Nýtti tækifærið og þakkaði strákunum okkar fyrir kveðjuna fallegu Tómas Þór Þórðarson í Volgograd skrifar 21. júní 2018 17:45 Öll liðin á HM eru með 23 manna leikmannahópa en Nígería bætti heiðurssæti við fyrir markvörðinn Carl Ikeme sem glímir við krabbamein og getur ekki spilað fótbolta. Ikeme var samherji Jóns Daða Böðvarssonar, framherja íslenska liðsins, hjá Úlfunum tímabilið 2016/2017 en hann greindist með krabbamein í júlí á síðasta ári. Jón Daði fór svo til Reading. Strákarnir okkar létu merkja íslenska treyju númer eitt með nafni Ikeme og sendu honum fallega baráttukveðju sem Jón Daði birti á Twitter-síðu sinni. „Þetta kom frá liðinu. Jón Daði spilaði með honum hjá Úlfunum. Við óskum honum alls hins besta. Við vildum bara sýna að fótbolti er bara ein stór fjölskylda. Við stöndum allir saman,“ segir Aron Einar, landsliðsfyrirliði, um þennan gjörning og Heimir Hallgrímsson tekur undir.All of us in @footballiceland are with you @Carl_Ikeme pic.twitter.com/LMy4fumDj5 — Jon Dadi Bodvarsson (@jondadi) June 17, 2018 „Þetta er stór fjölskylda. Alveg sama þó svo að við séum að fara að spila á móti Nígeríu er þetta miklu stærra en fótbolti. Við óskum honum því alls hins besta,“ segir hann. Heimurinn er ekki stór og þrátt fyrir að 190 milljónir manna búi í Nígeríu var næsti blaðamaður sem fékk að spyrja vinur Ikeme og hann nýtti tækifærið til að þakka fyrir sig og vin sinn fyrst hann sat til móts við Heimi og Aron. „Ég vil þakka ykkur fyrir kveðju til Carl Ikeme. Hann er persónulegur vinur minn. Þetta var fallega gert,“ sagði sá nígeríski.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hoppað í hitanum við Volgu | Myndasyrpa Vilhelm Gunnarsson myndaði strákanna okkar í steikjandi hita á Volgorad Arena 21. júní 2018 13:15 Landsliðsfyrirliðinn kom ljósmyndara Fréttablaðsins til bjargar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltlandsliðsins, er heimsþekktur fyrir það að stjórna Víkingaklappinu og stýra íslenska landsliðinu til afreka á stórmótum. Hann vakir hinsvegar yfir öllum Íslendingum í kringum sig eins og kom í ljós í dag. 21. júní 2018 10:54 Heimir hefur ekkert talað við Lars Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur ekkert talað við Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins. 21. júní 2018 10:32 Ætlaði að mæla grasið sem strákarnir spila á en hitti á gervigras Rússneskur blaðamaður spurði svo strákana okkar út í grasið út frá röngum upplýsingum. 21. júní 2018 15:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira
Öll liðin á HM eru með 23 manna leikmannahópa en Nígería bætti heiðurssæti við fyrir markvörðinn Carl Ikeme sem glímir við krabbamein og getur ekki spilað fótbolta. Ikeme var samherji Jóns Daða Böðvarssonar, framherja íslenska liðsins, hjá Úlfunum tímabilið 2016/2017 en hann greindist með krabbamein í júlí á síðasta ári. Jón Daði fór svo til Reading. Strákarnir okkar létu merkja íslenska treyju númer eitt með nafni Ikeme og sendu honum fallega baráttukveðju sem Jón Daði birti á Twitter-síðu sinni. „Þetta kom frá liðinu. Jón Daði spilaði með honum hjá Úlfunum. Við óskum honum alls hins besta. Við vildum bara sýna að fótbolti er bara ein stór fjölskylda. Við stöndum allir saman,“ segir Aron Einar, landsliðsfyrirliði, um þennan gjörning og Heimir Hallgrímsson tekur undir.All of us in @footballiceland are with you @Carl_Ikeme pic.twitter.com/LMy4fumDj5 — Jon Dadi Bodvarsson (@jondadi) June 17, 2018 „Þetta er stór fjölskylda. Alveg sama þó svo að við séum að fara að spila á móti Nígeríu er þetta miklu stærra en fótbolti. Við óskum honum því alls hins besta,“ segir hann. Heimurinn er ekki stór og þrátt fyrir að 190 milljónir manna búi í Nígeríu var næsti blaðamaður sem fékk að spyrja vinur Ikeme og hann nýtti tækifærið til að þakka fyrir sig og vin sinn fyrst hann sat til móts við Heimi og Aron. „Ég vil þakka ykkur fyrir kveðju til Carl Ikeme. Hann er persónulegur vinur minn. Þetta var fallega gert,“ sagði sá nígeríski.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hoppað í hitanum við Volgu | Myndasyrpa Vilhelm Gunnarsson myndaði strákanna okkar í steikjandi hita á Volgorad Arena 21. júní 2018 13:15 Landsliðsfyrirliðinn kom ljósmyndara Fréttablaðsins til bjargar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltlandsliðsins, er heimsþekktur fyrir það að stjórna Víkingaklappinu og stýra íslenska landsliðinu til afreka á stórmótum. Hann vakir hinsvegar yfir öllum Íslendingum í kringum sig eins og kom í ljós í dag. 21. júní 2018 10:54 Heimir hefur ekkert talað við Lars Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur ekkert talað við Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins. 21. júní 2018 10:32 Ætlaði að mæla grasið sem strákarnir spila á en hitti á gervigras Rússneskur blaðamaður spurði svo strákana okkar út í grasið út frá röngum upplýsingum. 21. júní 2018 15:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira
Hoppað í hitanum við Volgu | Myndasyrpa Vilhelm Gunnarsson myndaði strákanna okkar í steikjandi hita á Volgorad Arena 21. júní 2018 13:15
Landsliðsfyrirliðinn kom ljósmyndara Fréttablaðsins til bjargar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltlandsliðsins, er heimsþekktur fyrir það að stjórna Víkingaklappinu og stýra íslenska landsliðinu til afreka á stórmótum. Hann vakir hinsvegar yfir öllum Íslendingum í kringum sig eins og kom í ljós í dag. 21. júní 2018 10:54
Heimir hefur ekkert talað við Lars Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur ekkert talað við Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins. 21. júní 2018 10:32
Ætlaði að mæla grasið sem strákarnir spila á en hitti á gervigras Rússneskur blaðamaður spurði svo strákana okkar út í grasið út frá röngum upplýsingum. 21. júní 2018 15:00