Allt annað en venjulegur dagur á skrifstofunni Tómas Þór Þórðarson í Volgograd skrifar 21. júní 2018 07:30 Alfreð Finnbogason og Hannes Þór Halldórsson munu ekki gleyma 16. júní 2018 í bráð. vísri/vilhelm Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason, leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta, segja upplifunina af Argentínuleiknum í Moskvu eðlilega vera eitthvað sem að þeir munu aldrei gleyma. Þeir félagarnir sátu fyrir svörum á blaðmannafundi á æfingasvæðinu í Kabardinka í gær og viðurkenndu að leikurinn við Messi og félaga var allt annað en venjulegur dagur á skrifstofunni. „Þetta var nú allt annað en venjulegur dagur í vinnunni. Þetta var auðvitað ótrúleg upplifun enda fyrsti leikur Íslands á heimsmeistaramóti. Það er eitthvað sem allir í hópnum eru stoltir af því að hafa tekið þátt í,“ sagði Hannes Þór Halldórsson.Hannes Þór varði víti frá Lionel Messi.vísir/vilhelmEinbeitingin á næsta leik Hannes varði víti frá Messi og Alfreð skoraði fyrsta mark Íslands á HM frá upphafi. Stórar stundir sem þeir munu gleyma seint. „Þetta voru stór augnablik og eitthvað sem við munum aldrei gleyma en ég held að núna snúist þetta um að leggja þetta aðeins til hliðar. Við munum heyra nóg af þessu síðar þegar að við verðum komnir heim. Nú þurfum við að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Hannes. Alfreð tók undir með markverðinum. Þetta var ógleymanlegt. „Þetta er stærsta sviðið sem hægt er að vera á í fótboltanum og er eitthvað sem mun fylgja okkur leikmönnum lengra eftir mótið,“ sagði hann. „Það var ekkert eðlilegt við þennan fyrsta leik. Þetta var fyrsti leikur Íslands á HM og erfiðara að ná ró fyrir þennan leik heldur en marga aðra.“Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM.VÍSIR/VILHELMFljótir í núllstillingu Strákarnir okkar lentu í Volgograd í gær og mæta Nígeríu hér í borg á morgun og þar þurfa þeir sigur ef þeir ætla sér stóra hluti í þessu móti. Stigið gegn Argentínu getur gleymst fljótt ef illa fer. „Eins og fótboltinn er vitum við að við þurfum að vera fljótir að núllstilla okkur. Stigið sem við fengum á móti Argentínu var frábært en við vitum að ekki förum við áfram með eitt stig,“ segir Alfreð. „Í fótboltanum ertu dæmdur af þínum síðasta leik. Við þurfum því að vera fljótir að ná okkur niður og gera okkur klára fyrir næsta leik því hvort sem að fer illa eða vel verður bragðið af síðasta leik alltaf í munninum,“ segir Alfreð FinnbogasonVísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason, leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta, segja upplifunina af Argentínuleiknum í Moskvu eðlilega vera eitthvað sem að þeir munu aldrei gleyma. Þeir félagarnir sátu fyrir svörum á blaðmannafundi á æfingasvæðinu í Kabardinka í gær og viðurkenndu að leikurinn við Messi og félaga var allt annað en venjulegur dagur á skrifstofunni. „Þetta var nú allt annað en venjulegur dagur í vinnunni. Þetta var auðvitað ótrúleg upplifun enda fyrsti leikur Íslands á heimsmeistaramóti. Það er eitthvað sem allir í hópnum eru stoltir af því að hafa tekið þátt í,“ sagði Hannes Þór Halldórsson.Hannes Þór varði víti frá Lionel Messi.vísir/vilhelmEinbeitingin á næsta leik Hannes varði víti frá Messi og Alfreð skoraði fyrsta mark Íslands á HM frá upphafi. Stórar stundir sem þeir munu gleyma seint. „Þetta voru stór augnablik og eitthvað sem við munum aldrei gleyma en ég held að núna snúist þetta um að leggja þetta aðeins til hliðar. Við munum heyra nóg af þessu síðar þegar að við verðum komnir heim. Nú þurfum við að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Hannes. Alfreð tók undir með markverðinum. Þetta var ógleymanlegt. „Þetta er stærsta sviðið sem hægt er að vera á í fótboltanum og er eitthvað sem mun fylgja okkur leikmönnum lengra eftir mótið,“ sagði hann. „Það var ekkert eðlilegt við þennan fyrsta leik. Þetta var fyrsti leikur Íslands á HM og erfiðara að ná ró fyrir þennan leik heldur en marga aðra.“Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM.VÍSIR/VILHELMFljótir í núllstillingu Strákarnir okkar lentu í Volgograd í gær og mæta Nígeríu hér í borg á morgun og þar þurfa þeir sigur ef þeir ætla sér stóra hluti í þessu móti. Stigið gegn Argentínu getur gleymst fljótt ef illa fer. „Eins og fótboltinn er vitum við að við þurfum að vera fljótir að núllstilla okkur. Stigið sem við fengum á móti Argentínu var frábært en við vitum að ekki förum við áfram með eitt stig,“ segir Alfreð. „Í fótboltanum ertu dæmdur af þínum síðasta leik. Við þurfum því að vera fljótir að ná okkur niður og gera okkur klára fyrir næsta leik því hvort sem að fer illa eða vel verður bragðið af síðasta leik alltaf í munninum,“ segir Alfreð FinnbogasonVísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Sjá meira