Jonna Holsten og Alicia Helgesson. 

Á Facebook-síðu tónleikanna segir að munir frá tónlistarmönnum sem spiluðu með Presley verði boðnir upp og mun allur ágóði renna til Krabbameinsfélagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.