Segja eina stærstu stjörnu franska landsliðsins líta á sig sem hálfan Úrúgvæa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 12:00 Antoine Griezmann heilsar Lionel Messi fyrir leik Frakka og Argentínu í 16 liða úrslitum HM. Vísir/Getty Franski framherjinn Antoine Griezmann verður í sviðsljóinu á morgun þegar Frakkar mæta Úrúgvæ í átta liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi. Í aðdraganda leiksins hafa komið fram í dagsljósið sérstök tengsl Antoine Griezmann við Úrúgvæ. Antoine Griezmann verður í strangri gæslu þeirra Diego Godin og Jose Gimenez sem eru liðsfélagar hans hjá Atletico Madrid. Þeir þekkjast vel og eru miklir félagar ekki síst þar sem að Griezmann hefur náð mjög vel saman við Úrúgvæmennina tvo. Dæmi um ást Griezmann á Úrúgvæ er að eftir að Úrúgvæ tryggði sig inn á HM þá tók Griezmann á móti þeim Godin og Gimenez á flugvellinum í Madrid klæddur landsliðsteyju Úrúgvæ. Annað mjög gott dæmi um vinskap þeirra er að Diego Godin er guðfaðir dóttur Antoine Griezmann. BBC segir frá. Griezmann hefur sjálfur talað um það í viðtölum að honum líði eins og hann sé hálfur Úrúgvæi. „Þetta er þjóðin sem ég elska og landið sem ég elska. Þetta verður mjög tilfinningaþrungið fyrir mig,“ sagði Griezmann. Nahitan Nandez, leikmaður Úrúgvæ, hefur einnig tjáð sig um sterk tengsl Antoine Griezmann og Úrúgvæ. „Griezmann er mikill Úrúgvæmaður og hann lítur á sig sem Úrúgvæa. Þetta verður sérstakur leikur fyrir hann alveg eins og fyrir okkur,“ sagði Nahitan Nandez. „Það eina sem ég vil segja er að ég vona að hann hagi sér vel á vellinum og gleymi því ekki að hann er hálfur Úrúgvæi,“ bætti Nandez við. Luis Suarez hafði aftur á móti engan húmor fyrir svona pælingum. „Hann er Frakki og veit ekkert hvað það er að vera Úrúgvæmaður,“ sagði Luis Suarez og bætti við: „Hann veit ekkert um það hverjir við erum og hvað við þurfum að leggja á okkur til að ná árangri í fótbolta. Hann hefur gaman af okkar siðum og talar okkar tungumál. Okkur líður samt öðruvísi,“ sagði Luis Suarez.Antoine Griezmann fagnar sigri í Evrópudeildinni með Diego Godin.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Sjá meira
Franski framherjinn Antoine Griezmann verður í sviðsljóinu á morgun þegar Frakkar mæta Úrúgvæ í átta liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi. Í aðdraganda leiksins hafa komið fram í dagsljósið sérstök tengsl Antoine Griezmann við Úrúgvæ. Antoine Griezmann verður í strangri gæslu þeirra Diego Godin og Jose Gimenez sem eru liðsfélagar hans hjá Atletico Madrid. Þeir þekkjast vel og eru miklir félagar ekki síst þar sem að Griezmann hefur náð mjög vel saman við Úrúgvæmennina tvo. Dæmi um ást Griezmann á Úrúgvæ er að eftir að Úrúgvæ tryggði sig inn á HM þá tók Griezmann á móti þeim Godin og Gimenez á flugvellinum í Madrid klæddur landsliðsteyju Úrúgvæ. Annað mjög gott dæmi um vinskap þeirra er að Diego Godin er guðfaðir dóttur Antoine Griezmann. BBC segir frá. Griezmann hefur sjálfur talað um það í viðtölum að honum líði eins og hann sé hálfur Úrúgvæi. „Þetta er þjóðin sem ég elska og landið sem ég elska. Þetta verður mjög tilfinningaþrungið fyrir mig,“ sagði Griezmann. Nahitan Nandez, leikmaður Úrúgvæ, hefur einnig tjáð sig um sterk tengsl Antoine Griezmann og Úrúgvæ. „Griezmann er mikill Úrúgvæmaður og hann lítur á sig sem Úrúgvæa. Þetta verður sérstakur leikur fyrir hann alveg eins og fyrir okkur,“ sagði Nahitan Nandez. „Það eina sem ég vil segja er að ég vona að hann hagi sér vel á vellinum og gleymi því ekki að hann er hálfur Úrúgvæi,“ bætti Nandez við. Luis Suarez hafði aftur á móti engan húmor fyrir svona pælingum. „Hann er Frakki og veit ekkert hvað það er að vera Úrúgvæmaður,“ sagði Luis Suarez og bætti við: „Hann veit ekkert um það hverjir við erum og hvað við þurfum að leggja á okkur til að ná árangri í fótbolta. Hann hefur gaman af okkar siðum og talar okkar tungumál. Okkur líður samt öðruvísi,“ sagði Luis Suarez.Antoine Griezmann fagnar sigri í Evrópudeildinni með Diego Godin.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Sjá meira