Búnir að grandskoða Nígeríumennina Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 21. júní 2018 08:15 Helgi Kolviðsson kom inn í landsliðsteymið í kringum EM 2016 þegar hann mætti færandi hendi með ísbað frá Austurríki til Frakklands. Vísir/Vilhelm „Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur,“ segir aðstoðarþjálfarinn Helgi Kolviðsson um leikinn framundan gegn Nígeríu. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði hefur sagt að enn einu sinni sé stærsti leikur Íslandssögunnar undir. En hann er enn mikilvægari fyrir Nígeríu. Tap í þessum leik og möguleikar Nígeríu á að komast upp úr riðlinum eru litlir sem engir. Helgi bendir á að Nígeríumenn hafi fimm sinnum komist í úrslitakeppni HM síðan í frumrauninni í Bandaríkjunum 1994 þegar liðið var eitt af spútnikliðum keppninnar. Þrisvar hefur liðið komist upp úr riðli sínum. „Þeir eru með mjög gott lið og með góða einstaklinga í öllum stöðum. Þeir eru líkamlega sterkir og fljótir.“Hinn 64 ára gamli þýski þjálfari Nígeríu, Gernot Rohr. Hann hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár.Vísir/GettyOrð að sönnu. Nígeríumenn hafa ekki verið á uppleið undanfarin misseri eftir erfiðleika í kringum síðasta HM þar sem leikmenn voru ósáttir við launagreiðslur sínar og fóru um tíma í verkfall. Þessi 195 milljóna þjóð bíður eftir að landslið siitt taki stórt skref á HM og verði fyrsta Afríkuþjóðin til að vinna til verðlauna. „Við erum hér í fyrsta skipti en þeir hafa meiri reynslu. En við erum búnir að grandskoða þá og verðum tilbúnir.“Pascal Atuma, stuðningsmaður Nígeríu, segist 100 prósent viss um íslenskan sigur. Aðspurður hvort hann hafi alltaf rétt fyrir sér segir hann, allavega núna.Vísir/VilhelmHannes Þór Halldórsson átti stórleik gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands, steig ekki feilspor og varði auðvitað vítaspyrnu frá Lionel Messi. „Þetta verður líklega opnari leikur en gegn Argentínu,“ segir Hannes. Öðruvísi á allan hátt en þeir verði tilbúnir. „Þeir spila öðruvísi en Argentína, með öðruvísi leikmenn. Ekki litlir teknískir leikmenn heludr stærri og sterkari leikmenn. En við erum vel stemmdir,“ segir Alfreð sem mun þurfa að eiga við nautsterka varnarmenn Nígeríu. Áður en flautað verður til leiks hjá Íslandi og Nígeríu á föstudag munu úrslitin liggja fyrir í viðureign Argentínu og Króatíu. Króatar svo gott sem tryggja sig áfram með sigri og mikil pressa er á Argentínu eftir jafnteflið gegn Íslandi. Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
„Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur,“ segir aðstoðarþjálfarinn Helgi Kolviðsson um leikinn framundan gegn Nígeríu. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði hefur sagt að enn einu sinni sé stærsti leikur Íslandssögunnar undir. En hann er enn mikilvægari fyrir Nígeríu. Tap í þessum leik og möguleikar Nígeríu á að komast upp úr riðlinum eru litlir sem engir. Helgi bendir á að Nígeríumenn hafi fimm sinnum komist í úrslitakeppni HM síðan í frumrauninni í Bandaríkjunum 1994 þegar liðið var eitt af spútnikliðum keppninnar. Þrisvar hefur liðið komist upp úr riðli sínum. „Þeir eru með mjög gott lið og með góða einstaklinga í öllum stöðum. Þeir eru líkamlega sterkir og fljótir.“Hinn 64 ára gamli þýski þjálfari Nígeríu, Gernot Rohr. Hann hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár.Vísir/GettyOrð að sönnu. Nígeríumenn hafa ekki verið á uppleið undanfarin misseri eftir erfiðleika í kringum síðasta HM þar sem leikmenn voru ósáttir við launagreiðslur sínar og fóru um tíma í verkfall. Þessi 195 milljóna þjóð bíður eftir að landslið siitt taki stórt skref á HM og verði fyrsta Afríkuþjóðin til að vinna til verðlauna. „Við erum hér í fyrsta skipti en þeir hafa meiri reynslu. En við erum búnir að grandskoða þá og verðum tilbúnir.“Pascal Atuma, stuðningsmaður Nígeríu, segist 100 prósent viss um íslenskan sigur. Aðspurður hvort hann hafi alltaf rétt fyrir sér segir hann, allavega núna.Vísir/VilhelmHannes Þór Halldórsson átti stórleik gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands, steig ekki feilspor og varði auðvitað vítaspyrnu frá Lionel Messi. „Þetta verður líklega opnari leikur en gegn Argentínu,“ segir Hannes. Öðruvísi á allan hátt en þeir verði tilbúnir. „Þeir spila öðruvísi en Argentína, með öðruvísi leikmenn. Ekki litlir teknískir leikmenn heludr stærri og sterkari leikmenn. En við erum vel stemmdir,“ segir Alfreð sem mun þurfa að eiga við nautsterka varnarmenn Nígeríu. Áður en flautað verður til leiks hjá Íslandi og Nígeríu á föstudag munu úrslitin liggja fyrir í viðureign Argentínu og Króatíu. Króatar svo gott sem tryggja sig áfram með sigri og mikil pressa er á Argentínu eftir jafnteflið gegn Íslandi. Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira