Hannes stoltur af ferðalaginu en pælir ekkert í stærri klúbbum Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 20. júní 2018 16:00 Hannes Þór Halldórsson var í góðum gír á blaðamannafundi landsliðsins í morgun. Vísir/Vilhelm Athyglin hefur verið mikil á landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson undanfarna daga. Markvörðurinn sem varði frá Lionel Messi spilar með Randers, miðlungsliði í dönsku knattspyrnunnni. Markmannsþjálfari landsliðsins, Guðmundur Hreiðarsson, segir Hannes geta spilað á miklu hærra stigi og svo sem fyrir stærstu félög í heimi. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég ekkert að velta mér upp úr því,“ sagði Hannes um stöðu sína. Guðmundur segist fá fjölmargar fyrirspurnir um Hannes og má telja líklegt að Hannes taki skref upp á við frá Hannes haldi hann áfram að standa sig vel í Rússlandi. „Ég er ánægður þar sem ég er í mínum klúbbi. Það er góð staða að finna ekki fyrir pressu að fara lengra. Að geta einbeitt sér 100% að því sem er í gangi,“ sagði Hannes.Hannes Þór Halldórsson með Kára Árnasyni eftir Argentínuleikinn.vísir/vilhelm„Ef vel gengur geta alls konar dyr opnast. Ef það gerist eitthvað þá gerist eitthvað,“ sagði Hannes yfirvegaður. Hann ætti að þekkja það. Fimmtán ár eru síðan hann var varamarkvörður í Leikni, fékk sénsinn í mikilvægum leik og gerði skelfileg mistök. Í dag er hann að verja víti frá Messi. Ótrúleg breyting og spurning hvort leikstjórinn sé ekki farinn að velta fyrir sér hver leiki hann í bíómyndinni sem einhvern tímann verður gerð og hann þá leikstýrir sjálfur. „Ég hef verið spurður að þessu nokkrum sinnum,“ segir Hannes. „Þetta er auðvitað ótrúlegt hvernig þetta hefur þróast. 2003 var ég ekki einu sinni að spila hjá Leikni. Það er löng leið að vera kominn hingað og það er eitthvað sem ég er mjög stoltur af. En varðandi bíómyndapælingar, þá verður það bara að koma í ljós.“Feðgarnir Hannes Þór og Halldór Þórarinsson eftir Argentínuleikinn.Vísir/VilhelmÞá var Hannes spurður hvort hann hefði einhverja rútínu á leikdegi sem tæki kannski einhverjum breytingum á stóra sviðinu hér í Rússlandi. „Ég er ekki með neina fasta rútínu,“ sagði Hannes. „Ég hef svolítið spilað þetta bara eftir eyranu.“ Því stærri sem leikirnir verði því meiri stress og spenna fylgi. Hann sjálfur þurfti frekar að halda spennustiginu niðri. „Ég þarf ekki að gíra mig upp.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Athyglin hefur verið mikil á landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson undanfarna daga. Markvörðurinn sem varði frá Lionel Messi spilar með Randers, miðlungsliði í dönsku knattspyrnunnni. Markmannsþjálfari landsliðsins, Guðmundur Hreiðarsson, segir Hannes geta spilað á miklu hærra stigi og svo sem fyrir stærstu félög í heimi. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég ekkert að velta mér upp úr því,“ sagði Hannes um stöðu sína. Guðmundur segist fá fjölmargar fyrirspurnir um Hannes og má telja líklegt að Hannes taki skref upp á við frá Hannes haldi hann áfram að standa sig vel í Rússlandi. „Ég er ánægður þar sem ég er í mínum klúbbi. Það er góð staða að finna ekki fyrir pressu að fara lengra. Að geta einbeitt sér 100% að því sem er í gangi,“ sagði Hannes.Hannes Þór Halldórsson með Kára Árnasyni eftir Argentínuleikinn.vísir/vilhelm„Ef vel gengur geta alls konar dyr opnast. Ef það gerist eitthvað þá gerist eitthvað,“ sagði Hannes yfirvegaður. Hann ætti að þekkja það. Fimmtán ár eru síðan hann var varamarkvörður í Leikni, fékk sénsinn í mikilvægum leik og gerði skelfileg mistök. Í dag er hann að verja víti frá Messi. Ótrúleg breyting og spurning hvort leikstjórinn sé ekki farinn að velta fyrir sér hver leiki hann í bíómyndinni sem einhvern tímann verður gerð og hann þá leikstýrir sjálfur. „Ég hef verið spurður að þessu nokkrum sinnum,“ segir Hannes. „Þetta er auðvitað ótrúlegt hvernig þetta hefur þróast. 2003 var ég ekki einu sinni að spila hjá Leikni. Það er löng leið að vera kominn hingað og það er eitthvað sem ég er mjög stoltur af. En varðandi bíómyndapælingar, þá verður það bara að koma í ljós.“Feðgarnir Hannes Þór og Halldór Þórarinsson eftir Argentínuleikinn.Vísir/VilhelmÞá var Hannes spurður hvort hann hefði einhverja rútínu á leikdegi sem tæki kannski einhverjum breytingum á stóra sviðinu hér í Rússlandi. „Ég er ekki með neina fasta rútínu,“ sagði Hannes. „Ég hef svolítið spilað þetta bara eftir eyranu.“ Því stærri sem leikirnir verði því meiri stress og spenna fylgi. Hann sjálfur þurfti frekar að halda spennustiginu niðri. „Ég þarf ekki að gíra mig upp.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00