Fótbolti

HM í dag: Meint lyfjamisnotkun Rússa og ferðalag til Rostov

Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar
Ýmislegt er að sjá frá stúkunni á æfingavelli strákanna okkar í Kabardinka.
Ýmislegt er að sjá frá stúkunni á æfingavelli strákanna okkar í Kabardinka. Vísir/Vilhelm
Hvíldin er stutt á milli leikja tvö og þrjú því það er strax komið að ferðadegi hjá karlalandsliðinu. Að lokinni æfingu í sól og blíðu sem aftur er komin til Kabardinka fljúga okkar menn til Rostov á vit þriðja leiksins gegn Króatíu.

Þjóðverjar björguðu sér fyrir horn og allir reikna með sigri Englendinga á Panama í dag. En hvað með Rússa? Heyrst hefur að grunur sé uppi um lyfjamisferli hjá þeim rússnesku sem hlaupið hafa mest alla og virðast hafa ótrúlega mikla orku, ólíkt því sem var í leikjum liðsins í aðdraganda HM.

Fimmtánda þáttinn af HM í dag má sjá hér að neðan en hann var skotinn á æfingasvæði landsliðsins í Kabardinka




Fleiri fréttir

Sjá meira


×