Fótbolti

Rússneska mínútan: Rússarnir kveikja í ruslinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sumarmessan fer yfir allt það helsta eftir hvern einasta dag á HM í Rússlandi og var hún að sjálfsögðu á dagskránni í kvöld.

Benedikt Valsson stýrði umræðunum sem fyrr en með honum í settinu í kvöld voru þeir Gunnleifur Gunnleifsson og Jón Þór Hauksson. Farið var yfir öll mörk og atvik dagsins.

Liðurinn Rússneska mínútan hefur farið ansi vel í landann en í þeim lið taka fréttamenn Stöðvar 2 Sport í Rússlandi yfir þáttinn og tala um skemmtilegar hliðar á HM.

Henry Birgir Gunnarsson var í miklu stuði í mínútunni í kvöld þar sem hann fór yfir hvernig byggingaverktakar í Rússlandi fara að þegar þeir þurfa að fjarlæga einhverja hluti.

Sjón er sögu ríkari en innslagið má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×