Neðri hluti Langár að fyllast af laxi Karl Lúðvíksson skrifar 10. júlí 2018 10:00 Veiðin í Langá er komin á fullt skrið. Mynd: KL Langá á Mýrum er oft sú á í Borgarfirðinum sem er aðeins seinni til en árnar næst henni en eftir kvöldvaktina í dag er ljóst að hún er komin í gang. Það hefur verið mikið vatn í ánni eftir 25. júní þegar hún hækkaði um rúmlega metra á tveim dögum. Síðan þá hefur hún sjatnað í því sem næst er hennar besta vatni. Áin hefur verið köld og erfið viðureignar og þrátt fyrir góðar göngur framan af hefur takan verið oft á tíðum heldur róleg. Það breyttist all snarlega í kvöld þegar 24 löxum var landað og annað eins slapp af færum veiðimanna í hávaðaroki og rigningu sem dundi á mönnum við bakkann í kvöld. Veiðisvæðið frá Strengjum að Sjávarfossi var kraumandi af laxi og takan var góð eftir því. Áin er loksins að hlaða sig og laxinn farinn að ganga í meiri mæli upp ána en nú er góð veiði á öllum svæðum neðan Hvítstaðahyls sem er rétt við veiðihúsið og það á aðeins eftir að taka nokkra daga til að efri svæðin þar fyrir ofan komi jafn sterkt inn. Það má því reikna með að um miðjan júlí verði öll áin komin inn. Mest lesið Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Frábært í Elliðánum en veiðiþjófar stálust í Fossinn Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Veiðin í Jöklu mun betri en í fyrra Veiði
Langá á Mýrum er oft sú á í Borgarfirðinum sem er aðeins seinni til en árnar næst henni en eftir kvöldvaktina í dag er ljóst að hún er komin í gang. Það hefur verið mikið vatn í ánni eftir 25. júní þegar hún hækkaði um rúmlega metra á tveim dögum. Síðan þá hefur hún sjatnað í því sem næst er hennar besta vatni. Áin hefur verið köld og erfið viðureignar og þrátt fyrir góðar göngur framan af hefur takan verið oft á tíðum heldur róleg. Það breyttist all snarlega í kvöld þegar 24 löxum var landað og annað eins slapp af færum veiðimanna í hávaðaroki og rigningu sem dundi á mönnum við bakkann í kvöld. Veiðisvæðið frá Strengjum að Sjávarfossi var kraumandi af laxi og takan var góð eftir því. Áin er loksins að hlaða sig og laxinn farinn að ganga í meiri mæli upp ána en nú er góð veiði á öllum svæðum neðan Hvítstaðahyls sem er rétt við veiðihúsið og það á aðeins eftir að taka nokkra daga til að efri svæðin þar fyrir ofan komi jafn sterkt inn. Það má því reikna með að um miðjan júlí verði öll áin komin inn.
Mest lesið Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Frábært í Elliðánum en veiðiþjófar stálust í Fossinn Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Veiðin í Jöklu mun betri en í fyrra Veiði