Tólf ár í dag síðan að Zidane skallaði Materazzi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2018 14:30 Marco Materazzi liggur í grasinu eftir að Zinedine Zidane skallaði hann. Vísir/Getty Zinedine Zidane heldur örugglega ekki upp á þennan 9. júlí en það er allt eins líklegt að Ítalinn Marco Materazzi opni flösku í tilefni dagsins. 9. júlí 2006 endaði draumaendir knattspyrnuferils Frakkans Zinedine Zidane á algjörri martröð eftir samskipti við ítalska miðvörðinn. Í dag eru nefnilega tólf ár síðan að Zinedine Zidane lét reka sig útaf með rautt spjald í úrslitaleik HM í Þýskalandi sem var á milli Frakklands og Ítalíu á Ólympíuleikvanginum í Berlín.On this day in 2006, Zinedine Zidane was sent off for headbutting Marco Materazzi as Italy claimed their fourth World Cup title. pic.twitter.com/HyG6GloPTF — ESPN FC (@ESPNFC) July 9, 2018 Zinedine Zidane var búinn að eiga frábært heimsmeistaramóti með franska landsliðinu og var á góðri leið með að verða heimsmeistari í annað skiptið á ferlinum. Zidane hafði meðal annars komið Frökkum í 1-0 með marki úr víti á 7. mínútu en Marco Materazzi jafnaði metin tólf mínútum síðar. Þannig var staðan við lok venjulegs leiktíma og þannig var staðan á 110. mínútu leiksins þegar það sauð upp úr hjá Zinedine Zidane. Milljónir sjónvarpsáhorfenda út um allan heim áttuðu sig ekki fyrst á því hvað hafði gerðist en það fyrsta sem sást var þegar Marco Materazzi lá emjandi í grasinu.ON THIS DAY: 12 years ago... Zinedine Zidane headbutted Marco Materazzi in the World Cup final. His last ever match. pic.twitter.com/hEC93kXLOB — bet365 (@bet365) July 9, 2018 Endursýningarnar sýndu síðan hvað hafði í raun gerst. Zinedine Zidane hafði skallað í Marco Materazzi í brjóstkassann eftir einhver orðasamskipti þeirra á milli. Argentínski dómarinn Horacio Elizondo sá ekki atikvið en fékk hjálp frá einum aðstoðarmanna sinni og lyfti réttilega rauða spjaldinu. Zinedine Zidane fór því snemma í sturtu og dramatíkin var í hæstu hæðum þegar franski knattspyrnusnillingurinn gekk framhjá HM-bikarnum á hliðarlínunni. Marco Materazzi og félagar í ítalska landsliðinu tryggðu sér síðan heimsmeistaratitilinn með því að vinna vítaspyrnukeppnina 5-3. Frakkarnir þurftu ekki að taka síðustu vítaspyrnuna sína, spyrnu sem Zinedine Zidane hefði líklega tekið ef hann hefði ekki fengið rauða spjald. Atvikið á milli Zinedine Zidane og Marco Materazzi stal sviðsljósinu næstu dagana á eftir enda skildu fáir í því hvernig Zidane gat brugðist svona illa við. Hvað sagði eiginlega við Materazzi hann? Áratug síðar viðurkenndi Marco Materazzi loksins hvað hann sagði við Zinedine Zidane til að ná honum svona upp. Hann talaði víst ósmekklega um systur Zinedine Zidane. Materazzi sagði að það hafi verið heimskulegt að segja þetta en jafnframt að hann hafi ekki átti þessi viðbrögð skilið.ON THIS DAY: 2006 - Zinedine Zidane headbutts Marco Materazzi in the world cup final. Italy go on to win 5-3 on penalties, in Zidane's last ever game!#worldcuppic.twitter.com/A5FXbMnUUn — Stephen Howson (@MrStephenHowson) July 9, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Zinedine Zidane heldur örugglega ekki upp á þennan 9. júlí en það er allt eins líklegt að Ítalinn Marco Materazzi opni flösku í tilefni dagsins. 9. júlí 2006 endaði draumaendir knattspyrnuferils Frakkans Zinedine Zidane á algjörri martröð eftir samskipti við ítalska miðvörðinn. Í dag eru nefnilega tólf ár síðan að Zinedine Zidane lét reka sig útaf með rautt spjald í úrslitaleik HM í Þýskalandi sem var á milli Frakklands og Ítalíu á Ólympíuleikvanginum í Berlín.On this day in 2006, Zinedine Zidane was sent off for headbutting Marco Materazzi as Italy claimed their fourth World Cup title. pic.twitter.com/HyG6GloPTF — ESPN FC (@ESPNFC) July 9, 2018 Zinedine Zidane var búinn að eiga frábært heimsmeistaramóti með franska landsliðinu og var á góðri leið með að verða heimsmeistari í annað skiptið á ferlinum. Zidane hafði meðal annars komið Frökkum í 1-0 með marki úr víti á 7. mínútu en Marco Materazzi jafnaði metin tólf mínútum síðar. Þannig var staðan við lok venjulegs leiktíma og þannig var staðan á 110. mínútu leiksins þegar það sauð upp úr hjá Zinedine Zidane. Milljónir sjónvarpsáhorfenda út um allan heim áttuðu sig ekki fyrst á því hvað hafði gerðist en það fyrsta sem sást var þegar Marco Materazzi lá emjandi í grasinu.ON THIS DAY: 12 years ago... Zinedine Zidane headbutted Marco Materazzi in the World Cup final. His last ever match. pic.twitter.com/hEC93kXLOB — bet365 (@bet365) July 9, 2018 Endursýningarnar sýndu síðan hvað hafði í raun gerst. Zinedine Zidane hafði skallað í Marco Materazzi í brjóstkassann eftir einhver orðasamskipti þeirra á milli. Argentínski dómarinn Horacio Elizondo sá ekki atikvið en fékk hjálp frá einum aðstoðarmanna sinni og lyfti réttilega rauða spjaldinu. Zinedine Zidane fór því snemma í sturtu og dramatíkin var í hæstu hæðum þegar franski knattspyrnusnillingurinn gekk framhjá HM-bikarnum á hliðarlínunni. Marco Materazzi og félagar í ítalska landsliðinu tryggðu sér síðan heimsmeistaratitilinn með því að vinna vítaspyrnukeppnina 5-3. Frakkarnir þurftu ekki að taka síðustu vítaspyrnuna sína, spyrnu sem Zinedine Zidane hefði líklega tekið ef hann hefði ekki fengið rauða spjald. Atvikið á milli Zinedine Zidane og Marco Materazzi stal sviðsljósinu næstu dagana á eftir enda skildu fáir í því hvernig Zidane gat brugðist svona illa við. Hvað sagði eiginlega við Materazzi hann? Áratug síðar viðurkenndi Marco Materazzi loksins hvað hann sagði við Zinedine Zidane til að ná honum svona upp. Hann talaði víst ósmekklega um systur Zinedine Zidane. Materazzi sagði að það hafi verið heimskulegt að segja þetta en jafnframt að hann hafi ekki átti þessi viðbrögð skilið.ON THIS DAY: 2006 - Zinedine Zidane headbutts Marco Materazzi in the world cup final. Italy go on to win 5-3 on penalties, in Zidane's last ever game!#worldcuppic.twitter.com/A5FXbMnUUn — Stephen Howson (@MrStephenHowson) July 9, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti