Sumarmessan var á sínum stað í gærkvöldi. Benedikt Valsson stýrði ferðinni af sinni alkunnu snilld en í settinu voru Hjörvar Hafliðason og Ríkharður Daðason.
Félagarnir fóru yfir leikina tvo sem voru í 8-liða undanúrslitunum á HM í gær. England lagði Svía 2-0 og Króatía kláraði Rússa í vítaspyrnukeppni.
Dynamo þrasið var að sjálfsögðu á sínum stað og var þrasað um þrennt. Fyrsta þrasið var um stærstu VAR-mistökin í keppninni.
„Ég er mjög ósáttur með VAR í að Jesus hafi ekki fengið víti. Ég er ekki sáttur við það þegar Hörður Björgvin hafi átt að hafa tekið Mesa niður,” sagði Hjörvar.
„Ég er að alltaf rífast við alla um þetta,” sagði Hjörvar áður en Rikki Daða tók við boltanum og fór yfir atvik hvað varðar VAR.
Næst var þrasið um hvaða lið fara í úrslit og að lokum hverjir vinna gullboltann og gullhanskann.
Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Sumarmessan: „Ég er alltaf að rífast við alla um þetta“
Anton Ingi Leifsson skrifar
Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti


„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti



Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti