Nígeríumenn misstu af hundruðum þúsunda með tapinu gegn Króatíu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. júní 2018 12:00 Niðurlútir Nígeríumenn eftir leikinn við Króatíu Vísir/getty Nígeríumenn, sem eru næstu andstæðingar Íslands á HM, töpuðu ekki aðeins stigum með því að tapa opnunarleik þeirra við Króata heldur einnig stórum fjárhæðum. Liðið missti af yfir 300 þúsund bandarískum dollurum í bónusgreiðslum með tapinu en leikurinn fór 2-0 fyrir Króata. Talsmaður nígeríska knattspyrnusambandsins staðfesti það við fréttastofuna CNN að sambandið hefði samþykkt 10 þúsund dollara bónusgreiðslur handa hverjum leikmanni fyrir að vinna leikinn. Sögusagnir voru á kreiki í Nígeríu um að ráðherra íþróttamála hefði hækkað bónusgreiðslurnar um fimm þúsund dollara á hvern leikmann fyrir leikinn gegn Íslandi en sá orðrómur er ekki á rökum reistur og voru bónusgreiðslurnar aðeins fyrir fyrsta leikinn. Þá ætlaði styrktaraðilinn Aiteo að greiða liðinu 50 þúsund dollara fyrir sigur gegn Króatíu. Forseti nígeríska þingsins lofaði liðinu 50 þúsund dollara fyrir hvern sigurleik svo þar á liðið enn möguleika á smá pening með sigri gegn Íslandi eða Argentínu, en þó ljóst að tapið í fyrsta leiknum var mjög dýrkeypt. Bónusgreiðslur eru ekki eitthvað sem er nýtt af nálinni í nígeríska liðinu og hafa valdið miklum usla. Í kringum HM 2014 og Álfukeppnina 2013 fóru leikmenn Nígeríu í verkfall því þeir fengu ekki borgaðar út bónusgreiðslur sem þeim hafði verið lofað. Nígeríska ríkisstjórnin þurfti að senda mann með tösku fulla af peningum til Brasilíu árið 2014, kvöldið fyrir leik Nígeríu og Frakklands, svo leikmenn myndu aflýsa verkfalli sínu og spila leikinn. Stjórnvöld í Nígeríu segjast hafa lært sína lexíu og öll peningamál hafi verið á hreinu fyrir mótið í Rússlandi. Ísland og Nígería eigast við í öðrum leik riðlakeppninnar á morgun, föstudag, klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Nígeríumenn, sem eru næstu andstæðingar Íslands á HM, töpuðu ekki aðeins stigum með því að tapa opnunarleik þeirra við Króata heldur einnig stórum fjárhæðum. Liðið missti af yfir 300 þúsund bandarískum dollurum í bónusgreiðslum með tapinu en leikurinn fór 2-0 fyrir Króata. Talsmaður nígeríska knattspyrnusambandsins staðfesti það við fréttastofuna CNN að sambandið hefði samþykkt 10 þúsund dollara bónusgreiðslur handa hverjum leikmanni fyrir að vinna leikinn. Sögusagnir voru á kreiki í Nígeríu um að ráðherra íþróttamála hefði hækkað bónusgreiðslurnar um fimm þúsund dollara á hvern leikmann fyrir leikinn gegn Íslandi en sá orðrómur er ekki á rökum reistur og voru bónusgreiðslurnar aðeins fyrir fyrsta leikinn. Þá ætlaði styrktaraðilinn Aiteo að greiða liðinu 50 þúsund dollara fyrir sigur gegn Króatíu. Forseti nígeríska þingsins lofaði liðinu 50 þúsund dollara fyrir hvern sigurleik svo þar á liðið enn möguleika á smá pening með sigri gegn Íslandi eða Argentínu, en þó ljóst að tapið í fyrsta leiknum var mjög dýrkeypt. Bónusgreiðslur eru ekki eitthvað sem er nýtt af nálinni í nígeríska liðinu og hafa valdið miklum usla. Í kringum HM 2014 og Álfukeppnina 2013 fóru leikmenn Nígeríu í verkfall því þeir fengu ekki borgaðar út bónusgreiðslur sem þeim hafði verið lofað. Nígeríska ríkisstjórnin þurfti að senda mann með tösku fulla af peningum til Brasilíu árið 2014, kvöldið fyrir leik Nígeríu og Frakklands, svo leikmenn myndu aflýsa verkfalli sínu og spila leikinn. Stjórnvöld í Nígeríu segjast hafa lært sína lexíu og öll peningamál hafi verið á hreinu fyrir mótið í Rússlandi. Ísland og Nígería eigast við í öðrum leik riðlakeppninnar á morgun, föstudag, klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira