Þrúgaðir af spennu á sama stað fyrir tveimur árum Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 20. júní 2018 20:30 Hannes Þór Halldórsson og strákarnir okkar vita hvað þarf að gera. vísir/vilhelm Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Nígeríu í annarri umferð riðlakeppni HM 2018 í Volgograd á föstudaginn en með sigri verður liðið í góðri stöðu fyrir lokaumferðina eftir jafnteflið gegn Argentínu. Strákarnir okkar voru ekki í ósvipaðri stöðu á EM 2016 fyrir tveimur árum en þá gerðu þeir jafntefli við Portúgal, 1-1, og áttu svo fyrir höndum leik á móti Ungverjalandi sem flestir töldu fýsilegasta leikinn til að vinna. Nígería er neðst á heimslistanum af liðunum í D-riðli og mögulegarnir góðir fyrir strákana okkar. Þeir verða þó að spila betur en á móti Ungverjum á EM 2016 þar sem að okkar menn náðu sér aldrei á strik.Hannes Þór og strákarnir vilja sigur á föstudaginnVísir/GettyVoru í góðri stöðu „Það er ótrúlega margt sem er svipað með þessum tveimur mótum. Þetta er spegilmynd er í rauninni spegilmynd. Þessi leikur á móti Ungverjum verður virkilega mikivæg reynsla fyrir okkur,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins. „Þar vorum við komnir í góða stöðu eftir að ná í sterkt stig í fyrsta leik og sigur hefði komið okkur áfram. Munurinn er kannski að það er ekkert í höfn þó svo að við vinnum Nígeríu.“ Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir sigur á móti Nígeríu gætu okkar menn auðveldlega farið heim með tapi í lokaumferðinni. En, hvað ætla þeir að gera til að passa sig á að falla ekki í sömu gryfju og á EM og hvað gerðist þar?Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að lokaflautið gall í leik Íslands og Ungverjalands á EM 2016.vísir/vilhelmLæra af þessu „Þar vorum við svolítið þrúgaðir af spennu vitandi að ef við myndum vinna værum við komnir áfram. Þetta verður auðvitað risaskref fyrir okkur ef okkur tekst að sigra þann leik,“ segir Hannes. „Það sem við lærðum mest á þessu er að fara inn í svona leik eftir sterkt stig sem skilar engu nema gera vel í næsta leik. Það mun hjálpa okkur að ná spennustiginu á réttan stað því á móti Ungverjunum vorum við svolítið passívir og enginn vildi gera mistök. Spennustigið var vanstillt og ég held að það eigi eftir að hjálpa okkur á föstudaginn að hafa gengið í gegnum þetta,“ segir Hannes Þór Halldórsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Öskraði bara eitthvað bull á spænsku Alfreð Finnbogason vakti athygli fyrir fagnið á móti Argentínu. 20. júní 2018 08:03 Íslensku markverðirnir æfa með gleraugu sem skerða sjónina | Myndband Sjáðu skemmtilega markvarðaæfingu íslenska landsliðsins. 20. júní 2018 10:30 Fær enga sérmeðferð þrátt fyrir hetjudáðina og var fljótt kippt niður á jörðina Hörður Björgvin Magnússon stjanar þó við Hannes og hefur gert lengi. 20. júní 2018 09:30 Alveg sama um skoðanir Messi á spilamennsku íslenska liðsins Alfreð Finnbogason útskýrði fyrir erlendum blaðamanni að það væru fleiri en ein leið til að spila fótbolta. 20. júní 2018 12:00 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Nígeríu í annarri umferð riðlakeppni HM 2018 í Volgograd á föstudaginn en með sigri verður liðið í góðri stöðu fyrir lokaumferðina eftir jafnteflið gegn Argentínu. Strákarnir okkar voru ekki í ósvipaðri stöðu á EM 2016 fyrir tveimur árum en þá gerðu þeir jafntefli við Portúgal, 1-1, og áttu svo fyrir höndum leik á móti Ungverjalandi sem flestir töldu fýsilegasta leikinn til að vinna. Nígería er neðst á heimslistanum af liðunum í D-riðli og mögulegarnir góðir fyrir strákana okkar. Þeir verða þó að spila betur en á móti Ungverjum á EM 2016 þar sem að okkar menn náðu sér aldrei á strik.Hannes Þór og strákarnir vilja sigur á föstudaginnVísir/GettyVoru í góðri stöðu „Það er ótrúlega margt sem er svipað með þessum tveimur mótum. Þetta er spegilmynd er í rauninni spegilmynd. Þessi leikur á móti Ungverjum verður virkilega mikivæg reynsla fyrir okkur,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins. „Þar vorum við komnir í góða stöðu eftir að ná í sterkt stig í fyrsta leik og sigur hefði komið okkur áfram. Munurinn er kannski að það er ekkert í höfn þó svo að við vinnum Nígeríu.“ Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir sigur á móti Nígeríu gætu okkar menn auðveldlega farið heim með tapi í lokaumferðinni. En, hvað ætla þeir að gera til að passa sig á að falla ekki í sömu gryfju og á EM og hvað gerðist þar?Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að lokaflautið gall í leik Íslands og Ungverjalands á EM 2016.vísir/vilhelmLæra af þessu „Þar vorum við svolítið þrúgaðir af spennu vitandi að ef við myndum vinna værum við komnir áfram. Þetta verður auðvitað risaskref fyrir okkur ef okkur tekst að sigra þann leik,“ segir Hannes. „Það sem við lærðum mest á þessu er að fara inn í svona leik eftir sterkt stig sem skilar engu nema gera vel í næsta leik. Það mun hjálpa okkur að ná spennustiginu á réttan stað því á móti Ungverjunum vorum við svolítið passívir og enginn vildi gera mistök. Spennustigið var vanstillt og ég held að það eigi eftir að hjálpa okkur á föstudaginn að hafa gengið í gegnum þetta,“ segir Hannes Þór Halldórsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Öskraði bara eitthvað bull á spænsku Alfreð Finnbogason vakti athygli fyrir fagnið á móti Argentínu. 20. júní 2018 08:03 Íslensku markverðirnir æfa með gleraugu sem skerða sjónina | Myndband Sjáðu skemmtilega markvarðaæfingu íslenska landsliðsins. 20. júní 2018 10:30 Fær enga sérmeðferð þrátt fyrir hetjudáðina og var fljótt kippt niður á jörðina Hörður Björgvin Magnússon stjanar þó við Hannes og hefur gert lengi. 20. júní 2018 09:30 Alveg sama um skoðanir Messi á spilamennsku íslenska liðsins Alfreð Finnbogason útskýrði fyrir erlendum blaðamanni að það væru fleiri en ein leið til að spila fótbolta. 20. júní 2018 12:00 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Öskraði bara eitthvað bull á spænsku Alfreð Finnbogason vakti athygli fyrir fagnið á móti Argentínu. 20. júní 2018 08:03
Íslensku markverðirnir æfa með gleraugu sem skerða sjónina | Myndband Sjáðu skemmtilega markvarðaæfingu íslenska landsliðsins. 20. júní 2018 10:30
Fær enga sérmeðferð þrátt fyrir hetjudáðina og var fljótt kippt niður á jörðina Hörður Björgvin Magnússon stjanar þó við Hannes og hefur gert lengi. 20. júní 2018 09:30
Alveg sama um skoðanir Messi á spilamennsku íslenska liðsins Alfreð Finnbogason útskýrði fyrir erlendum blaðamanni að það væru fleiri en ein leið til að spila fótbolta. 20. júní 2018 12:00