Stoltur að vera við hlið Guðna Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júní 2018 08:30 Birkir Már Sævarsson. vísir/Vilhelm Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson komst í góðra manna hóp um helgina er hann lék 80. landsleik sinn fyrir hönd Íslands í 1-1 jafntefli við Argentínu í Moskvu. Með því komst hann upp að hlið formanns KSÍ, Guðna Bergssonar, í 4. sæti yfir flesta landsleiki fyrir hönd karlaliðs Íslands. Aðeins þrír leikmenn eiga fleiri leiki, Rúnar Kristinsson er enn leikjahæstur með 104 leiki en Hermann Hreiðarsson (89) og Eiður Smári Guðjohnsen (88) eiga enn nokkra leiki á Birki. Liðsfélagar hans, Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson, eru ekki langt undan með 78 leiki en þeir ná Guðna á meðan á heimsmeistaramótinu stendur spili þeir leikina tvo sem eftir eru í riðlakeppninni. Sjálfur sagðist Birkir ekki hafa gert sér grein fyrir þessu. „Ég er alveg ótrúlega stoltur að vera hluti af þessum hóp og að heyra af þessu, að ég sé kominn upp að hlið Guðna Bergssonar er lyginni líkast. Ég vissi það í raun ekki,“ sagði Birkir og hélt áfram: „Maður hugsaði aldrei út í þetta en ég er ótrúlega stoltur af því að heyra þetta. Þetta sýnir hvað maður getur farið langt á mikilli vinnu og metnaði, ég er ekkert hæfileikaríkasti maðurinn á þessu móti en þetta sýnir hvað er hægt að uppskera. Maður er búinn að gefa allt í að bæta sig sem fótboltamaður.“ Hann vildi ekki gefa út nein markmið um hversu hátt hann ætlaði að komast. „Við sjáum til, ég er bara glaður á meðan ég fæ leiki með þessum hóp, þetta er frábær klúbbur að vera í og ég gæti ekki verið stoltari.“ Hann segir að þeir hafi ekki mikinn tíma til að dvelja við það að hafa náð jafntefli gegn Argentínu. „Við fórum yfir Argentínuleikinn kvöldið eftir og honum lokað. Þá komum við okkur niður á jörðina og færðum einbeitinguna yfir á næsta leik,“ sagði Birkir en hann fékk það verkefni að stöðva Angel Di Maria, leikmann PSG, sem hefur einnig leikið með Real Madrid og Manchester United. „Ég upplifði ekki hræðslu í leiknum sjálfum, í aðdraganda mótsins var svolítið yfirþyrmandi að hugsa út í gæði þeirra en þegar komið er inn á völlinn þá hugsar maður bara að þetta sé fótboltaleikur milli tveggja liða, ellefu á móti ellefu,“ sagði Birkir sem hafði Di Maria í vasanum þar til honum var skipt af velli. „Maður var greinilega að gera eitthvað rétt fyrst hann var tekinn snemma út af,“ sagði Birkir sem fékk ferska fætur inn í stað hans. „Það er oft erfitt fyrir okkur bakverðina, við fáum ferska fætur inn og þurfum að takast á við það en mér fannst það ganga ágætlega.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu bakvið tjöldin þegar að Mið-Ísland heimsótti strákana okkar Íslenska landsliðið fékk einkasýningu frá vinsælasta uppistandshóp Íslands. 20. júní 2018 07:15 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Sjá meira
Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson komst í góðra manna hóp um helgina er hann lék 80. landsleik sinn fyrir hönd Íslands í 1-1 jafntefli við Argentínu í Moskvu. Með því komst hann upp að hlið formanns KSÍ, Guðna Bergssonar, í 4. sæti yfir flesta landsleiki fyrir hönd karlaliðs Íslands. Aðeins þrír leikmenn eiga fleiri leiki, Rúnar Kristinsson er enn leikjahæstur með 104 leiki en Hermann Hreiðarsson (89) og Eiður Smári Guðjohnsen (88) eiga enn nokkra leiki á Birki. Liðsfélagar hans, Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson, eru ekki langt undan með 78 leiki en þeir ná Guðna á meðan á heimsmeistaramótinu stendur spili þeir leikina tvo sem eftir eru í riðlakeppninni. Sjálfur sagðist Birkir ekki hafa gert sér grein fyrir þessu. „Ég er alveg ótrúlega stoltur að vera hluti af þessum hóp og að heyra af þessu, að ég sé kominn upp að hlið Guðna Bergssonar er lyginni líkast. Ég vissi það í raun ekki,“ sagði Birkir og hélt áfram: „Maður hugsaði aldrei út í þetta en ég er ótrúlega stoltur af því að heyra þetta. Þetta sýnir hvað maður getur farið langt á mikilli vinnu og metnaði, ég er ekkert hæfileikaríkasti maðurinn á þessu móti en þetta sýnir hvað er hægt að uppskera. Maður er búinn að gefa allt í að bæta sig sem fótboltamaður.“ Hann vildi ekki gefa út nein markmið um hversu hátt hann ætlaði að komast. „Við sjáum til, ég er bara glaður á meðan ég fæ leiki með þessum hóp, þetta er frábær klúbbur að vera í og ég gæti ekki verið stoltari.“ Hann segir að þeir hafi ekki mikinn tíma til að dvelja við það að hafa náð jafntefli gegn Argentínu. „Við fórum yfir Argentínuleikinn kvöldið eftir og honum lokað. Þá komum við okkur niður á jörðina og færðum einbeitinguna yfir á næsta leik,“ sagði Birkir en hann fékk það verkefni að stöðva Angel Di Maria, leikmann PSG, sem hefur einnig leikið með Real Madrid og Manchester United. „Ég upplifði ekki hræðslu í leiknum sjálfum, í aðdraganda mótsins var svolítið yfirþyrmandi að hugsa út í gæði þeirra en þegar komið er inn á völlinn þá hugsar maður bara að þetta sé fótboltaleikur milli tveggja liða, ellefu á móti ellefu,“ sagði Birkir sem hafði Di Maria í vasanum þar til honum var skipt af velli. „Maður var greinilega að gera eitthvað rétt fyrst hann var tekinn snemma út af,“ sagði Birkir sem fékk ferska fætur inn í stað hans. „Það er oft erfitt fyrir okkur bakverðina, við fáum ferska fætur inn og þurfum að takast á við það en mér fannst það ganga ágætlega.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu bakvið tjöldin þegar að Mið-Ísland heimsótti strákana okkar Íslenska landsliðið fékk einkasýningu frá vinsælasta uppistandshóp Íslands. 20. júní 2018 07:15 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Sjá meira
Sjáðu bakvið tjöldin þegar að Mið-Ísland heimsótti strákana okkar Íslenska landsliðið fékk einkasýningu frá vinsælasta uppistandshóp Íslands. 20. júní 2018 07:15