Fótbolti

Enginn Íslendingur á meðal 50 bestu leikmanna HM

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er oft á sama lista í ensku úrvalsdeildinni.
Gylfi Þór Sigurðsson er oft á sama lista í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Enginn leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta er á lista yfir 50 bestu leikmenn HM samkvæmt tölfræði Sky Sports sem það notar til að setja upp styrkleikalista leikmanna.

Sky Sports notar sömu 32 tölfræðiþættina og það gerir í ensku úrvalsdeildinni til að búa til eins lista og það gerir þegar hún er í gangi en þar hefur Gylfi Þór Sigurðsson verið reglulegur gestur undanfarin misseri.

Búið er að gefa út styrkleikalistann eftir átta liða úrslitin en þar trónir Antonione Griezmann, leikmaður Frakka, á toppnum með 5,017 stig. Harry Maguire, miðvörður Englands, rýkur svo upp listann og er í öðru sæti með 4,236 stig.

Eðlilega er enginn íslenskur leikmaður á þeim lista þar sem að strákarnir okkar fóru heim eftir riðlakeppnina en ekki er heldur að finna íslenskt nafn á heildarlistanum yfir þá 50 bestu.

Aðeins fjórir leikmenn eru á listanum sem eru í liðum sem ekki fór upp úr riðli en það eru Mexíkóarnir Hirving Lozano (34. sæti) og Guillermo Ochoa (42. sæti), Suður-Kóreumaðurinn Heung-Min Son (38. sæti) og Túnisinn Wahbi Khazri (49. sæti).

Brasilíumaðurinn Neymar er efstur allra á heildarlistanum með 14,425 stig og markahrókurinn Harry Kane, framherji Englands, er í öðru sæti með 12,155 og Philippe Coutinho, leikmaður Brasilíu, er þriðji með 12,054 stig.

Báða listana fá finna hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×