Fótbolti

Rússneska mínútan: Sænskir blaðamenn fluttu inn rauðbeðusamlokur

Einar Sigurvinsson skrifar
Tómas Þór Þórðarson fór yfir yfir aðstöðu sænsku blaðamannanna í Rússnesku mínútunni í kvöld. Rússneska mínútan er innslag í þætti Sumarmessunnar á Stöð 2 Sport þar sem fjölmiðlamennirnir sem staddir eru í Rússlandi fara yfir eitt mikilvægt málefni, á einni mínútu.

Meðal þess sem finna mátti hjá Svíunum voru sænskar samlokur með rauðbeðum og myndir af leikmönnum sænska liðsins, sem hengdar höfðu verið upp meðfram öllum veggjum.

Að einni rússneskri mínútu lokinni spyr Benedikt Valsson, stjórnandi Sumarmessunnar þá Hjörvar Hafliðason og Jón Jón Þór Hauksson út í skoðun sína á rauðbeðum ofan á brauð.

„Ég veit ekki einu sinni hvað þetta er. Bara smjör hér,“ svaraði Hjörvar Hafliðason.

Innslagið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×