Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir fóru með sigur í bítum í u19 flokki í latin dönsum á alþjóðlegu danskeppninni Danza Cervia á Ítalíu í gær. Þar kepptu pör frá öllum heimshornum.
Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir komust einnig í úrslit og enduðu í 6. sæti í ballroom í flokki u21. Aron Eiríksson og Ragnheiður Anna Hallsdóttir kepptu einnig fyrir Íslands hönd í keppninni.
Þjálfari þeirra er Adam Reeve, sem var listrænn stjórnandi í þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur.
Íslensku dansararnir sigursælir á Ítalíu
