Sumarmessan: Var Alfreð að uppljóstra framherjafélaganum gegn Nígeríu? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. júní 2018 11:30 Björn Bergmann kom inn á í leiknum gegn Argentínu. Byrjar hann gegn Nígeríu? vísir/vilhelm Mikið hefur verið rætt um það hvernig Heimir Hallgrímsson mun stilla íslenska landsliðinu upp gegn Nígeríu í dag. Ljóst er að Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með vegna meiðsla og þá hafa einhverjir spáð fyrir um breytingu á leikskipulagi.Tómas Þór Þórðarson skrifaði skemmtilega pælingu í gær þar sem hann vill sjá Heimi fara í 4-4-2 og taka „Eskifjarðarvaltarann“ á þetta, sjá liðið stilla upp eins og gegn Tyrkjum ytra í undankeppninni. Færi svo að Heimir færi þá leið þyrfti Heimir að setja annan framherja upp með Alfreð Finnbogasyni. Jón Daði Böðvarsson var fremstur með Alfreð gegn Tyrkjum og hann hefur verið fastamaður í byrjunarliði Íslands svo flestir veðja líklega á að sjá Selfyssinginn frammi. Alfreð gaf þó ágæta vísbendingu um það að Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson yrði félagi hans frammi en ekki Jón Daði. Alfreð setti myndband á Instastory í gær af æfingu á vellinum í Volgograd. Þar má sjá hann og Björn Bergmann saman fremsta. „Hvað þýðir þetta?“ spurði Benedikt Valsson í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Aron Jóhannsson, leikmaður Werder Bremen og bandaríska landsliðsins, var í setti í gær og þurfti að svara fyrir þetta. „Það er oft þannig að daginn fyrir leik eru menn sem gætu spilað saman paraðir saman á æfingunni. Þeir eru að finna smá tengingu daginn fyrir leik,“ sagði Aron. Hann bætti þó við að „ég gæti alveg trúað því líka að þetta hafi verið eina markið hans á æfingunni og hann sé að sýna okkur það bara.“ Það kemur í ljós um klukkan tvö í dag hvert byrjunarlið Heimis verður, leikur Íslands og Nígeríu hefst svo klukkan 15:00 að íslenskum tíma á Volgograd Arena og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um það hvernig Heimir Hallgrímsson mun stilla íslenska landsliðinu upp gegn Nígeríu í dag. Ljóst er að Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með vegna meiðsla og þá hafa einhverjir spáð fyrir um breytingu á leikskipulagi.Tómas Þór Þórðarson skrifaði skemmtilega pælingu í gær þar sem hann vill sjá Heimi fara í 4-4-2 og taka „Eskifjarðarvaltarann“ á þetta, sjá liðið stilla upp eins og gegn Tyrkjum ytra í undankeppninni. Færi svo að Heimir færi þá leið þyrfti Heimir að setja annan framherja upp með Alfreð Finnbogasyni. Jón Daði Böðvarsson var fremstur með Alfreð gegn Tyrkjum og hann hefur verið fastamaður í byrjunarliði Íslands svo flestir veðja líklega á að sjá Selfyssinginn frammi. Alfreð gaf þó ágæta vísbendingu um það að Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson yrði félagi hans frammi en ekki Jón Daði. Alfreð setti myndband á Instastory í gær af æfingu á vellinum í Volgograd. Þar má sjá hann og Björn Bergmann saman fremsta. „Hvað þýðir þetta?“ spurði Benedikt Valsson í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Aron Jóhannsson, leikmaður Werder Bremen og bandaríska landsliðsins, var í setti í gær og þurfti að svara fyrir þetta. „Það er oft þannig að daginn fyrir leik eru menn sem gætu spilað saman paraðir saman á æfingunni. Þeir eru að finna smá tengingu daginn fyrir leik,“ sagði Aron. Hann bætti þó við að „ég gæti alveg trúað því líka að þetta hafi verið eina markið hans á æfingunni og hann sé að sýna okkur það bara.“ Það kemur í ljós um klukkan tvö í dag hvert byrjunarlið Heimis verður, leikur Íslands og Nígeríu hefst svo klukkan 15:00 að íslenskum tíma á Volgograd Arena og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Sjá meira