Blaðamaður Vísis fór í göngutúr í kringum keppnisleikvang dagsins í Volgograd og tók út aðstæður. Þá voru starfsmenn og sjálfboðaliðar í undirbúningi áður en byrjað verður að hleypa inn á völlinn.
Á sjálfu svæðinu er afar takmörkuð afþreying. Hægt að fara í battabolta og fússball á einum stað en annars bara barir til þess að setjast niður. Þar er boðið upp á pilsner.
Svo er auðvitað minjagripabúð þar sem hægt er að kaupa treyjur, trefla og fleira á uppsprengdu verði. Hitinn er þegar farinn yfir 30 gráðurnar og fer hækkandi.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.




