Fyrirliði sænska landsliðsins svaf ekki mikið í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2018 11:30 Andreas Granqvist. Vísir/Getty Það er nóg um að vera hjá Andreas Granqvist, fyrirliða sænska landsliðsins í fótbolta, og ekki bara á HM í fótbolta í Rússlandi. Miðvörðurinn hefur staðið sig frábærlega í miðri vörn sænska liðsins sem hefur haldið hreinu í 3 af 4 leikjum sínum og er komið alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Liðið mætir Englandi á morgun. Granqvist hefur einnig skorað tvö af sex mörkum sænska liðsins á mótinu en mörkin hans komu bæði úr vítaspyrnum. Kona hans Sofie eignaðist síðan dótturina Miku í nótt. „Hún kom í heiminn á góðum tímapunkti en ég svaf ekki mikið í nótt,“ sagði Andreas Granqvist við Expressen. „Ég er svo ótrúlega ánægður og stoltur. Hún er heilbrigð og eiginkonu minni líður vel. Allt gekk vel,“ sagði Granqvist. Það hefur verið mikil lukka hjá Granqvist þessa daga enda allt að ganga frábærlega bæði inn á vellinum og heima fyrir. „Það er ekkert betra en að eignast dóttur en það fá ekki allir fótboltamenn tækifæri til að að spila í átta liða úrslitum á HM. Ég ætla bara að njóta,“ sagði Granqvist. Hann þakkaði líka liðsfélögum sínum fyrir stuðninginn. Hér fyrir neðan má sjá færslu af Instagram síðu þar sem hann fagnaði fæðingu dóttur sinnar. So happy and proud of my wife. Both are healthy and well. #worldcupbaby #pappashårfäste A post shared by Andreas (@granqvistandreas) on Jul 5, 2018 at 11:51pm PDT HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Það er nóg um að vera hjá Andreas Granqvist, fyrirliða sænska landsliðsins í fótbolta, og ekki bara á HM í fótbolta í Rússlandi. Miðvörðurinn hefur staðið sig frábærlega í miðri vörn sænska liðsins sem hefur haldið hreinu í 3 af 4 leikjum sínum og er komið alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Liðið mætir Englandi á morgun. Granqvist hefur einnig skorað tvö af sex mörkum sænska liðsins á mótinu en mörkin hans komu bæði úr vítaspyrnum. Kona hans Sofie eignaðist síðan dótturina Miku í nótt. „Hún kom í heiminn á góðum tímapunkti en ég svaf ekki mikið í nótt,“ sagði Andreas Granqvist við Expressen. „Ég er svo ótrúlega ánægður og stoltur. Hún er heilbrigð og eiginkonu minni líður vel. Allt gekk vel,“ sagði Granqvist. Það hefur verið mikil lukka hjá Granqvist þessa daga enda allt að ganga frábærlega bæði inn á vellinum og heima fyrir. „Það er ekkert betra en að eignast dóttur en það fá ekki allir fótboltamenn tækifæri til að að spila í átta liða úrslitum á HM. Ég ætla bara að njóta,“ sagði Granqvist. Hann þakkaði líka liðsfélögum sínum fyrir stuðninginn. Hér fyrir neðan má sjá færslu af Instagram síðu þar sem hann fagnaði fæðingu dóttur sinnar. So happy and proud of my wife. Both are healthy and well. #worldcupbaby #pappashårfäste A post shared by Andreas (@granqvistandreas) on Jul 5, 2018 at 11:51pm PDT
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira