Harry Kane er markahæsti leikmaðurinn á HM með sex mörk er mótið er komið fram í átta liða úrslitin. Topp tveir í baráttunni um gullskóinn koma úr ensku úrvalsdeildinni.
Kane byrjaði mótið af krafti og skoraði tvö mörk gegn Túnis í fyrsta leiknum. Hann skoraði svo þrjú gegn Panama og eitt í sigurleiknum gegn Kólumbíu í gær.
Kane skoraði þó einnig í vítaspyrnukeppninni en í baráttunni um gullskóinn á HM telst ekki mörk úr vítaspyrnukeppni með. Tottenham-framherjinn er því kominn með sex mörk á 276 mínútum í keppninni.
Í öðru sæti er Romelu Lukaku með fjögur mörk á þeim 242 mínútum sem hann hefur spilað. Bæði England og Belgía voru í G-riðli þar sem framherjarnir náðu að raða inn mörkum gegn Túnis og Panama.
Í þriðja sætinu er svo Cristiano Ronaldo með fjögur mörk en Portúgal er úr leik svo Ronaldo skorar ekki meira þetta HM-mótið.
Sex leikmenn eru svo með þrjú mörk, þar á meðal tveir Rússar en tveir af þessum sex leikmönnum eru dottnir úr keppni svo þeir skora ekki meir í ár (Diego Costa - Spánn og Yerry Mina - Kólumbía).
Þetta verða því líklega Kane og Lukaku sem berjast um gullskóinn í ár. England mætir Svíþjóð í átta liða úrslitunum á laugardaginn en Belgarnir spila við Brasilíu á föstudagskvöldið.
Hér má sjá listann í heild sinni.
Baráttan um HM-gullskóinn: Kane leiðir með tveimur mörkum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn


Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn


„Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“
Íslenski boltinn


„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti

