Helgi Kolviðsson aðstoðarþjálfari situr fyrir svörum í dag ásamt þeim Kára Árnasyni og Emil Hallfreðssyni.
Þetta er lokadagur strákanna í Kabardinka fyrir slaginn gegn Króötum í Rostov. Þeir fljúga þangað yfir síðdegis.
Fyrst er það fundurinn og æfing eftir fundinn. Veðrið er fínt hér í dag og hætt að rigna.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
Í beinni: Blaðamannafundur KSÍ í Kabardinka
