Fótbolti

Verón: Hvað kom fyrir Messi?

Einar Sigurvinsson skrifar
Juan Sebastián Verón fagnar marki fyrir Manchester United.
Juan Sebastián Verón fagnar marki fyrir Manchester United. getty
„Þetta verður ekki auðvelt en ég vona að þeir geti komist áfram,“ segir Juan Sebastián Verón, um möguleika Argentínu á að komast upp úr D-riðilinum á HM í Rússlandi. Verón lék á ferlinum 73 landsleiki fyrir Argentínu.

Verón sem er einna þekktastur fyrir að hafa á ferli sínum spilað með Lazio og Manchester United hefur áhyggjur af frammistöðu Lionel Messi það sem af er móti.

„Hvað kom fyrir Messi? Aðeins hann sjálfur veit svarið við því.“

„Ég vona að hann geti dregið liðið áfram og liðið geti aðstoðað hann með það. Einn maður getur ekki ráðið örlögum liðs,“ segir Verón.

Hann gagnrýnir einnig þá ákvörðun þjálfara liðsins, Jorge Sampaoli, að hafa ekki valið Mauro Icardi í HM-hóp sinn. Icardi skoraði 29 mörk í 34 leikjum fyrir Inter á síðasta tímabili.

„Hann skorar það mikið að hann hefði átt að vera í hópnum, en aðeins Sampaoli veit hvers vegna hann var ekki valinn.“

Verón er ekki fyrsti maðurinn sem gagnrýnir argentínska landsliðið á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en goðsögnin Diego Maradona vandaði Jorge Sampaoli ekki kveðjurnar eftir tapið gegn Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×