Áður höfðu Úrúgvæ, Frakkland, Brasilía, Belgía, Rússland og Króatía tryggt sér sinn farseðil.
Tölfræðingar ESPN hafa nú reiknað út sigurlíkur þjóðanna í átta liða úrslitunum. Það kemur fram að mestar líkur séu á því að Frakkland, Brasilía, Króatía og England fari áfram í undanúrslitaleikina.
Sigurlíkur allra þjóðanna átta má sjá hér fyrir neðan. Brasilíumenn eru efstir en 64 prósent líkur eru á því að þeir vinni Belga og komist í undanúrslit á móti annaðhvort Úrúgvæ eða Frakklandi.
Næstu koma Englendingar með 62 prósent sigurlíkur á móti Svíþjóð og svo Frakkar með 62 prósent sigurlíkur á móti Úrúgvæ. Sigurleikur Króata á móti Rússum eru síðan 61 prósent.
The #WorldCup quarterfinals are set.
Left side of the bracket: 8 World Cup titles (#BRA 5, #URU 2, #FRA 1) and 11 final appearances
Right side of the bracket: 1 World Cup title (#ENG) and 2 final appearances@FiveThirtyEight SPI projections: https://t.co/uesYMeASeSpic.twitter.com/fMOMyPwqdT
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 3, 2018