Útsofinn Birkir segir strákana okkar í bullandi séns Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 24. júní 2018 12:30 Birkir Bjarnason átti erfiðan dag á skrifstofunni á móti Nígeríu. vísr/vilhelm Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands, bar höfuðið hátt þegar að hann ræddi við fjölmiðla á æfingu landsliðsins í Kabardinka í gær, daginn eftir tapið gegn Nígeríu í Volgograd. Þrátt fyrir að hlaupa úr sér lifur og lungu þurftu strákarnir okkar að sætta sig við 2-0 tap sem þýðir að ekki einu sinni sigur gegn Króatíu tryggir sæti Íslands í 16 liða úrslitum. Birkir átti auðvelt með að leggjast á koddann þegar heim var komið í gærkvöldi en okkar menn flugu rakleiðis til Kabardinka eftir að leik lauk í Volgograd.Lokaflautið var erfitt.vísir/vilhelmÞeir voru gríðarlega góðir „Ég svaf miklu betur núna en eftir Argentínuleikinn. Ég veit ekki af hverju það er. Mér líður bara ágætlega,“ segir Birkir sem lagði allt í verkefnið í ríflega 30 stiga hita. Það var ekki auðvelt. „Það var náttúrlega erfitt en við erum búnir að vera hérna í miklum hita í svolítinn tíma. Við erum kannski aðeins búnir að venjast hitanum en miðað við hvernig leikurinn þróaðist í seinni hálfleik var þetta mjög erfitt,“ segir Birkir. Íslenska liðið fékk á sig fyrsta markið úr skyndisókn sem kom upp úr föstu leikatriði. Það er eitthvað sem er óvanalegt að sjá til íslenska liðsins. Áttar Birkir sig á hvar leikurinn tapaðist? „Það er erfitt að segja til um. Ég er ekki búinn að sjá leikinn aftur. Þeir komast í skyndisókn eftir fast leikatriði frá okkur sem við erum ekki vanir að gera. Við erum vanir að loka á þetta og klára sókninar okkar. Svo voru Nígeríumenn bara gríðarlega góðir. Þetta var vel gert hjá þeim,“ segir Birkir.Birkir fær hér að finna fyrir því á móti Nígeríu.vísri/vilhelmErum með sterkt lið „Það var gríðarlega svekkjandi að tapa þessu en það eru þrír dagar í næsta leik þannig að við verðum að gleyma þessum leik og undirbúa okkur fyrir þann næsta eins vel og við getum.“ Þrátt fyrir að örlögin séu úr höndum strákanna getur liðið enn komist áfram svo framarlega að það vinni Króatíu. Því munu íslensku strákarnir berjast til síðasta blóðdropa. „Við erum enn í bullandi séns. Allt getur gerst. Við þekkjum þetta króatíska lið inn og út. Við unnum það síðast og verðum að gera það aftur. Það verður erfitt en við erum sjálfir með gríðarlega sterkt lið og erum með mikið sjálfstraust og ætlum okkur að vinna,“ segir Birkir Bjarnason.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum Sjá meira
Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands, bar höfuðið hátt þegar að hann ræddi við fjölmiðla á æfingu landsliðsins í Kabardinka í gær, daginn eftir tapið gegn Nígeríu í Volgograd. Þrátt fyrir að hlaupa úr sér lifur og lungu þurftu strákarnir okkar að sætta sig við 2-0 tap sem þýðir að ekki einu sinni sigur gegn Króatíu tryggir sæti Íslands í 16 liða úrslitum. Birkir átti auðvelt með að leggjast á koddann þegar heim var komið í gærkvöldi en okkar menn flugu rakleiðis til Kabardinka eftir að leik lauk í Volgograd.Lokaflautið var erfitt.vísir/vilhelmÞeir voru gríðarlega góðir „Ég svaf miklu betur núna en eftir Argentínuleikinn. Ég veit ekki af hverju það er. Mér líður bara ágætlega,“ segir Birkir sem lagði allt í verkefnið í ríflega 30 stiga hita. Það var ekki auðvelt. „Það var náttúrlega erfitt en við erum búnir að vera hérna í miklum hita í svolítinn tíma. Við erum kannski aðeins búnir að venjast hitanum en miðað við hvernig leikurinn þróaðist í seinni hálfleik var þetta mjög erfitt,“ segir Birkir. Íslenska liðið fékk á sig fyrsta markið úr skyndisókn sem kom upp úr föstu leikatriði. Það er eitthvað sem er óvanalegt að sjá til íslenska liðsins. Áttar Birkir sig á hvar leikurinn tapaðist? „Það er erfitt að segja til um. Ég er ekki búinn að sjá leikinn aftur. Þeir komast í skyndisókn eftir fast leikatriði frá okkur sem við erum ekki vanir að gera. Við erum vanir að loka á þetta og klára sókninar okkar. Svo voru Nígeríumenn bara gríðarlega góðir. Þetta var vel gert hjá þeim,“ segir Birkir.Birkir fær hér að finna fyrir því á móti Nígeríu.vísri/vilhelmErum með sterkt lið „Það var gríðarlega svekkjandi að tapa þessu en það eru þrír dagar í næsta leik þannig að við verðum að gleyma þessum leik og undirbúa okkur fyrir þann næsta eins vel og við getum.“ Þrátt fyrir að örlögin séu úr höndum strákanna getur liðið enn komist áfram svo framarlega að það vinni Króatíu. Því munu íslensku strákarnir berjast til síðasta blóðdropa. „Við erum enn í bullandi séns. Allt getur gerst. Við þekkjum þetta króatíska lið inn og út. Við unnum það síðast og verðum að gera það aftur. Það verður erfitt en við erum sjálfir með gríðarlega sterkt lið og erum með mikið sjálfstraust og ætlum okkur að vinna,“ segir Birkir Bjarnason.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum Sjá meira