Vængstýfðir Ofurernir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2018 12:00 Victor Moses er ein stærsta sjarna níígeríska liðsins. Vísir/Getty Nígería hefur verið með á öllum heimsmeistaramótum frá 1994 ef frá er talið HM í Þýskalandi 2006. Nígeríumenn voru öflugir á HM 1994 og 1998 en á síðustu mótum hefur uppskeran verið rýr, þótt mannskapurinn hafi oftar en ekki verið öflugur. Nígería tapaði 2-0 fyrir Króatíu í fyrsta leik sínum á HM á laugardaginn. Nígeríska liðið sýndi ekki sínar bestu hliðar og það króatíska þurfti ekki að spila vel til að ná í öll þrjú stigin. Pressan er á Nígeríu fyrir leikinn gegn Íslandi en Ofurernirnir þurfa að fá eitthvað út úr leiknum ætli liðið sér áfram í 16-liða úrslit. Síðan Þjóðverjinn Gernot Rohr tók við nígeríska liðinu 2016 hefur hann sett traust sitt á unga leikmenn. Til marks um það er nígeríska liðið það yngsta á HM en meðalaldurinn er rétt tæp 26 ár. Elsti leikmaðurinn í hópnum er varamarkvörðurinn Daniel Akpeyi sem verður 32 ára í ágúst. Nígería hefur oft haft stærri stjörnur innanborðs en liðsheildin er þétt. Miðjan er sterkasti hluti liðsins. Wilfried Ndidi er frábær varnarsinnaður miðjumaður, en hann er öflugur í návígjum. Með honum á miðjunni eru Oghenerako Etebo og fyrirliðinn Jon Obi Mikel. Etebo skoraði sjálfsmark gegn Króatíu en sýndi góða takta þess utan. Hann átti t.a.m. níu heppnuð hlaup með boltann í þeim leik, en enginn leikmaður átti fleiri slík í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Þrátt fyrir að vera aðeins 31 árs hefur Mikel verið lengi að og vann allt sem hægt var að vinna með Chelsea á sínum tíma. Mikel er gríðarlega mikilvægur í nígeríska liðinu þegar kemur að því stjórna hraða leiksins og að koma boltanum á fremstu menn. Föst leikatriði hafa oft verið helsti veikleiki nígeríska liðsins og miðað við leikinn gegn Króatíu hefur það ekkert breyst. Bæði mörk Króata komu eftir föst leikatriði. Nígería fékk einnig mark á sig eftir hornspyrnu í vináttulandsleik gegn Englandi í aðdraganda HM. Markvarðastaðan er vandamál hjá Nígeríu. Vincent Enyeama stóð í nígeríska markinu í rúman áratug en er hættur í landsliðinu. Þá glímir Carl Ikeme, fyrrverandi samherji Jóns Daða Böðvarssonar hjá Wolves, við hvítblæði og er fjarri góðu gamni. Rohr missti fljótlega trúna á Ikechukwu Ezenwa og veðjaði á hinn 19 ára Francis Uzoho sem lék gegn Króatíu. Hann þykir hæfileikaríkur en skortir reynslu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Nígería hefur verið með á öllum heimsmeistaramótum frá 1994 ef frá er talið HM í Þýskalandi 2006. Nígeríumenn voru öflugir á HM 1994 og 1998 en á síðustu mótum hefur uppskeran verið rýr, þótt mannskapurinn hafi oftar en ekki verið öflugur. Nígería tapaði 2-0 fyrir Króatíu í fyrsta leik sínum á HM á laugardaginn. Nígeríska liðið sýndi ekki sínar bestu hliðar og það króatíska þurfti ekki að spila vel til að ná í öll þrjú stigin. Pressan er á Nígeríu fyrir leikinn gegn Íslandi en Ofurernirnir þurfa að fá eitthvað út úr leiknum ætli liðið sér áfram í 16-liða úrslit. Síðan Þjóðverjinn Gernot Rohr tók við nígeríska liðinu 2016 hefur hann sett traust sitt á unga leikmenn. Til marks um það er nígeríska liðið það yngsta á HM en meðalaldurinn er rétt tæp 26 ár. Elsti leikmaðurinn í hópnum er varamarkvörðurinn Daniel Akpeyi sem verður 32 ára í ágúst. Nígería hefur oft haft stærri stjörnur innanborðs en liðsheildin er þétt. Miðjan er sterkasti hluti liðsins. Wilfried Ndidi er frábær varnarsinnaður miðjumaður, en hann er öflugur í návígjum. Með honum á miðjunni eru Oghenerako Etebo og fyrirliðinn Jon Obi Mikel. Etebo skoraði sjálfsmark gegn Króatíu en sýndi góða takta þess utan. Hann átti t.a.m. níu heppnuð hlaup með boltann í þeim leik, en enginn leikmaður átti fleiri slík í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Þrátt fyrir að vera aðeins 31 árs hefur Mikel verið lengi að og vann allt sem hægt var að vinna með Chelsea á sínum tíma. Mikel er gríðarlega mikilvægur í nígeríska liðinu þegar kemur að því stjórna hraða leiksins og að koma boltanum á fremstu menn. Föst leikatriði hafa oft verið helsti veikleiki nígeríska liðsins og miðað við leikinn gegn Króatíu hefur það ekkert breyst. Bæði mörk Króata komu eftir föst leikatriði. Nígería fékk einnig mark á sig eftir hornspyrnu í vináttulandsleik gegn Englandi í aðdraganda HM. Markvarðastaðan er vandamál hjá Nígeríu. Vincent Enyeama stóð í nígeríska markinu í rúman áratug en er hættur í landsliðinu. Þá glímir Carl Ikeme, fyrrverandi samherji Jóns Daða Böðvarssonar hjá Wolves, við hvítblæði og er fjarri góðu gamni. Rohr missti fljótlega trúna á Ikechukwu Ezenwa og veðjaði á hinn 19 ára Francis Uzoho sem lék gegn Króatíu. Hann þykir hæfileikaríkur en skortir reynslu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira