Kynþokki Rúriks fer ekki framhjá neinum Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 24. júní 2018 10:30 Rúrik Gíslason er kominn með milljón fylgjendur. vísir/getty Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason komst í gær yfir milljóna fylgjenda múrinn á Instagram og nálgast nú að vera vinsælasti Íslendingurinn á þessum vinsæla samfélagsmiðli Rúrik mætti til Rússlands með rétt ríflega 30 þúsund fylgjendur en er nú, tæpum tveimur vikum síðar, kominn yfir milljónina. Allt fór þetta af stað í leiknum á móti Argentínu og hafa vinsældirnar ekkert dvínað. Rúrik er um 300 þúsund fylgjendum á eftir Fjallinu Hafþóri Júlíusi Björnssyni en okkar menn eiga að minnsta kosti einn leik eftir á HM og því ekki útilokað að Rúrik kveðji Rússland á toppnum. „Ég er ánægður fyrir hans hönd. Það er bara gaman að þessu en hann er ekkert að einbeita sér að þessum hlutum. Hann á væntanlega einhver fyrirsætustörf fyrir höndum eftir að fótboltaferlinum lýkur,“ sagði Kári Árnason glettinn um þessar vinsældir Rúriks á blaðamannafundi í Kabardinka í morgun. Það hafa ekki allir sama húmor fyrir vinsældum Rúriks á Instagram en Halldór Björnsson, fyrrverandi þjálfari U17 ára liðs Íslands, sendi strákunum okkar væna pillu eftir tapið á móti Nígeríu þar sem að hann kom meðal annars inn á Instagram-reikning Rúriks. Kári Árnason birti mynd af íslenska hópnum í Leifsstöð á Instagram-reikningi sínum eins og allir landsliðsmennirnir nema hann skrifaði við hana „sexy Rúrik.“ Það var eins og hann hefði séð eitthvað fyrir. „Það er ekki hægt að sjá fyrir að Rúrik sé sexy. Það sjá allir, held ég. Þetta átti nú bara að vera góðlátlegt grín og átti ekkert að ná lengra. Þetta var nú ekki kveikjan að neinu. Fólk sér þetta með eigin augum,“ sagði Kári Árnason.Vísirer með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári: Veit ekki af hverju skipulagið riðlaðist Kári Árnason var ekki með svör á reiðum höndum af hverju íslenska liðið hefði ekki náð sér á strik í síðari hálfleik gegn Nígeríu eftir flottan fyrri hálfleik. 24. júní 2018 09:30 HM í dag: Meint lyfjamisnotkun Rússa og ferðalag til Rostov Hvíldin er stutt á milli leikja tvö og þrjú því það er strax komið að ferðadegi hjá karlalandsliðinu. 24. júní 2018 09:00 Truflar Króatíu ekkert að hvíla nokkra menn Kári Árnason segir króatíska liðið svo gott að það getur alveg leyft sér að hvíla menn. 24. júní 2018 08:32 Engin bænastund enn þá hjá íslenska landsliðinu Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska liðsins, segir að liðinu hafi gengið vel að gera upp 2-0 tapið gegn Nígeríu. 24. júní 2018 10:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason komst í gær yfir milljóna fylgjenda múrinn á Instagram og nálgast nú að vera vinsælasti Íslendingurinn á þessum vinsæla samfélagsmiðli Rúrik mætti til Rússlands með rétt ríflega 30 þúsund fylgjendur en er nú, tæpum tveimur vikum síðar, kominn yfir milljónina. Allt fór þetta af stað í leiknum á móti Argentínu og hafa vinsældirnar ekkert dvínað. Rúrik er um 300 þúsund fylgjendum á eftir Fjallinu Hafþóri Júlíusi Björnssyni en okkar menn eiga að minnsta kosti einn leik eftir á HM og því ekki útilokað að Rúrik kveðji Rússland á toppnum. „Ég er ánægður fyrir hans hönd. Það er bara gaman að þessu en hann er ekkert að einbeita sér að þessum hlutum. Hann á væntanlega einhver fyrirsætustörf fyrir höndum eftir að fótboltaferlinum lýkur,“ sagði Kári Árnason glettinn um þessar vinsældir Rúriks á blaðamannafundi í Kabardinka í morgun. Það hafa ekki allir sama húmor fyrir vinsældum Rúriks á Instagram en Halldór Björnsson, fyrrverandi þjálfari U17 ára liðs Íslands, sendi strákunum okkar væna pillu eftir tapið á móti Nígeríu þar sem að hann kom meðal annars inn á Instagram-reikning Rúriks. Kári Árnason birti mynd af íslenska hópnum í Leifsstöð á Instagram-reikningi sínum eins og allir landsliðsmennirnir nema hann skrifaði við hana „sexy Rúrik.“ Það var eins og hann hefði séð eitthvað fyrir. „Það er ekki hægt að sjá fyrir að Rúrik sé sexy. Það sjá allir, held ég. Þetta átti nú bara að vera góðlátlegt grín og átti ekkert að ná lengra. Þetta var nú ekki kveikjan að neinu. Fólk sér þetta með eigin augum,“ sagði Kári Árnason.Vísirer með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári: Veit ekki af hverju skipulagið riðlaðist Kári Árnason var ekki með svör á reiðum höndum af hverju íslenska liðið hefði ekki náð sér á strik í síðari hálfleik gegn Nígeríu eftir flottan fyrri hálfleik. 24. júní 2018 09:30 HM í dag: Meint lyfjamisnotkun Rússa og ferðalag til Rostov Hvíldin er stutt á milli leikja tvö og þrjú því það er strax komið að ferðadegi hjá karlalandsliðinu. 24. júní 2018 09:00 Truflar Króatíu ekkert að hvíla nokkra menn Kári Árnason segir króatíska liðið svo gott að það getur alveg leyft sér að hvíla menn. 24. júní 2018 08:32 Engin bænastund enn þá hjá íslenska landsliðinu Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska liðsins, segir að liðinu hafi gengið vel að gera upp 2-0 tapið gegn Nígeríu. 24. júní 2018 10:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Kári: Veit ekki af hverju skipulagið riðlaðist Kári Árnason var ekki með svör á reiðum höndum af hverju íslenska liðið hefði ekki náð sér á strik í síðari hálfleik gegn Nígeríu eftir flottan fyrri hálfleik. 24. júní 2018 09:30
HM í dag: Meint lyfjamisnotkun Rússa og ferðalag til Rostov Hvíldin er stutt á milli leikja tvö og þrjú því það er strax komið að ferðadegi hjá karlalandsliðinu. 24. júní 2018 09:00
Truflar Króatíu ekkert að hvíla nokkra menn Kári Árnason segir króatíska liðið svo gott að það getur alveg leyft sér að hvíla menn. 24. júní 2018 08:32
Engin bænastund enn þá hjá íslenska landsliðinu Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska liðsins, segir að liðinu hafi gengið vel að gera upp 2-0 tapið gegn Nígeríu. 24. júní 2018 10:00