Vísir var með beina lýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í Volgograd í Rússlandi þar sem Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, og Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, sátu fyrir svörum.
Strákarnir okkar mæta Nígeríu í öðrum leik D-riðils á HM 2018 í þessari sögufrægu borg en íslenska liðið er með eitt stig eftir jafntefli við Argentínu í fyrsta leik.
Nígería tapaði fyrir Króatíu í fyrstu umferð riðlakeppninnar og því er um algjöran lykilleik að ræða fyrir strákana okkar.
Hér fyrir neðan má lesa beinu textalýsinguna frá fundinum og með því að smella hér er hægt að horfa á fundinn.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
Svona var blaðamannafundur Heimis og Arons í Volgograd
