Útsofinn Birkir segir strákana okkar í bullandi séns Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 24. júní 2018 12:30 Birkir Bjarnason átti erfiðan dag á skrifstofunni á móti Nígeríu. vísr/vilhelm Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands, bar höfuðið hátt þegar að hann ræddi við fjölmiðla á æfingu landsliðsins í Kabardinka í gær, daginn eftir tapið gegn Nígeríu í Volgograd. Þrátt fyrir að hlaupa úr sér lifur og lungu þurftu strákarnir okkar að sætta sig við 2-0 tap sem þýðir að ekki einu sinni sigur gegn Króatíu tryggir sæti Íslands í 16 liða úrslitum. Birkir átti auðvelt með að leggjast á koddann þegar heim var komið í gærkvöldi en okkar menn flugu rakleiðis til Kabardinka eftir að leik lauk í Volgograd.Lokaflautið var erfitt.vísir/vilhelmÞeir voru gríðarlega góðir „Ég svaf miklu betur núna en eftir Argentínuleikinn. Ég veit ekki af hverju það er. Mér líður bara ágætlega,“ segir Birkir sem lagði allt í verkefnið í ríflega 30 stiga hita. Það var ekki auðvelt. „Það var náttúrlega erfitt en við erum búnir að vera hérna í miklum hita í svolítinn tíma. Við erum kannski aðeins búnir að venjast hitanum en miðað við hvernig leikurinn þróaðist í seinni hálfleik var þetta mjög erfitt,“ segir Birkir. Íslenska liðið fékk á sig fyrsta markið úr skyndisókn sem kom upp úr föstu leikatriði. Það er eitthvað sem er óvanalegt að sjá til íslenska liðsins. Áttar Birkir sig á hvar leikurinn tapaðist? „Það er erfitt að segja til um. Ég er ekki búinn að sjá leikinn aftur. Þeir komast í skyndisókn eftir fast leikatriði frá okkur sem við erum ekki vanir að gera. Við erum vanir að loka á þetta og klára sókninar okkar. Svo voru Nígeríumenn bara gríðarlega góðir. Þetta var vel gert hjá þeim,“ segir Birkir.Birkir fær hér að finna fyrir því á móti Nígeríu.vísri/vilhelmErum með sterkt lið „Það var gríðarlega svekkjandi að tapa þessu en það eru þrír dagar í næsta leik þannig að við verðum að gleyma þessum leik og undirbúa okkur fyrir þann næsta eins vel og við getum.“ Þrátt fyrir að örlögin séu úr höndum strákanna getur liðið enn komist áfram svo framarlega að það vinni Króatíu. Því munu íslensku strákarnir berjast til síðasta blóðdropa. „Við erum enn í bullandi séns. Allt getur gerst. Við þekkjum þetta króatíska lið inn og út. Við unnum það síðast og verðum að gera það aftur. Það verður erfitt en við erum sjálfir með gríðarlega sterkt lið og erum með mikið sjálfstraust og ætlum okkur að vinna,“ segir Birkir Bjarnason.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira
Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands, bar höfuðið hátt þegar að hann ræddi við fjölmiðla á æfingu landsliðsins í Kabardinka í gær, daginn eftir tapið gegn Nígeríu í Volgograd. Þrátt fyrir að hlaupa úr sér lifur og lungu þurftu strákarnir okkar að sætta sig við 2-0 tap sem þýðir að ekki einu sinni sigur gegn Króatíu tryggir sæti Íslands í 16 liða úrslitum. Birkir átti auðvelt með að leggjast á koddann þegar heim var komið í gærkvöldi en okkar menn flugu rakleiðis til Kabardinka eftir að leik lauk í Volgograd.Lokaflautið var erfitt.vísir/vilhelmÞeir voru gríðarlega góðir „Ég svaf miklu betur núna en eftir Argentínuleikinn. Ég veit ekki af hverju það er. Mér líður bara ágætlega,“ segir Birkir sem lagði allt í verkefnið í ríflega 30 stiga hita. Það var ekki auðvelt. „Það var náttúrlega erfitt en við erum búnir að vera hérna í miklum hita í svolítinn tíma. Við erum kannski aðeins búnir að venjast hitanum en miðað við hvernig leikurinn þróaðist í seinni hálfleik var þetta mjög erfitt,“ segir Birkir. Íslenska liðið fékk á sig fyrsta markið úr skyndisókn sem kom upp úr föstu leikatriði. Það er eitthvað sem er óvanalegt að sjá til íslenska liðsins. Áttar Birkir sig á hvar leikurinn tapaðist? „Það er erfitt að segja til um. Ég er ekki búinn að sjá leikinn aftur. Þeir komast í skyndisókn eftir fast leikatriði frá okkur sem við erum ekki vanir að gera. Við erum vanir að loka á þetta og klára sókninar okkar. Svo voru Nígeríumenn bara gríðarlega góðir. Þetta var vel gert hjá þeim,“ segir Birkir.Birkir fær hér að finna fyrir því á móti Nígeríu.vísri/vilhelmErum með sterkt lið „Það var gríðarlega svekkjandi að tapa þessu en það eru þrír dagar í næsta leik þannig að við verðum að gleyma þessum leik og undirbúa okkur fyrir þann næsta eins vel og við getum.“ Þrátt fyrir að örlögin séu úr höndum strákanna getur liðið enn komist áfram svo framarlega að það vinni Króatíu. Því munu íslensku strákarnir berjast til síðasta blóðdropa. „Við erum enn í bullandi séns. Allt getur gerst. Við þekkjum þetta króatíska lið inn og út. Við unnum það síðast og verðum að gera það aftur. Það verður erfitt en við erum sjálfir með gríðarlega sterkt lið og erum með mikið sjálfstraust og ætlum okkur að vinna,“ segir Birkir Bjarnason.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira