Stoltur að vera við hlið Guðna Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júní 2018 08:30 Birkir Már Sævarsson. vísir/Vilhelm Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson komst í góðra manna hóp um helgina er hann lék 80. landsleik sinn fyrir hönd Íslands í 1-1 jafntefli við Argentínu í Moskvu. Með því komst hann upp að hlið formanns KSÍ, Guðna Bergssonar, í 4. sæti yfir flesta landsleiki fyrir hönd karlaliðs Íslands. Aðeins þrír leikmenn eiga fleiri leiki, Rúnar Kristinsson er enn leikjahæstur með 104 leiki en Hermann Hreiðarsson (89) og Eiður Smári Guðjohnsen (88) eiga enn nokkra leiki á Birki. Liðsfélagar hans, Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson, eru ekki langt undan með 78 leiki en þeir ná Guðna á meðan á heimsmeistaramótinu stendur spili þeir leikina tvo sem eftir eru í riðlakeppninni. Sjálfur sagðist Birkir ekki hafa gert sér grein fyrir þessu. „Ég er alveg ótrúlega stoltur að vera hluti af þessum hóp og að heyra af þessu, að ég sé kominn upp að hlið Guðna Bergssonar er lyginni líkast. Ég vissi það í raun ekki,“ sagði Birkir og hélt áfram: „Maður hugsaði aldrei út í þetta en ég er ótrúlega stoltur af því að heyra þetta. Þetta sýnir hvað maður getur farið langt á mikilli vinnu og metnaði, ég er ekkert hæfileikaríkasti maðurinn á þessu móti en þetta sýnir hvað er hægt að uppskera. Maður er búinn að gefa allt í að bæta sig sem fótboltamaður.“ Hann vildi ekki gefa út nein markmið um hversu hátt hann ætlaði að komast. „Við sjáum til, ég er bara glaður á meðan ég fæ leiki með þessum hóp, þetta er frábær klúbbur að vera í og ég gæti ekki verið stoltari.“ Hann segir að þeir hafi ekki mikinn tíma til að dvelja við það að hafa náð jafntefli gegn Argentínu. „Við fórum yfir Argentínuleikinn kvöldið eftir og honum lokað. Þá komum við okkur niður á jörðina og færðum einbeitinguna yfir á næsta leik,“ sagði Birkir en hann fékk það verkefni að stöðva Angel Di Maria, leikmann PSG, sem hefur einnig leikið með Real Madrid og Manchester United. „Ég upplifði ekki hræðslu í leiknum sjálfum, í aðdraganda mótsins var svolítið yfirþyrmandi að hugsa út í gæði þeirra en þegar komið er inn á völlinn þá hugsar maður bara að þetta sé fótboltaleikur milli tveggja liða, ellefu á móti ellefu,“ sagði Birkir sem hafði Di Maria í vasanum þar til honum var skipt af velli. „Maður var greinilega að gera eitthvað rétt fyrst hann var tekinn snemma út af,“ sagði Birkir sem fékk ferska fætur inn í stað hans. „Það er oft erfitt fyrir okkur bakverðina, við fáum ferska fætur inn og þurfum að takast á við það en mér fannst það ganga ágætlega.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu bakvið tjöldin þegar að Mið-Ísland heimsótti strákana okkar Íslenska landsliðið fékk einkasýningu frá vinsælasta uppistandshóp Íslands. 20. júní 2018 07:15 Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson komst í góðra manna hóp um helgina er hann lék 80. landsleik sinn fyrir hönd Íslands í 1-1 jafntefli við Argentínu í Moskvu. Með því komst hann upp að hlið formanns KSÍ, Guðna Bergssonar, í 4. sæti yfir flesta landsleiki fyrir hönd karlaliðs Íslands. Aðeins þrír leikmenn eiga fleiri leiki, Rúnar Kristinsson er enn leikjahæstur með 104 leiki en Hermann Hreiðarsson (89) og Eiður Smári Guðjohnsen (88) eiga enn nokkra leiki á Birki. Liðsfélagar hans, Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson, eru ekki langt undan með 78 leiki en þeir ná Guðna á meðan á heimsmeistaramótinu stendur spili þeir leikina tvo sem eftir eru í riðlakeppninni. Sjálfur sagðist Birkir ekki hafa gert sér grein fyrir þessu. „Ég er alveg ótrúlega stoltur að vera hluti af þessum hóp og að heyra af þessu, að ég sé kominn upp að hlið Guðna Bergssonar er lyginni líkast. Ég vissi það í raun ekki,“ sagði Birkir og hélt áfram: „Maður hugsaði aldrei út í þetta en ég er ótrúlega stoltur af því að heyra þetta. Þetta sýnir hvað maður getur farið langt á mikilli vinnu og metnaði, ég er ekkert hæfileikaríkasti maðurinn á þessu móti en þetta sýnir hvað er hægt að uppskera. Maður er búinn að gefa allt í að bæta sig sem fótboltamaður.“ Hann vildi ekki gefa út nein markmið um hversu hátt hann ætlaði að komast. „Við sjáum til, ég er bara glaður á meðan ég fæ leiki með þessum hóp, þetta er frábær klúbbur að vera í og ég gæti ekki verið stoltari.“ Hann segir að þeir hafi ekki mikinn tíma til að dvelja við það að hafa náð jafntefli gegn Argentínu. „Við fórum yfir Argentínuleikinn kvöldið eftir og honum lokað. Þá komum við okkur niður á jörðina og færðum einbeitinguna yfir á næsta leik,“ sagði Birkir en hann fékk það verkefni að stöðva Angel Di Maria, leikmann PSG, sem hefur einnig leikið með Real Madrid og Manchester United. „Ég upplifði ekki hræðslu í leiknum sjálfum, í aðdraganda mótsins var svolítið yfirþyrmandi að hugsa út í gæði þeirra en þegar komið er inn á völlinn þá hugsar maður bara að þetta sé fótboltaleikur milli tveggja liða, ellefu á móti ellefu,“ sagði Birkir sem hafði Di Maria í vasanum þar til honum var skipt af velli. „Maður var greinilega að gera eitthvað rétt fyrst hann var tekinn snemma út af,“ sagði Birkir sem fékk ferska fætur inn í stað hans. „Það er oft erfitt fyrir okkur bakverðina, við fáum ferska fætur inn og þurfum að takast á við það en mér fannst það ganga ágætlega.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu bakvið tjöldin þegar að Mið-Ísland heimsótti strákana okkar Íslenska landsliðið fékk einkasýningu frá vinsælasta uppistandshóp Íslands. 20. júní 2018 07:15 Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Sjáðu bakvið tjöldin þegar að Mið-Ísland heimsótti strákana okkar Íslenska landsliðið fékk einkasýningu frá vinsælasta uppistandshóp Íslands. 20. júní 2018 07:15
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn