Hverjir eru svo í þessu svokallaða B-liði Króatíu? Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 23. júní 2018 15:30 Luka Modric og Ivan Rakitic voru geggjaðir á móti Nígeríu en þeir verða ekki með á móti Íslandi. vísir/getty „Ég mun breyta liðinu,“ sagði Zlatko Dalic, landsliðsþjálfari Króatíu, ákveðinn á blaðamannafundi eftir 3-0 sigur á Argentínu en Króatar mæta Íslendingum í lokaumferðinni og eru með toppsætið í sínum höndum. Þessi orð Dalic fengu marga fjölmiðlamenn og sparkspekinga í Króatíu og víðar til að halda að hann geri allt að tíu breytingar á liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi í lokaumferð D-riðils í Rostov og aðeins Ivan Perisic, leikmaður Inter, haldi sæti sínu í liðinu. Aðrir úr byrjunarliðinu verði hvíldir þar sem Króatía er sama og búið að vinna riðilinn. Nígería er eina liðið sem getur náð Króatíu að stigum eftir 2-0 sigur á strákunum okkar í Volgograd en Afríkuliðið þarf fimm marka sveiflu til að hirða toppsætið af Króötum. Króatar eru því ekki 100 prósent öruggir um að vinna riðilinn en geta það samt með tapi. „Við þurfum samt að passa okkur því við erum með leikmenn á gulu spjaldi og það er of mikil áhætta að láta þá spila. Því mun ég breyta liðinu,“ sagði Dalic svo á æfingasvæðinu í gær.Zlatko Dalic virðist til alls líklegur með þetta frábæra króatíska lið.vísir/gettyEinn í banni Sú staðreynd að Króatía getur misst af toppsætinu og þessi orð Dalic á æfingasvæðinu í gær hafa fengið menn til að draga í land með breytingarnar tíu. Króatískir blaðamenn sem Vísir ræddi við á æfingasvæði íslenska landsliðsins sjá fyrir sér sex breytingar. Fjórir leikmenn liðsins eru á gulu spjaldi; hægri bakvörðurinn Sime Vrsaljko, miðjumaðurinn magnaði Ivan Rakitic sem spilar með Barceona, Anté Rebic og framherjinn Mario Mandzukic sem spilar með Juventus. Þá er annar öflugur miðjumaður, Marcelo Brozovic, í leikbanni vegna tveggja gulra spjalda og þá er talið alveg klárt að Luka Modric, þrefaldur Evrópumeistari með Real Madrid, verði hvíldur á móti Íslandi. Zlatko Dalic er talinn ætla að halda markverðinum og þremur úr varnarlínunni til að minnka áhættuna á því að fá á sig mörk. Því færri sem það fær á sig á móti strákunum okkar því fleiri þarf Nígería að skora á móti Argentínu. Eini maðurinn sem spilar fyrir framan öftustu víglínu sem heldur sæti sínu, eða þarf að spila, er stórstjarnan Ivan Perisic. Meira að segja hann hefði líklega fengið frí ef Nikola Kalinic hefði ekki neitað að spila á móti Nígeríu og var sendur heim.Strákarnir okkar fagna eftir sigur á Króatíu í fyrra.Vísir/EyþórHöfðatöluþjóðir Króatía telur aðeins fjórar milljónir íbúa en er ein magnaðasta íþróttaþjóð heims og gefur Íslandi ekkert eftir þegar kemur að árangri í einstaklings- og liðaíþróttum miðað við höfðatölu. Fótbolti er langvinsælasta íþróttin í Króatíu og nóg af mönnum úr að velja. Sex breytingar veikja því liðið ekki mikið. Mennirnir sem halda sætum sínum eru þrautreyndir varnarmenn fyrir utan þann nýja sem er ein af vonarstjörnum Króatíu í dag og svo er markvörðurinn einn af þeim betri í Evrópu í dag. Það verður ekkert grín að komast í gegnum þá. Á miðjunni má svo finna minni spámenn sem hafa samt sem áður átt góða ferla og eru virkilega öflugir leikmenn. Auk þess leysir þrefaldur Evrópumeistari hinn þrefalda Evrópumeistarann af sem sóknarsinnaður miðjumaður. Það er ágætis úrval af miðjumönnum. Sóknarlínan er heldur ekkert slor með mann sem kom að 22 mörkum í Seríu A á kantinum, aðra vonarstjörnu á hinum vængnum og framherja sem er talinn henta liðinu best af öllum en kemst ekki í liðið vegna gæða Mandzukic. Kynnumst þessu mögulega byrjunarliði Króatíu á þriðjudaginn sé miðað við sex breytingar.Liverpool-maðurinn spilar mögulega á móti Íslandi.vísir/gettyMarkvörður: Danijel Subasic (Heldur sætinu) Aldur: 33 ára Félagslið: AS Monaco Landsleikir: 40 Landsliðsmörk: 0 Hver er hann?: Subasic hefur farið aðeins undir radarinn en verið einn besti markvörður Evrópu undanfarin ár. Hann varð Frakklandsmeistari með Mónakó 2017, var útnefndur besti markvörður frönsku 1. deildarinnar og komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar sama ár. Verið aðalmarkvörður liðsins í fjögur ár.Hægri bakvörður: Tin Jedvaj (fyrir Sime Vrsaljko) Aldur: 22 ára Félagslið: Bayer Leverkusen Landsleikir: 12 Landsliðsmörk: 0 Hver er hann?: Barnastjarna í heimalandinu og mest spennandi ungi leikmaður liðsins sem gæti fengið tækifæri á HM. Var keyptur kornungur til Roma en náði sér ekki á strik þar. Spilar reglulega fyrir Leverkusen í Bundesliga 1. Króatar búast við miklu af honum en vissulega blautur á bak við eyrun.Miðvörður: Dejan Lovren (Heldur sætinu) Aldur: 28 ára Félagslið: Liverpool Landsleikir: 41 Landsliðsmörk: 2 Hver er hann?: Það þarf ekki að kynna þennan kappa fyrir Íslendingum. Frammistaða hans er upp og niður með Liverpool sem og króatíska landsliðinu. Fastamaður þar aftur á móti og lykilmaður í króatíska liðinu. Þjálfarinn er sagður ætla að halda varnarlínunni eins lítið breyttri og hægt er.Látið hárið ekki blekkja ykkur. Vida er frábær varnarmaður.vísir/gettyMiðvörður: Domagoj Vida (Heldur sætinu) Aldur: 29 ára Félagslið: Besiktas Landsleikir: 61 Landsliðsmörk: 2 Hver er hann?: Vondi strákurinn í króatíska liðinu sem missir ekki stöðu sína í félagsliði né landsliði þrátt fyrir að keyra fullur fyrir leiki. Varð úkraínskur meistari með Dynamo Kiev í tvígang og vann bikarinn þar tvisvar áður en hann var keyptur til Besiktas. Mikill harðjaxl sem hefur reynst strákunum okkar erfiður ljár í þúfu.Vinstri bakvörður: Ivan Strinic (Heldur sætinu) Aldur: 30 ára Félagslið: Sampdoria Landsleikir: 45 Landsliðsmörk: 0 Hver er hann?: Þessi reynslumikli bakvörður hefur aldrei unnið neitt á ferlinum en alltaf verið rosalega traustur. Landsliðsmaður frá fjórtán ára aldri þegar að hann var valinn í U15 lið Króatíu en hann á leiki fyrir öll landslið Króatíu og er fastamaður í vinstri bakverðinum. Er nokkurs konar Birkir Már Sævarsson þeirra Króata.Varnartengiliður: Filipi Bradaric (Fyrir Ivan Rakitic) Aldur: 26 ára Félagslið: Rijeka Landsleikir: 4 Landsliðsmörk: 0 Hver er hann?: Þarna er loksins mættur maður sem mögulega má kalla veikleika í þessu frábæra króatíska liði. Bradaric hefur aðeins spilað fjóra landsleiki og er á mála hjá Rijeka í heimalandinu þar sem að hann varð tvöfaldur meistari í fyrra. Á að heita varamaður fyrir Milan Badelj en Badelj verður væntanlega sjálfur í liðinu.Mateo Kovacic er geggjaður leikmaður en er alltaf á bekknum hjá Real og Króatíu.vísir/gettyVarnartengiliður: Milan Badelj (Fyrir Marcelo Brozovic) Aldur: 29 ára Félagslið: Fiorentina Landsleikir: 38 Landsliðsmörk: 1 Hver er hann?: Króatar eru búnir að vita af Milan Badelj síðan að hann var unglingur. Spilaði fjöldan allan af leikjum fyrir yngri landslið Króatíu og er þrautreyndur A-landsliðsmaður. Fastamaður í öflugu liði Fiorentina á Ítalíu en varð áður fjórum sinnum króatískur meistari með Dinamo Zagreb. Ekki sá líkamlega sterkasti en mjög flinkur með boltann.Sóknartengiliður: Mateo Kovacic (Fyrir Luka Modric) Aldur: 24 ára Félagslið: Real Madrid Landsleikir: 43 Landsliðsmörk: 1 Hver er hann?: Strákurinn sem átti að verða besti leikmaður sögunnar í Króatíu hefur algjörlega týnst hjá Real Madrid og þar af leiðandi hefur landsliðsferillinn aldrei komist almennilega af stað þrátt fyrir fjölda leikja. Hann hefur oft verið sagður fjölhæfur en það er eiginlega vegna þess að þjálfarar vita ekki hvað þeir eiga að gera við hann. Þannig komst einn króatískur pistlahöfundur að orði hér um árið. Gríðarlega tekknískur leikmaður engu að síður sem getur sprengt upp leiki og tekið af skarið.Hægri kantmaður: Marko Pjaca (Fyrir Anté Rebic) Aldur: 23 ára Félagslið: Juventus Landsleikir: 17 Landsliðsmörk: 1 Hver er hann?: Einn mest spennandi leikmaður sem sést hefur í króatíska liðinu í mörg ár. Alveg eldfljótur vængmaður sem gefur bakvörðum martraðir. Spilaði með Schalke í vetur á láni frá Juventus. Væri líklega orðinn byrjunarliðsmaður hjá Juventus og Króatíu ef hann myndi haldast heill. Er svolítill meiðslapési.Ivan Perisic er eini sóknarmaðurinn sem fær ekki hvíld að mati króatísku blaðamannanna.vísir/gettyVinstri kantmaður: Ivan Perisic (Heldur sætinu) Aldur: 29 ára Félagslið: Inter Landsleikir: 68 Landsliðsmörk: 18 Hver er hann?: Einn af betri sóknarmönnum Evrópu í dag. Hefur verið orðaður við Manchester United undanfarin ár en José Mourinho er mikill aðdáandi. Skoraði ellefu mörk og lagði upp önnur ellefu í Seríu A á síðustu leiktíð. Hann er næst markahæsti leikmaður króatíska liðsins sem er á HM.Framherji: Andrej Kramaric (Fyrir Mario Mandzukic) Aldur: 26 ára Félagslið: Hoffenheim Landsleikir: 33 Landsliðsmörk: 9 Hver er hann?: Áhugamenn um enska boltann muna kannski eftir honum sem floppi hjá Leicester en það hefur heldur betur ræst úr ferli framherjans hjá Hoffenheim í Þýskalandi. Þykir meira en bara markaskorari. Hann er mjög fjölhæfur framherji og er af sumum sagður jafnvel henta króatíska liðinu betur en Mario Mandzukic.Greinin er unnin að hluta upp úr úttekt Guardian um alla leikmenn HM.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
„Ég mun breyta liðinu,“ sagði Zlatko Dalic, landsliðsþjálfari Króatíu, ákveðinn á blaðamannafundi eftir 3-0 sigur á Argentínu en Króatar mæta Íslendingum í lokaumferðinni og eru með toppsætið í sínum höndum. Þessi orð Dalic fengu marga fjölmiðlamenn og sparkspekinga í Króatíu og víðar til að halda að hann geri allt að tíu breytingar á liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi í lokaumferð D-riðils í Rostov og aðeins Ivan Perisic, leikmaður Inter, haldi sæti sínu í liðinu. Aðrir úr byrjunarliðinu verði hvíldir þar sem Króatía er sama og búið að vinna riðilinn. Nígería er eina liðið sem getur náð Króatíu að stigum eftir 2-0 sigur á strákunum okkar í Volgograd en Afríkuliðið þarf fimm marka sveiflu til að hirða toppsætið af Króötum. Króatar eru því ekki 100 prósent öruggir um að vinna riðilinn en geta það samt með tapi. „Við þurfum samt að passa okkur því við erum með leikmenn á gulu spjaldi og það er of mikil áhætta að láta þá spila. Því mun ég breyta liðinu,“ sagði Dalic svo á æfingasvæðinu í gær.Zlatko Dalic virðist til alls líklegur með þetta frábæra króatíska lið.vísir/gettyEinn í banni Sú staðreynd að Króatía getur misst af toppsætinu og þessi orð Dalic á æfingasvæðinu í gær hafa fengið menn til að draga í land með breytingarnar tíu. Króatískir blaðamenn sem Vísir ræddi við á æfingasvæði íslenska landsliðsins sjá fyrir sér sex breytingar. Fjórir leikmenn liðsins eru á gulu spjaldi; hægri bakvörðurinn Sime Vrsaljko, miðjumaðurinn magnaði Ivan Rakitic sem spilar með Barceona, Anté Rebic og framherjinn Mario Mandzukic sem spilar með Juventus. Þá er annar öflugur miðjumaður, Marcelo Brozovic, í leikbanni vegna tveggja gulra spjalda og þá er talið alveg klárt að Luka Modric, þrefaldur Evrópumeistari með Real Madrid, verði hvíldur á móti Íslandi. Zlatko Dalic er talinn ætla að halda markverðinum og þremur úr varnarlínunni til að minnka áhættuna á því að fá á sig mörk. Því færri sem það fær á sig á móti strákunum okkar því fleiri þarf Nígería að skora á móti Argentínu. Eini maðurinn sem spilar fyrir framan öftustu víglínu sem heldur sæti sínu, eða þarf að spila, er stórstjarnan Ivan Perisic. Meira að segja hann hefði líklega fengið frí ef Nikola Kalinic hefði ekki neitað að spila á móti Nígeríu og var sendur heim.Strákarnir okkar fagna eftir sigur á Króatíu í fyrra.Vísir/EyþórHöfðatöluþjóðir Króatía telur aðeins fjórar milljónir íbúa en er ein magnaðasta íþróttaþjóð heims og gefur Íslandi ekkert eftir þegar kemur að árangri í einstaklings- og liðaíþróttum miðað við höfðatölu. Fótbolti er langvinsælasta íþróttin í Króatíu og nóg af mönnum úr að velja. Sex breytingar veikja því liðið ekki mikið. Mennirnir sem halda sætum sínum eru þrautreyndir varnarmenn fyrir utan þann nýja sem er ein af vonarstjörnum Króatíu í dag og svo er markvörðurinn einn af þeim betri í Evrópu í dag. Það verður ekkert grín að komast í gegnum þá. Á miðjunni má svo finna minni spámenn sem hafa samt sem áður átt góða ferla og eru virkilega öflugir leikmenn. Auk þess leysir þrefaldur Evrópumeistari hinn þrefalda Evrópumeistarann af sem sóknarsinnaður miðjumaður. Það er ágætis úrval af miðjumönnum. Sóknarlínan er heldur ekkert slor með mann sem kom að 22 mörkum í Seríu A á kantinum, aðra vonarstjörnu á hinum vængnum og framherja sem er talinn henta liðinu best af öllum en kemst ekki í liðið vegna gæða Mandzukic. Kynnumst þessu mögulega byrjunarliði Króatíu á þriðjudaginn sé miðað við sex breytingar.Liverpool-maðurinn spilar mögulega á móti Íslandi.vísir/gettyMarkvörður: Danijel Subasic (Heldur sætinu) Aldur: 33 ára Félagslið: AS Monaco Landsleikir: 40 Landsliðsmörk: 0 Hver er hann?: Subasic hefur farið aðeins undir radarinn en verið einn besti markvörður Evrópu undanfarin ár. Hann varð Frakklandsmeistari með Mónakó 2017, var útnefndur besti markvörður frönsku 1. deildarinnar og komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar sama ár. Verið aðalmarkvörður liðsins í fjögur ár.Hægri bakvörður: Tin Jedvaj (fyrir Sime Vrsaljko) Aldur: 22 ára Félagslið: Bayer Leverkusen Landsleikir: 12 Landsliðsmörk: 0 Hver er hann?: Barnastjarna í heimalandinu og mest spennandi ungi leikmaður liðsins sem gæti fengið tækifæri á HM. Var keyptur kornungur til Roma en náði sér ekki á strik þar. Spilar reglulega fyrir Leverkusen í Bundesliga 1. Króatar búast við miklu af honum en vissulega blautur á bak við eyrun.Miðvörður: Dejan Lovren (Heldur sætinu) Aldur: 28 ára Félagslið: Liverpool Landsleikir: 41 Landsliðsmörk: 2 Hver er hann?: Það þarf ekki að kynna þennan kappa fyrir Íslendingum. Frammistaða hans er upp og niður með Liverpool sem og króatíska landsliðinu. Fastamaður þar aftur á móti og lykilmaður í króatíska liðinu. Þjálfarinn er sagður ætla að halda varnarlínunni eins lítið breyttri og hægt er.Látið hárið ekki blekkja ykkur. Vida er frábær varnarmaður.vísir/gettyMiðvörður: Domagoj Vida (Heldur sætinu) Aldur: 29 ára Félagslið: Besiktas Landsleikir: 61 Landsliðsmörk: 2 Hver er hann?: Vondi strákurinn í króatíska liðinu sem missir ekki stöðu sína í félagsliði né landsliði þrátt fyrir að keyra fullur fyrir leiki. Varð úkraínskur meistari með Dynamo Kiev í tvígang og vann bikarinn þar tvisvar áður en hann var keyptur til Besiktas. Mikill harðjaxl sem hefur reynst strákunum okkar erfiður ljár í þúfu.Vinstri bakvörður: Ivan Strinic (Heldur sætinu) Aldur: 30 ára Félagslið: Sampdoria Landsleikir: 45 Landsliðsmörk: 0 Hver er hann?: Þessi reynslumikli bakvörður hefur aldrei unnið neitt á ferlinum en alltaf verið rosalega traustur. Landsliðsmaður frá fjórtán ára aldri þegar að hann var valinn í U15 lið Króatíu en hann á leiki fyrir öll landslið Króatíu og er fastamaður í vinstri bakverðinum. Er nokkurs konar Birkir Már Sævarsson þeirra Króata.Varnartengiliður: Filipi Bradaric (Fyrir Ivan Rakitic) Aldur: 26 ára Félagslið: Rijeka Landsleikir: 4 Landsliðsmörk: 0 Hver er hann?: Þarna er loksins mættur maður sem mögulega má kalla veikleika í þessu frábæra króatíska liði. Bradaric hefur aðeins spilað fjóra landsleiki og er á mála hjá Rijeka í heimalandinu þar sem að hann varð tvöfaldur meistari í fyrra. Á að heita varamaður fyrir Milan Badelj en Badelj verður væntanlega sjálfur í liðinu.Mateo Kovacic er geggjaður leikmaður en er alltaf á bekknum hjá Real og Króatíu.vísir/gettyVarnartengiliður: Milan Badelj (Fyrir Marcelo Brozovic) Aldur: 29 ára Félagslið: Fiorentina Landsleikir: 38 Landsliðsmörk: 1 Hver er hann?: Króatar eru búnir að vita af Milan Badelj síðan að hann var unglingur. Spilaði fjöldan allan af leikjum fyrir yngri landslið Króatíu og er þrautreyndur A-landsliðsmaður. Fastamaður í öflugu liði Fiorentina á Ítalíu en varð áður fjórum sinnum króatískur meistari með Dinamo Zagreb. Ekki sá líkamlega sterkasti en mjög flinkur með boltann.Sóknartengiliður: Mateo Kovacic (Fyrir Luka Modric) Aldur: 24 ára Félagslið: Real Madrid Landsleikir: 43 Landsliðsmörk: 1 Hver er hann?: Strákurinn sem átti að verða besti leikmaður sögunnar í Króatíu hefur algjörlega týnst hjá Real Madrid og þar af leiðandi hefur landsliðsferillinn aldrei komist almennilega af stað þrátt fyrir fjölda leikja. Hann hefur oft verið sagður fjölhæfur en það er eiginlega vegna þess að þjálfarar vita ekki hvað þeir eiga að gera við hann. Þannig komst einn króatískur pistlahöfundur að orði hér um árið. Gríðarlega tekknískur leikmaður engu að síður sem getur sprengt upp leiki og tekið af skarið.Hægri kantmaður: Marko Pjaca (Fyrir Anté Rebic) Aldur: 23 ára Félagslið: Juventus Landsleikir: 17 Landsliðsmörk: 1 Hver er hann?: Einn mest spennandi leikmaður sem sést hefur í króatíska liðinu í mörg ár. Alveg eldfljótur vængmaður sem gefur bakvörðum martraðir. Spilaði með Schalke í vetur á láni frá Juventus. Væri líklega orðinn byrjunarliðsmaður hjá Juventus og Króatíu ef hann myndi haldast heill. Er svolítill meiðslapési.Ivan Perisic er eini sóknarmaðurinn sem fær ekki hvíld að mati króatísku blaðamannanna.vísir/gettyVinstri kantmaður: Ivan Perisic (Heldur sætinu) Aldur: 29 ára Félagslið: Inter Landsleikir: 68 Landsliðsmörk: 18 Hver er hann?: Einn af betri sóknarmönnum Evrópu í dag. Hefur verið orðaður við Manchester United undanfarin ár en José Mourinho er mikill aðdáandi. Skoraði ellefu mörk og lagði upp önnur ellefu í Seríu A á síðustu leiktíð. Hann er næst markahæsti leikmaður króatíska liðsins sem er á HM.Framherji: Andrej Kramaric (Fyrir Mario Mandzukic) Aldur: 26 ára Félagslið: Hoffenheim Landsleikir: 33 Landsliðsmörk: 9 Hver er hann?: Áhugamenn um enska boltann muna kannski eftir honum sem floppi hjá Leicester en það hefur heldur betur ræst úr ferli framherjans hjá Hoffenheim í Þýskalandi. Þykir meira en bara markaskorari. Hann er mjög fjölhæfur framherji og er af sumum sagður jafnvel henta króatíska liðinu betur en Mario Mandzukic.Greinin er unnin að hluta upp úr úttekt Guardian um alla leikmenn HM.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira