Kveðja frá Rússlandi: Ævintýrið í uppnámi eftir nígerískt áhlaup Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 23. júní 2018 14:45 Aron Einar Gunnarsson spilaði stærstan hluta leiksins í gær. Bati hans hefur verið betri en bjartsýnustu menn reiknuðu með en velta má fyrir sér hvort hann hefði átt að spila svo margar mínútur gegn Nígeríu. Vísir/Vilhelm Þrumur, eldingar og grenjandi rigning. Þungskýjað. Kabardinka, bækistöð karlalandsliðsins við Svartahaf, er óþekkjanleg. Einn leikur og allt er breytt. Verðskuldað tap gegn Nígeríu sem setti í gír frá upphafsspyrnu seinni hálfleiks eftir að hafa litið út eins og utandeildarlið gegn þéttu íslensku liði í þeim fyrri. Þetta hefði alls ekki þurft að fara svona. Fyrri hálfleikur var eign ellefu íslenskra stráka. Komnir í gamla góða 4-4-2. Gylfi fékk aukaspyrnu á uppáhaldsstaðnum sínum og mjög gott færi skömmu síðar. Í báðum tilfellum jókst sjálfstraust hins nítján ára markvarðar Nígeríu að verja þægilega skot okkar sparkvissasta leikmanns. Birkir Bjarna klobbaði nígerískan varnarmann inni í teig en fann ekki samherja. Dauðafrír Jón Daði skallaði framhjá úr fínu færi. Birkir Már átti fyrirgjafir ævi sinnar en enginn mætti. Alfreð náði ekki að stýra fyrirgjöf Gylfa í netið. Engin dauðafæri en á venjulegum degi hefði Ísland verið búið að skora mark. Francis Uzoho, hinn 19 ára markvörður Nígeríu, steig engin feilspor gegn Íslendingum.Vísir/VilhelmNígerískur pepphringur Á hinum vallarhelmingnum gerðist lítið sem ekkert. Nígeríumenn virkuðu taugaóstyrkir undir mikilli pressu enda allt í húfi. Þeir héldu bolta ágætlega þar til nálgaðist vítateig Íslands. Þá sendu þeir boltann undir engri pressu inn á teig án þess að velta fyrir sér hvort þar væri samherja að finna. Afar lítil gæði og ekkert sem benti til þess sem átti eftir að gerast. Þótt okkar menn hafi verið með Nígeríu í gjörgæslu gekk illa að byggja upp sóknir. Alfreð og Jón Daði náðu lítið að tengja sín á milli, sendingar voru fyrir aftan samherja og það vantaði áræðni að keyra á Nígeríumenn í álitlegum stöðum einn gegn einum. Þar saknaði liðið Jóhanns Berg tilfinnanlega. Þegar flautað var til leikhlés drifu okkar menn sig inn í klefa. Nígeríumenn tóku pepphring úti á velli. Hvað var sagt þar er ómögulegt að segja til um. Allt annað nígerískt lið mætti til leiks þegar íslenska liðið tók miðjuna í upphafi seinni hálfleiks.Ragnar Sigurðsson fór af velli vegna höfuðmeiðsla í gær.Vísir/GettyTvöfalt rothögg Eftir nokkrar sekúndur hafði Hannes þurft að verja sitt fyrsta skot. Viðvörunarbjalla. Fjórum mínútum síðar lá boltinn í netinu. Aðdragandinn var langt innkast Íslands. Innkast frá nákvæmlega þeim stað þar sem Jón Daði skoraði gegn Austurríki, þar sem Raggi Sig skoraði gegn Englandi. Nema nú skölluðu Nígeríumenn frá og komnir í yfirtölu. Það vantaði ekkert upp á sprett okkar manna til baka, Nígeríumenn hlaupa einfaldlega hraðar og þessi skyndisókn hefði ekki getað verið betur teiknuð upp. Fyrirgjöf Victor Moses virtist hugsuð á fjærstöng, fór beint til Ahmed Musa sem átti augnablik ævi sinnar. Móttakan var geggjuð og afgreiðslan í sérflokki. Negla. 1-0 og til að bæta gráu ofan á svart var Musa svo æstur í fögnuði sínum að hann negldi hnénu í hnakkann á Ragnari Sigurðssyni sem lá eftir í blóði sínu. Stemmningin dó. Nokkrar mínútur fóru í að tjasla Ragnari saman sem endaði svo á að yfirgefa völlinn dasaður nokkrum mínútum síðar.Ahmed Musa skorar annað mark Nígeríu eftir frábæran sprett upp vinstri kantinn.vísir/vilhelmSkotárás á íslenska markið Í hönd fóru 40 mínútur sem spiluðust upp í hendurnar á Nígeríumönnum. Það má ekki gleyma því að þar fer nautsterkt fótboltalið. Fastagestir á HM, aldrei tryggt sér sæti þar jafnsnemma og nú. Þegar íslenska liðið þurfti að færa sig framar myndaðist eðlilega pláss. Eitthvað sem eldfljótir og sterkir Nígeríumenn kunna afar vel að meta. Ein negla upp kantinn, Musa jarðaði Kára Árnason í kapphlaupi og kláraði listavel. Að Kári tapaði kapphlaupinu við Musa kom engum á óvart. Nígeríumenn eru öskufljótir. En staðan einn gegn einum er ekki eitthvað sem við vildum bjóða upp á. Nígerísku skotin urðu á endanum sextán í síðari hálfleiknum. Þótt við grátum eðlilega vítaspyrnuna sem Gylfi Þór Sigurðsson klúðraði, sem hefði auðvitað gjörbreytt stöðunni og gefið færi á æsilegum lokamínútum, er staðreyndin sú að andstæðingurinn átti miklu betri færi. Frír skalli yfir af markteig og þrumuskot í slá sem Hannes var fjarri því að verja. Nígeríumenn fögnuðu en draumur Íslendinga er úr þeirra höndum, og úti nema allt gangi upp í lokaumferðinni. Hannes Þór varði víti frá Lionel Messi. Hefði Messi skorað má telja líklegt að Argentínumenn hefðu siglt stigunum þremur í höfn.vísir/vilhelmÞriggja stiga mistök Þetta var vissulega leikur tveggja hálfleikja en um leið áminning hve grimm íþrótt fótbolti er þó skemmtileg sé. Ein mistök geta kostað þig leikinn, eða fært þér leikinn á silfurfati. Tveir Argentínumenn sofa líklega sérstaklega illa þessa dagana. Lionel Messi og Willy Caballero. Tvenn mistök á 180 mínútum og brjálaðir argentínskir feður spyrja hvað þeir eiga að segja við börnin sín? Á þessu gæðastigi, þar sem leikir eru í járnum frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu, ráðast leikir oft á einu augnabliki. Stundum eru það einstaklingsgæði, eins og aukaspyrnur Cristiano Ronaldo, en oftar en ekki sjálfsmörk, einbeitingarleysi og klaufaskapur. Hlekkur í keðju teygist eitt augnablik og hitt liðið refsar grimmilega. Króatar gleymdu Herði Björgvini eitt augnablik, skalli í öxlina og inn. Það skilaði þremur stigum gegn Króötum. Efsta sæti í riðlinum. Við þekkjum þetta líka.Aron Einar og Gylfi fara yfir málin eftir síðara mark Nígeríumanna. Okkar menn fengu líflínu þegar vítaspyrnan var dæmd en nýttist ekki.Vísir/VilhelmEkki tapa einn á einn Áhyggjuefni fyrir landsliðið okkar er sá fjöldi marka sem Ísland er að fá á sig. Í undankeppni HM 2014 fékk liðið á sig 15 mörk í 10 leikjum, flest allra í riðlinum. 1,5 í leik. Þetta þurfti að bæta og var mikið unnið í því. Í undankeppni EM 2016 skoraði Ísland aftur 17 mörk í 10 leikjum en fékk aðeins á sig sex. Gríðarleg framför. Liðið fékk á sig eitt mark í leik á EM í Frakklandi fram að rassskellingunni gegn Frökkum 5-2 í átta liða úrslitum. Í undankeppni HM 2018 fékk liðið svo aftur á sig 7 mörk í 10 leikjum. Aðeins Finnar og Króatar náðu að skora tvisvar. Ísland fékk ekki á sig mark í þremur síðustu leikjunum og vann riðilinn. Varnarleikurinn hefur verið og er aðalsmerki liðsins, frá aftasta manni til þess fremsta. Ekki tapa stöðunni einn gegn einum var mantra Lars Lagerbäck sem enn hljóðar í íslenska hópnum. Sú staða tapaðist tvisvar gegn Nígeríu og við fengum á okkur tvö mörk. Albert Guðmundsson lék á alls oddi gegn Indónesíu. Leikir sem unnust samanlagt 10-1 en teljast seint marktækir.Vísir/AFP8-17 í síðustu átta leikjum Síðan undankeppni HM lauk hefur Ísland spilað tíu leiki. Átta æfingaleiki og þar af tvo gegn Indónesíu þar sem almenningur fékk að velja í liðið. 6-0 og 4-1 sigrar í sýningarleikjum segja ekkert um gæði íslenska liðsins eiginlega ómarktækir til að segja nokkuð um stöðu landsliðsins. Í hinum leikjunum átta hefur íslenska liðinu ekki tekist að vinna sigur. Átta leikir án sigurs. Markatalan 8-17. Tvö mörk á sig að meðaltali í leik, eitt skorað. Enginn sigur. Að hafa ekki unnið í svona langan tíma hefur sitt að segja, svo ég tali ekki um þegar leikir á HM eru undir. Leikirnir hafa verið nýttir í að gefa fjölmennum hópi leikmanna tækifæri í ljósi fárra æfingaleikja næstu tvö árin. Úrslitin benda ekki til þess að við höfum úr nógu miklum fjölda leikmanna að ráða til að geta náð úrslitum gegn sterkum þjóðum án okkar bestu leikmanna. Til að ná úrslitum þurfum við okkar sterkasta lið, hvert brottfall getur haft mikið að segja eins og í tilfelli Jóhanns Berg hér í Rússlandi. Varalið Íslands hefði ekki verið í baráttu um sæti í Rússlandi. Svo mikill er gæðamunurinn á lykilmönnum Íslands og varamönnum.Heimir Hallgrímsson var búinn að horfa tvisvar á leikinn gegn Nígeríu þegar hann hitti blaðamenn í Kabardinka í morgun.vísir/vilhelmÆvintýri úr íslenskum höndum Strákarnir voru léttir á æfingu í rigningunni í Kabardinka í morgun. „Frábært íslenskt veður,“ sagði Heimir Hallgrímsson í einu af fjölmörgum viðtölum sínum fyrir æfingu í morgun. Hann gaf sér tíma með fjölmiðlum. Skaust frá til að hefja æfinguna og mætti svo aftur. Hann brosti, ólíkt því sem var á blaðamannafundinum hálfum sólarhring fyrr þegar pirringurinn yfir úrslitunum leyndi sér ekki. Eðlilega, vonbrigðin gífurleg. Allt breytt á níutíu mínútum. HM-ævintýrið, sem við stýrðum fyrir leikinn í Volgograd, er úr okkar höndum og langlíklegasta niðurstaðan eftir þriðjudaginn því miður heimferð til Íslands. Fyrr en vonir stóðu til. Verkefnið íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er aftur á móti langtímaverkefni og vonandi lærðu okkar menn góða lexíu í Volgograd í gærkvöldi fyrir erfitt þriðjudagskvöld gegn Króötum í Rostov. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Þrumur, eldingar og grenjandi rigning. Þungskýjað. Kabardinka, bækistöð karlalandsliðsins við Svartahaf, er óþekkjanleg. Einn leikur og allt er breytt. Verðskuldað tap gegn Nígeríu sem setti í gír frá upphafsspyrnu seinni hálfleiks eftir að hafa litið út eins og utandeildarlið gegn þéttu íslensku liði í þeim fyrri. Þetta hefði alls ekki þurft að fara svona. Fyrri hálfleikur var eign ellefu íslenskra stráka. Komnir í gamla góða 4-4-2. Gylfi fékk aukaspyrnu á uppáhaldsstaðnum sínum og mjög gott færi skömmu síðar. Í báðum tilfellum jókst sjálfstraust hins nítján ára markvarðar Nígeríu að verja þægilega skot okkar sparkvissasta leikmanns. Birkir Bjarna klobbaði nígerískan varnarmann inni í teig en fann ekki samherja. Dauðafrír Jón Daði skallaði framhjá úr fínu færi. Birkir Már átti fyrirgjafir ævi sinnar en enginn mætti. Alfreð náði ekki að stýra fyrirgjöf Gylfa í netið. Engin dauðafæri en á venjulegum degi hefði Ísland verið búið að skora mark. Francis Uzoho, hinn 19 ára markvörður Nígeríu, steig engin feilspor gegn Íslendingum.Vísir/VilhelmNígerískur pepphringur Á hinum vallarhelmingnum gerðist lítið sem ekkert. Nígeríumenn virkuðu taugaóstyrkir undir mikilli pressu enda allt í húfi. Þeir héldu bolta ágætlega þar til nálgaðist vítateig Íslands. Þá sendu þeir boltann undir engri pressu inn á teig án þess að velta fyrir sér hvort þar væri samherja að finna. Afar lítil gæði og ekkert sem benti til þess sem átti eftir að gerast. Þótt okkar menn hafi verið með Nígeríu í gjörgæslu gekk illa að byggja upp sóknir. Alfreð og Jón Daði náðu lítið að tengja sín á milli, sendingar voru fyrir aftan samherja og það vantaði áræðni að keyra á Nígeríumenn í álitlegum stöðum einn gegn einum. Þar saknaði liðið Jóhanns Berg tilfinnanlega. Þegar flautað var til leikhlés drifu okkar menn sig inn í klefa. Nígeríumenn tóku pepphring úti á velli. Hvað var sagt þar er ómögulegt að segja til um. Allt annað nígerískt lið mætti til leiks þegar íslenska liðið tók miðjuna í upphafi seinni hálfleiks.Ragnar Sigurðsson fór af velli vegna höfuðmeiðsla í gær.Vísir/GettyTvöfalt rothögg Eftir nokkrar sekúndur hafði Hannes þurft að verja sitt fyrsta skot. Viðvörunarbjalla. Fjórum mínútum síðar lá boltinn í netinu. Aðdragandinn var langt innkast Íslands. Innkast frá nákvæmlega þeim stað þar sem Jón Daði skoraði gegn Austurríki, þar sem Raggi Sig skoraði gegn Englandi. Nema nú skölluðu Nígeríumenn frá og komnir í yfirtölu. Það vantaði ekkert upp á sprett okkar manna til baka, Nígeríumenn hlaupa einfaldlega hraðar og þessi skyndisókn hefði ekki getað verið betur teiknuð upp. Fyrirgjöf Victor Moses virtist hugsuð á fjærstöng, fór beint til Ahmed Musa sem átti augnablik ævi sinnar. Móttakan var geggjuð og afgreiðslan í sérflokki. Negla. 1-0 og til að bæta gráu ofan á svart var Musa svo æstur í fögnuði sínum að hann negldi hnénu í hnakkann á Ragnari Sigurðssyni sem lá eftir í blóði sínu. Stemmningin dó. Nokkrar mínútur fóru í að tjasla Ragnari saman sem endaði svo á að yfirgefa völlinn dasaður nokkrum mínútum síðar.Ahmed Musa skorar annað mark Nígeríu eftir frábæran sprett upp vinstri kantinn.vísir/vilhelmSkotárás á íslenska markið Í hönd fóru 40 mínútur sem spiluðust upp í hendurnar á Nígeríumönnum. Það má ekki gleyma því að þar fer nautsterkt fótboltalið. Fastagestir á HM, aldrei tryggt sér sæti þar jafnsnemma og nú. Þegar íslenska liðið þurfti að færa sig framar myndaðist eðlilega pláss. Eitthvað sem eldfljótir og sterkir Nígeríumenn kunna afar vel að meta. Ein negla upp kantinn, Musa jarðaði Kára Árnason í kapphlaupi og kláraði listavel. Að Kári tapaði kapphlaupinu við Musa kom engum á óvart. Nígeríumenn eru öskufljótir. En staðan einn gegn einum er ekki eitthvað sem við vildum bjóða upp á. Nígerísku skotin urðu á endanum sextán í síðari hálfleiknum. Þótt við grátum eðlilega vítaspyrnuna sem Gylfi Þór Sigurðsson klúðraði, sem hefði auðvitað gjörbreytt stöðunni og gefið færi á æsilegum lokamínútum, er staðreyndin sú að andstæðingurinn átti miklu betri færi. Frír skalli yfir af markteig og þrumuskot í slá sem Hannes var fjarri því að verja. Nígeríumenn fögnuðu en draumur Íslendinga er úr þeirra höndum, og úti nema allt gangi upp í lokaumferðinni. Hannes Þór varði víti frá Lionel Messi. Hefði Messi skorað má telja líklegt að Argentínumenn hefðu siglt stigunum þremur í höfn.vísir/vilhelmÞriggja stiga mistök Þetta var vissulega leikur tveggja hálfleikja en um leið áminning hve grimm íþrótt fótbolti er þó skemmtileg sé. Ein mistök geta kostað þig leikinn, eða fært þér leikinn á silfurfati. Tveir Argentínumenn sofa líklega sérstaklega illa þessa dagana. Lionel Messi og Willy Caballero. Tvenn mistök á 180 mínútum og brjálaðir argentínskir feður spyrja hvað þeir eiga að segja við börnin sín? Á þessu gæðastigi, þar sem leikir eru í járnum frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu, ráðast leikir oft á einu augnabliki. Stundum eru það einstaklingsgæði, eins og aukaspyrnur Cristiano Ronaldo, en oftar en ekki sjálfsmörk, einbeitingarleysi og klaufaskapur. Hlekkur í keðju teygist eitt augnablik og hitt liðið refsar grimmilega. Króatar gleymdu Herði Björgvini eitt augnablik, skalli í öxlina og inn. Það skilaði þremur stigum gegn Króötum. Efsta sæti í riðlinum. Við þekkjum þetta líka.Aron Einar og Gylfi fara yfir málin eftir síðara mark Nígeríumanna. Okkar menn fengu líflínu þegar vítaspyrnan var dæmd en nýttist ekki.Vísir/VilhelmEkki tapa einn á einn Áhyggjuefni fyrir landsliðið okkar er sá fjöldi marka sem Ísland er að fá á sig. Í undankeppni HM 2014 fékk liðið á sig 15 mörk í 10 leikjum, flest allra í riðlinum. 1,5 í leik. Þetta þurfti að bæta og var mikið unnið í því. Í undankeppni EM 2016 skoraði Ísland aftur 17 mörk í 10 leikjum en fékk aðeins á sig sex. Gríðarleg framför. Liðið fékk á sig eitt mark í leik á EM í Frakklandi fram að rassskellingunni gegn Frökkum 5-2 í átta liða úrslitum. Í undankeppni HM 2018 fékk liðið svo aftur á sig 7 mörk í 10 leikjum. Aðeins Finnar og Króatar náðu að skora tvisvar. Ísland fékk ekki á sig mark í þremur síðustu leikjunum og vann riðilinn. Varnarleikurinn hefur verið og er aðalsmerki liðsins, frá aftasta manni til þess fremsta. Ekki tapa stöðunni einn gegn einum var mantra Lars Lagerbäck sem enn hljóðar í íslenska hópnum. Sú staða tapaðist tvisvar gegn Nígeríu og við fengum á okkur tvö mörk. Albert Guðmundsson lék á alls oddi gegn Indónesíu. Leikir sem unnust samanlagt 10-1 en teljast seint marktækir.Vísir/AFP8-17 í síðustu átta leikjum Síðan undankeppni HM lauk hefur Ísland spilað tíu leiki. Átta æfingaleiki og þar af tvo gegn Indónesíu þar sem almenningur fékk að velja í liðið. 6-0 og 4-1 sigrar í sýningarleikjum segja ekkert um gæði íslenska liðsins eiginlega ómarktækir til að segja nokkuð um stöðu landsliðsins. Í hinum leikjunum átta hefur íslenska liðinu ekki tekist að vinna sigur. Átta leikir án sigurs. Markatalan 8-17. Tvö mörk á sig að meðaltali í leik, eitt skorað. Enginn sigur. Að hafa ekki unnið í svona langan tíma hefur sitt að segja, svo ég tali ekki um þegar leikir á HM eru undir. Leikirnir hafa verið nýttir í að gefa fjölmennum hópi leikmanna tækifæri í ljósi fárra æfingaleikja næstu tvö árin. Úrslitin benda ekki til þess að við höfum úr nógu miklum fjölda leikmanna að ráða til að geta náð úrslitum gegn sterkum þjóðum án okkar bestu leikmanna. Til að ná úrslitum þurfum við okkar sterkasta lið, hvert brottfall getur haft mikið að segja eins og í tilfelli Jóhanns Berg hér í Rússlandi. Varalið Íslands hefði ekki verið í baráttu um sæti í Rússlandi. Svo mikill er gæðamunurinn á lykilmönnum Íslands og varamönnum.Heimir Hallgrímsson var búinn að horfa tvisvar á leikinn gegn Nígeríu þegar hann hitti blaðamenn í Kabardinka í morgun.vísir/vilhelmÆvintýri úr íslenskum höndum Strákarnir voru léttir á æfingu í rigningunni í Kabardinka í morgun. „Frábært íslenskt veður,“ sagði Heimir Hallgrímsson í einu af fjölmörgum viðtölum sínum fyrir æfingu í morgun. Hann gaf sér tíma með fjölmiðlum. Skaust frá til að hefja æfinguna og mætti svo aftur. Hann brosti, ólíkt því sem var á blaðamannafundinum hálfum sólarhring fyrr þegar pirringurinn yfir úrslitunum leyndi sér ekki. Eðlilega, vonbrigðin gífurleg. Allt breytt á níutíu mínútum. HM-ævintýrið, sem við stýrðum fyrir leikinn í Volgograd, er úr okkar höndum og langlíklegasta niðurstaðan eftir þriðjudaginn því miður heimferð til Íslands. Fyrr en vonir stóðu til. Verkefnið íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er aftur á móti langtímaverkefni og vonandi lærðu okkar menn góða lexíu í Volgograd í gærkvöldi fyrir erfitt þriðjudagskvöld gegn Króötum í Rostov.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira