Geggjuð taktísk breyting ef Ísland hefði skorað á undan Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 23. júní 2018 11:00 Heimir Hallgrímsson er búinn að horfa á leikinn tvisvar sinnum aftur. vísir/vilhelm „Maður er bara þreyttur en ég sofnaði vel. Við borðuðum þegar að við lentum og flestir fóru bara beint í háttinn,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, um gærkvöldið hjá strákunum en þeir flugu beint til Kabardinka eftir 2-0 tapið á móti Nígeríu. Heimir seinkaði æfingunni í dag um eina klukkustund til að gefa mönnum aðeins meiri hvíld. Sjálfur hefur hann haft nóg að gera eins og að horfa á leikinn aftur. „Ég er búinn að horfa á hann nánast tvisvar sinnum og eins og alltaf þegar að maður horfir á tapleik er upplifunin betri þannig en þegar að maður horfir á leikinn á vellinum,“ segir Heimir.Ahmed Musa skorar annað mark Nígeríu.vísir/vilhelmFljótari en við „Þetta var kaflaskiptur leikur. Fyrri hálfleikurinn var góður. Við fórum inn með það plan að þeir myndu opna sig þegar að það liði á leikinn en svo ná þeir þessu marki við upphaf fyrri hálfleiks og það breytir leikmyndinni. Þá þurftum við að koma framar á völlinn og spila leikinn upp í hendurnar á Nígeríu.“ Nígeríumenn máttu eiginlega ekki komast í stöðuna 1-0 því það voru þeir sem voru í leit að marki. Þegar að það kom gat nígeríska liðið spilað eins og það vildi. „Þeirra styrkleiki eru skyndisóknir og þar með gátu þeir spilað upp á sinn styrkleika. Það var vont fyrir okkur. Þegar að við leggjum saman þessi lið hlið við hlið þá eru þeir fljótari en við að hlaupa. Aðstæður hentuðu þeim líka betur,“ segir Heimir.Gylfi Þór Sigurðsson fékk besta tækifæri íslenska liðsins í leiknum þegar hann klúðraði vítaspyrnu.Vísir/GettyStundum og stundum ekki Eyjamaðurinn skipti í 4-4-2 í gær og hefur fengið bágt fyrir sumstaðar eftir að svo vel gekk í 4-4-1-1 eða 4-5-1 á móti Argentínu. Hann bendir á að 4-4-2 hefur oft reynst íslenska liðinu vel og sér ekki eftir breytingunni. „Þegar að þú tapar leik hugsa maður hvað hefði mátt gera öðruvísi. Ef við hefðum skorað fyrsta markið hefði þetta verið geggjuð taktísk breyting. Stundum gengur það upp og stundum ekki. Það er þannig í lífinu að þú verður að taka ákvarðanir og þessi leikaðferð hefur hentað okkur mjög vel oft áður. Þetta gekk ekki í gær og þannig er bara lífið,“ segir Heimir Hallgrímsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Nígerískir rapparar gerðu grín að Hannesi og Heimi Rappararnir Natural Born Spitta og Chapter II fóru á kostum í uppgjöri á leiknum í gær. 23. júní 2018 09:28 Króatar hvíla stjörnur sem eru á barmi leikbanns á móti Íslandi Íslenska liðið kemst hjá því að mæta allavega einum ef ekki tveimur af bestu miðjumönnum heims. 23. júní 2018 10:00 Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé Ragnar Sigurðsson svaf vel en man ekki neitt eftir leiknum. 23. júní 2018 09:16 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Í beinni: Þorsteinn og Glódís sitja fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Sjá meira
„Maður er bara þreyttur en ég sofnaði vel. Við borðuðum þegar að við lentum og flestir fóru bara beint í háttinn,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, um gærkvöldið hjá strákunum en þeir flugu beint til Kabardinka eftir 2-0 tapið á móti Nígeríu. Heimir seinkaði æfingunni í dag um eina klukkustund til að gefa mönnum aðeins meiri hvíld. Sjálfur hefur hann haft nóg að gera eins og að horfa á leikinn aftur. „Ég er búinn að horfa á hann nánast tvisvar sinnum og eins og alltaf þegar að maður horfir á tapleik er upplifunin betri þannig en þegar að maður horfir á leikinn á vellinum,“ segir Heimir.Ahmed Musa skorar annað mark Nígeríu.vísir/vilhelmFljótari en við „Þetta var kaflaskiptur leikur. Fyrri hálfleikurinn var góður. Við fórum inn með það plan að þeir myndu opna sig þegar að það liði á leikinn en svo ná þeir þessu marki við upphaf fyrri hálfleiks og það breytir leikmyndinni. Þá þurftum við að koma framar á völlinn og spila leikinn upp í hendurnar á Nígeríu.“ Nígeríumenn máttu eiginlega ekki komast í stöðuna 1-0 því það voru þeir sem voru í leit að marki. Þegar að það kom gat nígeríska liðið spilað eins og það vildi. „Þeirra styrkleiki eru skyndisóknir og þar með gátu þeir spilað upp á sinn styrkleika. Það var vont fyrir okkur. Þegar að við leggjum saman þessi lið hlið við hlið þá eru þeir fljótari en við að hlaupa. Aðstæður hentuðu þeim líka betur,“ segir Heimir.Gylfi Þór Sigurðsson fékk besta tækifæri íslenska liðsins í leiknum þegar hann klúðraði vítaspyrnu.Vísir/GettyStundum og stundum ekki Eyjamaðurinn skipti í 4-4-2 í gær og hefur fengið bágt fyrir sumstaðar eftir að svo vel gekk í 4-4-1-1 eða 4-5-1 á móti Argentínu. Hann bendir á að 4-4-2 hefur oft reynst íslenska liðinu vel og sér ekki eftir breytingunni. „Þegar að þú tapar leik hugsa maður hvað hefði mátt gera öðruvísi. Ef við hefðum skorað fyrsta markið hefði þetta verið geggjuð taktísk breyting. Stundum gengur það upp og stundum ekki. Það er þannig í lífinu að þú verður að taka ákvarðanir og þessi leikaðferð hefur hentað okkur mjög vel oft áður. Þetta gekk ekki í gær og þannig er bara lífið,“ segir Heimir Hallgrímsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Nígerískir rapparar gerðu grín að Hannesi og Heimi Rappararnir Natural Born Spitta og Chapter II fóru á kostum í uppgjöri á leiknum í gær. 23. júní 2018 09:28 Króatar hvíla stjörnur sem eru á barmi leikbanns á móti Íslandi Íslenska liðið kemst hjá því að mæta allavega einum ef ekki tveimur af bestu miðjumönnum heims. 23. júní 2018 10:00 Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé Ragnar Sigurðsson svaf vel en man ekki neitt eftir leiknum. 23. júní 2018 09:16 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Í beinni: Þorsteinn og Glódís sitja fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Sjá meira
Nígerískir rapparar gerðu grín að Hannesi og Heimi Rappararnir Natural Born Spitta og Chapter II fóru á kostum í uppgjöri á leiknum í gær. 23. júní 2018 09:28
Króatar hvíla stjörnur sem eru á barmi leikbanns á móti Íslandi Íslenska liðið kemst hjá því að mæta allavega einum ef ekki tveimur af bestu miðjumönnum heims. 23. júní 2018 10:00
Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé Ragnar Sigurðsson svaf vel en man ekki neitt eftir leiknum. 23. júní 2018 09:16